Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Page 10

Neytendablaðið - 01.10.2009, Page 10
0 Ian Watson fæddist í Rochester, í vestanverðu New York-fylki í Bandaríkjunum. Hann kom nokkrum sinnum til Íslands á háskólaárum sínum en flutti til landsins árið 2001 þegar hann byrjaði að vinna að doktorsritgerð sinni. Ian ætlaði upprunalega að vera hér tímabundið en kynntist síðan þýskri konu sinni hér á landi og varð um kyrrt. Saman eiga þau ungan son og von á öðru barni. Neytendablaðið hitti Ian að máli og spurði hvernig áhugi hans á neytendamálum hefði komið til. „Pabbi var áskrifandi að Consumer Reports, bandaríska neytenda­ blaðinu og studdist við það við bílakaup, kaup á tækjum, fjármála­ ráðgjöf og fleira. Þá vann ég á sumrin við að skrifa ferðahandbækur um ýmis Evrópulönd, og geri reyndar enn, og skoðaði hótel, veit­ ingastaði, samgöngur, fjarskipti, söfn og allt það sem skiptir ferða­ manninn máli. Ég hef líka unnið við að skipuleggja ferðir og þá tekur maður neytendaákvarðanir fyrir tugi eða hundruð manna í einu. Þá er eins gott að íhuga vel hvað verður fyrir valinu.“ Ian situr í stjórn Neytendasamtakanna og er í ráðgjafaráði Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Það má því segja að það sé töluverð eftirspurn eftir Ian í neytendamálunum. „Eitt af því sem hvatti mig til að vinna í neytendamálum á Íslandi er að það er svo margt ógert. Hlutir sem eru sjálfsagðir í öðrum löndum hafa ekki náð landi hér, t.d. vegna smæðar, verðbólgu, verndarstefnu í innflutningi og íhaldssemi í lagaumhverfinu.“ Ian segir að víða þurfi að bæta úr. „Það er mjög mikilvægt að auðvelda neytendum að versla á netinu. Það myndi veita seljendum hér aðhald. Breyta þarf virðisaukaskattsinnheimtukerfi á sendingum eins og talsmaður neytenda og Neytendasamtökin hafa lagt til. Þetta gerist að miklu leyti sjálfkrafa ef við göngum í Evrópusambandið en gæti einnig gerst þótt við stæðum utan þess. Þá mætti einnig vera öflugri póstverslun innanlands. Maður sem býr í 200 manna þorpi í Þýskalandi sagði mér nýlega hvað það væri frábært að búa út á landi síðan netið kom. Staða landsbyggðarfólks þar er jöfn á við stöðu borgarbúa vegna þess að allt er hægt að panta frá netverslunum en það er ekki hægt hér.“ Annað sem Ian nefnir eru lög um hópmálsókn, ríkari upplýsinga­ skylda við kaup á vörum og þjónustu og ódýr lausn smámála í gegnum nefndir eða dómstóla. Einnig ætti ríkið að þurfa að tilkynna skattgreiðendum um eindaga og mögulega vexti á skuldum. sIan segir að samvinna neytenda sé lykilatriði í að veita seljendum aðhald. „Einstaklingar og samfélagið í heild geta sparað mikinn pening með því að fjármagna neytendastarfsemi, hvort sem fjármagn kemur frá stjórnvöldum eða einstaklingum eða úr báðum áttum. Leikjafræði sem ég hef kennt á Bifröst sýnir hvernig upplýsingar um markaðinn skipta miklu máli í ákvörðunartöku neytenda. Það þarf sameinaða rödd neytenda til að þrýsta á stjórnvöld í mikilvægum málum þar sem breytingar þjóna ekki hagsmunum seljenda. Án raddar neytenda geta fyrirtæki oft grætt ósiðlega og þess vegna er mikilvægt að þjóðin haldi upp öflugri neytendastarfsemi.“ Er verðlag ekki mun hærra hér en í Bandaríkjunum? „Jú, en aftur á móti borgum við mjög lítið fyrir sumt á Íslandi, eins og menntun, sjúkratryggingar og lækniskostnað, húsahitun og orku. Hér þurfum við bara einn bíl fyrir fjölskylduna sem væri varla hægt í Bandaríkjunum. En þjónusta og innfluttar vörur eru dýrari á Íslandi en þær þurfa að vera.“ Þá segir Ian að óstöðugt verðlag reynist neytendum dýrt. „Óstöðugur gjaldmiðill veldur því að það þarf stanslaust að skipta um verðskrá. Þetta kostar vinnu fyrir seljendur og neytendur eiga erfitt með að byggja upp gott verðskyn. Þá er erfitt að bera saman verð á milli landa þar sem krónan hefur verið mjög óstöðug. Íslendingum finnst verðbólga og verðbreytingar eðlilegar en þær eru það ekki endilega. Það er hins vegar orðin svo mikil hefð fyrir þeim hér að okkur þætti örugglega skrýtið að búa allt í einu í við lága verðbólgu. Þú heldur úti vefnum ferdastofan.is þar sem þú gefur ferðalöngum góð ráð. Hvers vegna fórstu í þessa vinnu? „Það var greinilega þörf fyrir ferðahandbók á Íslandi. Enginn var að safna saman upplýsingum á skipulagðan hátt. Þetta var líka tilraun. Ég vildi prófa hvort ókeypis ferðahandbók á netinu, fjármögnuð af auglýsingatekjum, gæti gengið. Svarið er að hún gengur. Ég þarf hins vegar að bæta við fyrirtækjum sem styðja síðuna. Þau eru enn ekki nógu mörg, sem er mér að kenna, vegna þess að ég hef ekki kynnt síðuna nógu vel. En áskrifendum að fréttabréfinu hefur farið fjölgandi og fleiri eru velkomnir.“ Neytenda- frömuður nemur land Ian á ferðalagi um Slóvakíu árið 2005 10 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.