Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Page 7

Neytendablaðið - 01.10.2009, Page 7
Talsvert er um að Neytendasamtökunum berist kvartanir vegna töku seðilgjalda. Um er að ræða gjald sem bætist við reiknings- upphæð þegar reikningur er sendur greiðanda eða er greiddur í heimabanka. Þá gengur gjaldtakan undir ýmsum nöfnum, s.s. tilkynningargjald, greiðslugjald, útprentunargjald o.s.frv., en í raun er alltaf um seðilgjald að ræða og getur gjaldið sem lagt er á hvern reikning hlaupið á hundruðum króna. Þegar allt er talið geta seðil­ gjöld vegna reikninga hvers heimilis numið tugum þúsunda á ári. Neytendasamtökin hafa árum saman barist gegn töku seðilgjalda en því miður er það svo að ekki er að finna neitt afdráttarlaust lagaákvæði sem bannar töku þeirra. Þá hafa samtökin lengi barist fyrir því að séu þessi gjöld á annað borð innheimt endurspegli þau raunkostnað og að neytendum sé einnig boðið upp á gjaldfrjálsan valkost við greiðslu. Til að stemma stigu við seðilgjaldatöku beindi Björgvin G Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, ákveðnum tilmælum til fjármálafyrirtækja sem sjá um innheimtu krafna fyrir aðra. Tilmæli þessi kváðu meðal annars á um það að neytendum skyldi standa til boða raunhæfur, gjaldfrjáls valmöguleiki við greiðslu og það að væri gjald á annað borð innheimt skyldi það endurspegla raun­ kostnað. Á þessum tilmælum eru því miður ýmsir annmarkar. Bæði beindust þau bara að innheimtu fjármálafyrirtækja fyrir aðra, en ekki að þeim aðilum sem sjá sjálfir um innheimtu, eins og orku­ og fjarskiptafyrirtækin. Eins er því miður ekki að sjá að mörg fjármálafyrirtæki hafi tekið þessi tilmæli sérlega alvarlega eða kynnt þau fyrir þeim viðskiptavinum sem láta bankana sjá um innheimtu krafna. Í það minnsta hafa margir kvartað yfir því við samtökin að þessi tilmæli hafi engu breytt hvað varðar gjaldtökuna. Neytendasamtökin hafa tvívegis sent erindi til viðskiptaráðuneytisins þar sem farið er fram á setningu laga er banni töku seðilgjalda, enda virðist vilji stjórnvalda í raun hafa staðið til þess að banna þessa gjaldtöku. Neytendasamtökin vonast til að stjórnvöld beita sér fyrir lagabreytingu svo seðilgjöld heyri endanlega sögunni til. Þá er neytendum bent á að hafa samband við Neytendastofu, sem hefur eftirlit með töku seðilgjalda, telji þeir gjaldtökuna ekki í samræmi við samning og skilmála viðsemjanda. Seðilgjöldin enn við lýði Hvenær gilda lög um neytendakaup? Nú er lagagrein í lögum um neytendakaup sem segir að seljandi geti ekki (nema samið hafi verið um greiðslufrest) krafist þóknunar fyrir að gefa út og senda reikninga. Ætti þessi lagagrein ekki alveg að koma í veg fyrir seðilgjöld? Nei, því miður er málið ekki svo einfalt, lög um neytendakaup gilda t.a.m. ekki þegar um er að ræða afhendingu á rafmagni, kaup á farsímaþjónustu eða afborgun láns. Því er ekkert lagaákvæði sem bannar töku seðilgjalds þegar slík þjónusta er keypt. Þá eru raunar sumir seljendur sem halda því einnig fram að greiðsluseðillinn sé ekki beinlínis reikningur í skilningi þessarar lagagreinar heldur sé verið að veita neytandanum ákveðið hagræði með því að hann geti þá borgað seðilinn í gegnum heimabankann sinn eða í næsta útibúi. Því telja Neytendasamtökin brýnt að lögfest verði raunverulegt bann við töku seðilgjalda. Neytendasamtökin könnuðu framboð og verð á DVD tækjum í 9 verslunum um mánaðarmótin ágúst-september. 34 mismunandi tegundir DVD spilara án upptöku eru til sölu í þessum verslunum og kostaði ódýrasta tækið 9.995 kr. en það dýrasta 34.995 kr. 16 mismunandi tegundir DVD spilara með upptöku eru til sölu í þessum verslunum. Ódýrasta tækið kostar 33.989 kr. en það dýrasta 84.989 kr. Þegar markaðskannanir eru gerðar eru þær jafnskjótt settar á www.ns.is þar sem félagsmenn geta nálgast þær. Þegar fjárfest er í heimilistækjum eða raftækjum er því um að gera að kanna markaðinn og lesa sér til á heimasíðu Neytendasamtakanna áður en kaupin fara fram. Lykilorð á læstar síður fyrir félagsmenn er á bls. 2. Markaðskönnun á DVD tækjum á vefnum  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.