Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 4
Oft heyrast efasemdaraddir um hvort orðið „fríhöfn“ lýsi verslunum í Leifsstöð á raunhæfan hátt og hvort það sé virkilega ódýrara að versla þar en í „venjulegum“ verslunum. „Ég sá sama sælgætið í Bónus á lægra verði“, hef ég stundum heyrt. Ég reyndi að komast nær sannleikanum með því að gera verðsamanburð á milli komufríhafnarinnar í Leifsstöð og verslana í Reykjavík. Ég skoðaði verð í komufríhöfninni þann 22. mars síðastliðinn, daginn fyrir páska. Ég reyndi að velja mjög algengar vörur sem voru líklegar til að fást víða. Þriðjudaginn eftir páska, þann 25. mars, skoðaði ég verð í ÁTVR á Eiðistorgi og í tveimur verslunum í Reykjavík sem þekktar eru fyrir að vera í ódýrari kantinum: Bónus (á Fiskislóð) og ELKO (í Skeifunni). Til viðbótar þurfti ég að leita í Hagkaup (á Eiðistorgi) til að finna þrjár vörur sem ekki voru til í Bónus. Áfengi mun ódýrara í Fríhöfninni Verðkönnunin leiddi í ljós að kostir fríhafn- arinnar eru misjafnir eftir vöruflokkum. Það er t.d. mjög hagstætt að kaupa áfengi í fríhöfninni og hagstæðara að kaupa sterkt áfengi en bjór eða léttvín. Sterkt áfengi var að meðaltali 163% dýrara í ÁTVR en í fríhöfninni. Hins vegar var bjór 78% dýrari í ÁTVR og léttvín 43% dýrara. Borgar sig varla að kaupa sælgæti í Fríhöfninni Það er hins vegar ekki hagstæðara að kaupa sælgæti í fríhöfninni. Ég bar saman níu íslenskar sælgætistegundir. Bæjar- verðið var lægra í þremur tilfellum, frí- hafnarverðið lægra í fjórum tilfellum og í tveimur tilfellum var um sama verð að ræða. Sælgæti er stundum selt í stórum pakkningum í fríhöfnum sem virðist gefa til kynna að hægt sé að spara með magn- innkaupum. En 8 stakir Draumar keyptir í Bónus voru ódýrari (98 kr. hver eða 784 kr. samtals) en 8 Drauma pakkning keypt í fríhöfninni (899 kr.) Erlent sælgæti var örlítið dýrara í fríhöfn- inni en þó er úrvalið vissulega meira þar. Af þeim fjórum tegundum sem einnig voru til í Reykjavík (þrjár í Bónus og ein í Hagkaup) voru tvær dýrari og tvær ódýrari. Að meðaltali voru þær 6% dýrari í fríhöfninni og einnig var karfan 7% dýrari í fríhöfninni. Athyglisvert var að hið vinsæla After Eight og Quality Street var ódýrara í Bónus en í fríhöfninni. Gott úrval af sælgæti Einn kostur fríhafnarinnar er að úrvalið af áfengi og erlendu sælgæti er mikið. Það var ýmislegt til í fríhöfninni sem var erfitt eða ómögulegt að finna í Reykjavík, t.d. íslensku víntegundirnar Kvöldsól og Haustsól, tíu ára gamalt Laphroaig Single Malt viskí, Lindt Swiss Premium Milk súkkulaði, og Cadbury Dairy Milk Fruit & Nut súkkulaði. Rafvörur aðeins ódýrari Ferðamenn geta sparað aðeins með því að kaupa rafvörur í fríhöfninni. Ég skoðaði Lexar minniskubba, Nokia hleðslutæki, Panasonic þráðlausa síma með íslenskum leiðarvísi og Duracell Plus rafhlöður og voru þessar vörur að meðaltali 29% dýrari í Reykjavík en í fríhöfninni. Aðeins tvær vörur voru örlitið ódýrari í Reykjavík: 4GB minniskubburinn kostaði 3.999 kr. í fríhöfninni en 3.995 kr. í ELKO í Skeifunni, og 9V rafhlaðan, sem fékkst fyrir 359 kr. í fríhöfninni, fékkst fyrir 358 kr. í Bónus (445 kr. í ELKO). Einnig var ódýrara að kaupa tveggja geisladiska útgáfu af „Harry Potter and the Order of the Phoenix“ í fríhöfninni (1.799 kr.) en í Hagkaupum (1.999 kr.). Má ekki flytja inn mikið af varningi Ekki má gleyma að fríhöfnin er alls ekki óþrjótandi bland í poka. Varningur úr frí höfninni lýtur sömu reglum og varningur sem keyptur er í útlöndum og þetta á ekki bara við um áfengi. Almennt má verðmæti tollfrjálsa varningsins ekki vera meira en 46.000 kr. og verðmæti hvers hlutar ekki vera meira en 23.000 kr. Auk þess þarf að borga toll ef komið er til landsins með meira en 3 kíló eða 13.000 kr. virði af matvörum (sælgæti telst til matvara). Þó að tollverðir í Keflavík virðist hafa lítinn áhuga á að telja hvert sælgætisgramm hef ég oft séð þá leita í fríhafnarplastpokum sem liggja efst uppi á farangurskerrum ferðamanna. Það eru því algeng mistök að halda að orðin „fríhöfn“ og „duty free“ þýði að ekki þurfi að borga gjöld af því sem keypt er í fríhöfninni. Þeir afslættir sem fríhöfnin veitir eru bara á þeim varningi sem rúmast innan tollfríðinda þegar komið er til landsins. Þetta þýðir að vissu leyti að fríhöfnin keppir 0frekar við búðir í útlöndum en við búðir á Íslandi. Fríhöfnin keppir um þau innkaup ferðamanna sem fara fram utan tollamúra Íslands og réttara er að bera verð í fríhöfninni saman við verð í útlöndum. Samanburður við útlönd Sama dag og ég skoðaði verð í Reykja- vík settist ég við tölvu og reyndi (á ókerfisbundinn hátt) að finna sömu vörurnar til sölu erlendis á lægra verði en í fríhöfnininni. Í sumum tilfellum tókst það Er fríhöfnin ódýrari? Áfengiskaup eru hagstæðari; sælgæti er á sama verði og í almenn- um verslunum En fríhöfnin keppir líka við verslanir í útlöndum og þá ekki bara um verð því það er ótvíræður kostur að þurfa ekki að pakka öllum varningnum í ferðatöskuna.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.