Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Síða 15

Neytendablaðið - 01.10.2009, Síða 15
Apar og gæsir til aðstoðar Eftir að þrælahaldi lauk gátu bændur ekki treyst því að hafa mannafla til umráða þegar á þurfti að halda. Menn dóu þó ekki ráðalausir og fluttu inn apa frá Brasilíu og reyndu að kenna þeim að týna bómullina. Dýrin reyndust ósamvinnuþýð. Gæsum var beitt á akrana til að vinna á illgresinu en ekki var hægt að koma í veg fyrir að gæsirnar trömpuðu á bómullarplöntunum og einnig kom í ljós að gæsirnar voru ekki ónæmar fyrir eitrinu sem ætlað var skordýrum. Innflutt vinnuafl Svokölluð Braco­áætlun var samþykkt árið 1942 en hún heimilaði verkafólki frá Mexíkó að vinna tímabundið við landbúnaðarstörf. Yfirvöld sáu til þess að bómullarræktendur hefðu vinnuafl þegar þeim hentaði og launin voru ákveðin fyrirfram þannig að bómullarræktendur þyrftu ekki að yfirbjóða hver annan og keppa um starfsfólk. Þessi áætlun var við lýði til 1964 en þá hafði tæknivæðingin rutt sér til rúms og gert að verkum að 90% af bómullaruppskeru voru týnd með vélknúnum tækjum. Nær alls staðar annars staðar í heiminum er bómullin enn þann dag í dag handplokkuð. Bómullin nýtt til hins ítrasta Rivoli heimsótti býli í nágrenni Lubbock sem ræktar árlega 11 tonn af bómull en einungis 2,6 tonn flokkast þó sem hrein bómull. Engu er hent í dag því með tækniframförum hefur tekist að nýta alla bómullina til hins ítrasta. Bómullarfræin voru áður fyrr aðallega notuð sem áburður og fóður en í dag er unnin olía úr fræjunum. Olían er notuð í matargerð og þykir mjög góð til djúpsteikingar en er einnig notuð í sápur og hreinsiefni ýmiss konar. Hratið er notað í dýrafóður og hefur sérstaklega reynst vel í fiskeldi. Baðmolía mun henta einkar vel til að djúpsteikja franskar kartöflur. Veglegir ríkisstyrkir Allt frá upphafi hafa bómullarbændur í Bandaríkjunum getað treyst á pólitíska velvild og komist hjá því að keppa á frjálsum markaði. Þeir hafa líka átt vini í mikilvægum embættum og má þar helstan nefna George W. Bush, sem var fylkisstjóri í Texas áður en hann tók við forsetaembættinu. Örlæti í garð bómullarræktenda náði hámarki með búvörusamningnum sem samþykktur var 2002 en þá fengu bómullarræktendur mun hærri styrki en ræktendur soja, maís og hveitis. Samningurinn tryggði bændum að lágmarki 72,24 cent fyrir pundið af bómull á meðan heimsmarkaðsverðið var 38 cent. Styrkir á styrki ofan Vefnaðarvöruframleiðendur í Bandaríkjunum vilja eðlilega kaupa bómull á sem hagstæðustu verði á sama tíma og bandarískir bómullarbændur vilja fá sem hæst verð fyrir bómullina. Svokallað „Step 2“ styrkjakerfi gekk út á að sætta þessi ólíku sjónarmið. Til að vernda innlenda ræktun var innflutningur á bómull takmarkaður og yfirvöld borguðu textílframleiðendum fyrir að kaupa bandaríska bómull. Þannig var komið í veg fyrir innflutning frá öðrum löndum. Útflytjendur gátu einnig fengið útflutningsstyrki til að vera samkeppnishæfari á markaði. Búvörusamningurinn verndaði einnig bómullarbændur fyrir margvíslegri áhættu sem aðrar greinar þurfa að búa við. „The crop disaster program“ endurgreiddi bændum