Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 9
hörð og allt er gert til að ná niður verði. Ég veit að við viljum ekki sjá slíkt gerast hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að dönsk svínarækt stendur höllum fæti í samkeppni við lönd eins og Rússland, Úkraínu, Pólland og Rúmeníu en þar eru laun lægri, kröfur til aðbúnaðar minni og mun minna lagt upp úr velferð dýra. Fólk verður að hafa í huga að gæði og verð fara oftast saman.“ Fóðurverð vegur þungt Hvað varðar spurninguna um samkeppnis- hæfi íslenskra svínabónda segir Ingvi að ýmislegt skýri þann verðmun sem er á íslenskri og t.d. danskri framleiðslu. „Stærsti einstaki liðurinn er munur á fóðurverði hér og erlendis en nærri lætur að um helmingur framleiðslukostnaðar sé vegna fóðurs. Þrátt fyrir að við getum keypt niðurgreitt korn frá löndum Evrópusambandsins vegur flutningskostnaður þungt enda þurfum við 4-5 kg af korni til að búa til 1 kg af svína- kjöti.“ Kornrækt á Íslandi En þar sem fóðrið vegur svona þungt hlýtur að vera hagkvæmast að rækta eins mikið og hægt er hér á landi. Í 24 stundum þann 17. apríl sl. kom fram að hægt væri að framleiða 75% þess korns sem þörf er á til fóðurgerðar hérlendis. Í dag eru ræktuð 11.000 tonn af byggi en það magn þyrfti að fimmfalda til að uppfylla innlenda eftirspurn. Kemur ekki til greina að rækta meira korn? „Ef styrkir til kornræktar væru sambærilegir við það sem gerist í Evrópu væri kornrækt hér á landi ekki bara raunhæfur kostur heldur beinlínis fýsilegur“, segir Ingvi. En kemur ekki til greina að auka kornrækt án ríkisstyrkja? „Jú, kornrækt er að aukast og við viljum feta okkur áfram í þá átt að auka kornrækt hér á landi. Vandamálið er að það kallar á fjárfestingu og áhættu sem fáir eru til í að leggja út í á meðan jafnmikil óvissa er um horfur í okkar rekstri. Við búum ekki eins vel og t.d. sauðfjár- og kúabændur sem fá samninga við ríkisvaldið til fjölda ára. Ég minni á að svínarækt hér á landi er að keppa við niðurgreidda framleiðslu úti í heimi. Ég fullyrði að ef við gætum keypt fóður, bóluefni, rekstrarvörur og önnur aðföng á sömu kjörum og kollegar okkar erlendis værum við samkeppnisfærir. Vaxtastigið yrði líka að vera það sama en svínarækt er mjög fjárfrek grein og lítil velta á bak við hverja krónu sem fjárfest er fyrir. Sláturhúsin og kjötvinnslurnar hér á landi búa einnig við allt önnur skilyrði og sem dæmi má nefna að hér á landi er svínum slátrað í sex sláturhúsum og heildarslátrun er 80 þúsund grísir á ári. Stærsta svínasláturhús Danmerkur slátrar samsvarandi magni á einni viku. Of lítil bú Á Íslandi eru 20 svínabú dreifð um landið. Eitt sæmilega stórt bú í Danmörku gæti séð Íslendingum fyrir öllu því svínakjöti sem við neytum. Það liggur því beinast við að spyrja Ingva hvort íslensk svínabú séu einfaldlega ekki of lítil til að hægt sé að ná fram hagkvæmum rekstri? „Svínabúum hefur fækkað mikið á undan- förnum árum og búin hafa stækkað. Auð- vitað er viss stærðarhagkvæmni eftir því sem búin verða stærri en það getur líka verið ókostur að hafa búin mjög stór. Ef t.d. alvarlegir sjúkdómar berast inn á bú sem hefði í för með sér að nauðsynlegt væri að slátra bústofninum, hvar værum við stödd þá með einungis eitt bú hér á landi? Það er ekki gott að hafa öll eggin í sömu körfunni.“ Hafa svínabændur ekki gott af sam- keppni rétt eins og aðrir? Hvaða trygg ingu hafa íslenskir neytendur fyrir því að fákeppnin hér leiði ekki til óeðlilega hás verðs á svínakjöti? „Auðvitað höfum við eins og aðrir gott af samkeppni og ég held að allir sem þekkja til í þessari grein viti að það er mikil samkeppni á milli framleiðenda. Það eru ekki nema 3-4 ár síðan greinin fór í gegnum mjög erfiða tíma með gjaldþrotum og tilheyrandi erfiðleikum. Það má líka spyrja á móti, er eðlilegt að fella niður tolla á innflutt kjöt og láta okkur keppa við niðurgreidda framleiðslu utan úr í heimi? Við megum 9 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.