Neytendablaðið - 01.10.2009, Síða 8
Gríðarlega hröð þróun er á flatskjáum og sífellt koma nýjar
tegundir á markaðinn. Niðurstöður nýlegrar gæðakönnunar sýna
jafnframt að gæðin aukast jafnt og þétt en sumar eldri tegundir
standa þó vel fyrir sínu.
Um gæðakönnunina
Gæðakönnunin var framkvæmd á rannsóknarstofu í Þýskalandi,
undir umsjón ICRT (International Consumer Research and Testing)
í samstarfi við neytendasamtök í Evrópu. Langalgengasta stærð
flatskjáanna er á bilinu 32” til 42”. Nú eru flestir flatskjáir með
innbyggða harða diska og voru gæði þeirra tekin með í þessari
könnun.
Myndgæðin eru mikilvægasti þátturinn og eru metin með rann
sóknum á rannsóknarstofu. Auk þess mátu fimm þjálfaðir einstakl
ingar gæðin með því að horfa á tækin úr 2 til 3 metra fjarlægð,
en aðeins nær þegar HD tæki voru metin. Atriði úr mismunandi
kvikmyndum voru metin. Þar var annars vegar um að ræða atriði
utandyra í mikilli birtu ásamt atriðum þar sem skuggsýnt er. Hins
vegar var metið hversu vel flatskjáirnir skiluðu hröðum atriðum
og nærmyndum af andlitum. Loks voru skjáirnir metnir út frá því
þegar sýndar eru á þeim ljósmyndir og þeir í raun notaðir sem
tölvuskjáir.
Hljómgæði voru fyrst og fremst metin út frá huglægu mati þriggja
sérfræðinga. Þrjár tegundir hljóðs voru þannig metin; klassísk
tónlist, popptónlist og atriði úr kvikmyndum þar sem raddir bæði
karl og kvenmanna heyrast með tónlist í bakgrunni. Tæknilegar
mælingar voru einnig gerðar til að meta hve hátt hátalarnir geta
verið stilltir og um leið hljómað vel og allt sviðið frá bassa til hæstu
raddar var metið.
Notendaviðmót var metið af þremur einstaklingum og var þar m.a.
skoðað hve auðvelt er að tengja tækið, dagleg notkun og það hve
auðvelt er nota það með og án fjarstýringar. Loks voru notkunar
leiðbeiningar metnar af tveim sérfræðingum.
Valmöguleikar voru metnir og ein einkunn gefin. Meðal annars
var skoðað hvort á tækinu sé usb kortaaflesari og í því innbyggður
harður diskur og mynd í mynd. Eins var athugað hvaða önnur tæki
er hægt að tengja við sjónvarpið. Textasjónvarp var einnig metið
og þá hve fljótlegt er að skipta á milli síðna og hversu læsilegir
bókstafirnir eru á skjánum.
Hvað þýðir HD ready og Full HD-1080?
HD stendur fyrir High Definition (mikil upplausn), sem þýðir að
skjárinn hefur minnst 768 eða 1080 lóðréttar myndlínur. Myndin
sýnir því fleiri smáatriði en venjuleg sjónvarpsmynd úr gömlu túpu
tækjunum gerir, en skjáir slíkra tækja hafa 576 línur.
Ef setið er meira en 1,5 metra frá 26” skjá eða meira en 2,5 metra
frá 40” skjá skiptir ekki máli hvort tækið sé Full HD eða ekki. Í
þessari fjarlægð getur augað ekki numið mismuninn í smáatriðum í
myndinni. Því er mælt með að kaupa gott HDready sjónvarp með
768 myndlínum fremur en meðalgott sjónvarp með 1080 línum.
Flestar sjónvarpsstöðvar senda út í SD (Standard Definition – 567
línur) sem getur leitt til þess að myndin verði kornótt í HDready
sjónvarpi með 768 línur eða meira.
100 Hz / 24p?
Á gömlu túputækjunum sem eru 100 Hz endurnýjast myndin 100
sinnum á hverri sekúndu til að komast hjá því að myndin titri
eða leiftri. Varðandi flatskjái lítur málið öðruvísi út. Í stað þess
að sýna sömu myndir í fleiri skipti er á mörgum nýrri gerðum
flatskjáa aukamynd inni á milli tveggja myndmerkja. Örgjörvi
í tækinu reiknar út myndina út frá tveimur skjámyndum. Þessi
tækni getur gefið meiri fljótandi hreyfingar í myndina. Á nokkrum
þeirra flatskjáa sem kannaðir voru, og þar sem hægt er að slökkva
á 100Hz möguleikanum, batna hreyfingar í myndinni verulega ef
slökkt er á þessum möguleika. Við hægar eða fáar hreyfingar er
minna um stafrænar truflanir.
Hins vegar er það skýr niðurstaða að hraðar hreyfingar á myndinni,
eins og t.d. í spennumyndum, leiða af sér stafrænar truflanir í
nánast öllum tilvikum þegar 100 Hz eru á. 100 Hz duga mjög vel
þegar horft er á fréttir en gera myndina óskýrari þegar horft er á
spennumynd. Hér áður, á meðan gömlu túputækin voru á markaði,
var hins vegar kostur að hafa 100 Hz sjónvarp. Í dag er raunverulega
enginn munur á skjánum með eða án þessa möguleika.
24p er tækni sem á að tryggja sem mest myndgæði. Þessi nýja
tækni gengur út á að fá þær 24 myndir á sekúndu sem kvikmynd
byggir á sýndar í sem mestum gæðum á skjá sem er byggður til að
sýna 60 myndir á sekúndu. Í gæðakönnuninni var þó ekki að sjá að
myndgæði væru meiri með þessari nýju tækni. Jafnvel voru dæmi
um að hreyfingar í myndinni voru lakari. Aðeins fáeinir flatskjáir
eru með betri myndgæði þegar þeir fá 24p merki, en munurinn er
ekki mikill.
Það er því ástæða til að hafa það í huga að flatskjár með 100 Hz og
24p er ekki endilega betra tæki. Óskaðu því eftir því í viðkomandi
verslun að fá sýndar t.d. kvikmyndir sem teygðar eru út en fylla
ekki út allan skjáinn og myndir með hröðum hreyfingum þannig að
þú getir metið hvort þessi tækni skili þér einhverju.
Sjá nánari upplýsingar um sjónvörp á ns.is, undir gæðakannanir
og markaðskönnun á 145 tækjum og 45 plasmaskjám sem
gerð var í ágúst og september hér á landi.
Gæðakönnun á sjónvörpum
NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009