fyrir tap sem þeir urðu fyrir vegna óvenjulegra veðurskilyrða og „Farm loan program“ sá bændum fyrir lánsfé frá ríkinu sem þeir hefðu annars ekki fengið hjá lánveitendum á einkamarkaði. Áhættunni var með öðrum orðum velt yfir á bandaríska skattgreiðendur. Fátæk lönd berja í borðið Góðgerðarsamtökin Oxfam hafa bent á hið mikla forskot sem Bandaríkin hafa í krafti opinberra niðurgreiðslna. Á fundi Alþjóða­ viðskiptastofnunarinnar í Cancun í Mexíkó árið 2003 kröfðust nokkur fátæk ríki, s.s Burkina Faso og Benin, þess að Bandaríkin létu af ríkisstyrkjum til bómullarframleiðslu enda ómögulegt að keppa við ríkisstyrkta framleiðslu. Þessi ríki bentu á að Bandaríkin gætu ekki þóst vera boðberi frjálsra viðskipta á sama tíma og þau veittu gríðarháum styrkjum til bómullarræktunar og skekktu með því alla samkeppni. Samningaviðræður runnu út í sandinn en Bandaríkin sögðust ætla að taka á þessum málum af alvöru í samningaviðræðunum í Doha. Eins og kunnugt er runnu þær viðræður einnig út í sandinn. Frumstæð skilyrði í fátækum löndum Rivoli telur þó að ríkisstyrkir einir og sér útskýri ekki það mikla forskot sem Bandaríkin hafa á önnur lönd. Jafnvel þótt ríkisstyrkir væru lækkaðir eða afnumdir myndi það ekki breyta þeim erfiðu og frumstæðu aðstæðum sem ræktendur í Indlandi, Pakistan, Vestur­ Afríku og Kína búa við. Bómullarbændur í Bandaríkjunum hafa mikla þekkingu á sínu fagi, þeir vinna náið með fyrirtækjum og háskólum að þróun og rannsóknum og þeir njóta stuðnings og verndar stjórnvalda. Þeir keppa við bændur í löndum þar sem stjórnvöld megna ekki einu sinni að sinna grunnnámi þegna sinna. Í Vestur­Afríku eru svo til allir bændur ólæsir og þeir hafa þar af leiðandi enga þekkingu á því að meðhöndla varnarefni og áburð. Börnin eru jafnvel send berfætt á akrana til að dreifa eitrinu. Í Vestur­Afríku er bómull skipt í tvo flokka, A og B, og verð er ákveðið af yfirvöldum einu sinni á ári. Það er enginn hvati fyrir ræktendur að leggja áherslu á aukin gæði og engin þróun í gangi. Í sumum tilfellum sjá stjórnvöld um að dreifa fræjum og varnarefnum til bænda en það getur verið allur gangur á því hvort og hvenær birgðirnar berast til bændanna. Samtökin sem sjá um að selja bómullina eru að mestu leyti í eigu yfirvalda, þar af 30% í eigu franska ríkissins. Stjórnvöld hafa því afskipti af bómullarræktuninni en ekki með jafn árangursríkum hætti og tíðkast í Bandaríkjunum. Ójafn leikur Bómullarbændur á Andra Pradesh svæðinu á Indlandi misstu alla uppskeruna vegna ormaplágu árið 2000. Bændurnir fengu eiturefni til að berjast við ormana en það voru röng efni með röngum leiðbeiningum sem bændurnir gátu hvort eð er ekki lesið. Öll uppskeran eyðilagðist og eitrið sem sprautað hafði verið á ormana án árangurs olli miklum heilsufarsvandamálum meðal íbúa á svæðinu. Um svipað leyti misstu bændur í nágrenni Lubbock í Texas uppskeruna í vegna hagléls. Þeir misstu þó ekki svefn vegna þessa enda vel tryggðir fyrir slíkum áföllum. Frá Texas lá leið Rivoli til Kína þar sem bolurinn var saumaður. Sagt verður frá því í næsta blaði. BP 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.