Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 5

Neytendablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 5
Framleiðir sparpera minna ljós en glóperur? Nei, sparperur skila jafnmiklu ljósi og glóperur. Við kaup á sparperum ber að velja vött í hlutfallinu 1 á móti 4 (1:4). Sparpera sem er 15W lýsir aðeins betur en 60W glópera. Er endingartími sparperu jafnlangur og sagt er? Vissulega eru framleiddar perur sem uppfylla ekki gæðakröfur en reglugerðin gerir kröfur um líftíma sparperu. Gæðakannanir eru mikilvægar til að ýta perum af lélegum gæðum út af markaðnum. Í síðustu gæðakönnun ICRT kom fram að margar tegundir stóðust ekki uppgefinn líftíma (þær voru prófaðar í 8000 klst). Tekur lengri tíma fyrir sparperu að ná fullu ljósi? Já, en kröfur um sparperur gera ráð fyrir að það taki ekki meira en 2 sekúndur að kveikja á perunni og hún á að hafa náð 60% lýsingu á innan við mínútu. Upplýsingar um virkni perunnar eiga að finnast á umbúðunum. Henta sparperur þar sem ljós er notað skamma stund í einu, t.d. á salerni? Venjulegar sparperur eiga að uppfylla kröfur um líftíma þó það sé kveikt og slökkt á klukkutíma fresti. Fyrir rými þar sem kveikitíðni er há eru fáanlegar sparperur sem eiga að endast allt að milljón rofhringi. Missa sparperur birtueiginleika með árunum? Já, á löngum líftíma tapast smátt og smátt ljós og á endanum hafa þær aðeins um 30% af upphaflegu birtumagni. Þetta gerist einnig með glóperur en vegna stutts líftíma þeirra verða neytendur minna varir við það. Þess vegna eru gerðar meiri kröfur um birtuárangur fyrir sparperur og njóta neytendur þess í byrjun. Flestir taka ekki eftir muninum en þeir sem það gera hafa þann möguleika að skipta fyrr um peru en endingartími gerir ráð fyrir. Virka sparperur illa í kulda? Vissulega missir sparpera hluta af ljósmagni í kulda. En það fást sérstakar sparperur sem eru hannaðar fyrir útiljós og missa ekki birtueiginleika. Upplýsingar um hitaþol eiga að vera á umbúðum sparpera. Í gæðakönnun ICRT kom í ljós að í 10° frosti misstu einstaka perur um 80% af ljósstyrk sínum. Það er til lítils gagns í dimmum heimreiðum að vetrarlagi. Er hægt að deyfa ljós á sparperum? Venjulegar sparperur henta ekki hefðbundnum ljósdeyfum (dimmer). En það fást sérstakar sparperur sem henta þeim og einnig eru fáanlegir sérstakir ljósdeyfar fyrir sparperur. Neytendur ættu að kynna sér vel eiginleika þeirra áður en kaup fara fram. Eru sparperur dýrari en glóperur? Sparperur eru ódýrari en glóperur þegar tillit er tekið til líftíma og orkusparnaðar. Hver sparpera sparar neytandanum 11.000 kr. (60 €) á 6 ára líftíma þegar 20W sparpera kemur í staðinn fyrir 80W glóperu. Miðað er við 3 tíma notkun á dag fyrir orkuverðið 27 krónur (0,15 €/kWh). Hita sparperur minna út frá sér en glóperur? Já, það er rétt. Rök gegn banni við glóperum hafa stundum verið að orkan sem gló­ perur taka nýtist í upphitun á húsnæðinu. Rök með sparperum eru hins vegar þau að raflýsing hentar sjaldnast til hitastillingar á heimilum. Perur eru yfirleitt staðsettar þar sem hitunin nýtist illa (uppundir lofti) og sá hiti skilar sér ekki til hitastilla á ofnum. Í suð­ rænum löndum er hitinn frá glóperum óæskilegur, þar sem orku­ frek loftkæling er algeng. Er kvikasilfur í sparperum ekki slæmt fyrir umhverfið? Sparperur innihalda kvikasilfur og þarf því að farga þeim sérstaklega. Kvika­ silfur er mjög slæmt fyrir umhverfið og brotnar mjög hægt niður. Það eru að hámarki 5 mg af kvikasilfri í sparperu (0,005 g). Til samanburðar er 0,5 g í tannfyllingu (amalgam) og eldri tegundir hitamæla innhalda nokkur grömm af kvikasilfri. Rök ESB eru þau að magn kvikasilfurs í sparperum er svo lítið að fyrir orkuna sem sparast er hægt að komast hjá mun meiri kvikasilfurssleppingu sem gerist í sjálfri orkuframleiðslunni (þ.e. hjá kolaorkuverum). Endurvinnsla Núna nýlega var byrjað að safna ljósaperum í sérstök ílát á söfnunarstöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu sem og á söfn­ unarstöðvum á Suðurnesjum. Í þessi ílát eiga að fara allar ónýtar ljósaperur, hvort sem um er að ræða venjulegar glóperur, flúor­ eða halógenljós eða svokallaðar sparperur. Ekki þarf sérstaka meðhöndlun á glóperum en þetta fyrirkomulag er til einföldunar fyrir neytendur svo þeir þurfi ekki að læra að skilja á milli ein­ stakra tegunda. Flúor­, halógen­ og sparperur þarf svo að meðhöndla til að aðskilja kvikasilfur í þeim perum frá gleri og málmum og koma þannig í veg fyrir að kvikasilfur berist frá þeim út í jarðveg og grunnvatn. Glersallinn er urðaður og málmarnir endurunnir en kvikasilfrið er sent til sérstakrar meðhöndlunar í Danmörku. Sala á glóperum í Þýskalandi hefur aukist um 34% enda margir ósáttir við að þurfa að skipta sparperum út fyrir glóperur. Er sparperan nothæfur valkostur? Kostir sparperunnar: • Allt að 80% orkusparnaður miðað við glóperur • Um 11.000 kr. sparast á endingartíma hverrar sparperu • Endingartími sparperu er a.m.k. 6­10 ár (m.v. 1­2 ár hjá glóperum) • Engin hætta á íkveikju vegna ofhitnunar • Breiðara úrval ljóslita (kalt eða heitt ljós, glóperur hafa aðeins heitt ljós)  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.