Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 6
Á heimasíðu Sjóvá forvarnahúss má finna góðar leiðbeiningar um val og notkun á hjólahjálmum og er gott að hafa þær í huga. • Hjálmurinn skal vera CE merktur, þar á einnig framleiðsludagur að sjást. • Líftími hjálma er um 5 ár; vegna tær- ingar í plasti eru eldri hjálmar ekki taldir fyllilega öruggir. • Mælið ummál á höfði barnsins. Í hjálm- inum eru merkingar sem sýna lágmarks- og hámarksummál höfuðs þess sem ætlar að nota hjálminn. Veljið hjálm sem passar. • Oftast nær fylgja svampar hjálmunum. Því er gott að fá hjálm sem er við efri mörkin og nota svamp til að hjálmurinn sitji þétt við höfuðið. • Hjálmurinn á að sitja beint ofan á höfði; ekki of aftarlega eða of framarlega. Aft- ara bandið á að koma aftan við eyrað og fremra bandið framan við eyrað og saman eiga þessi bönd að mynda V utan um eyrað. Lesið vel leiðbeiningarnar sem fylgja hjálminum. • Hökubandið á að vera nokkuð vel strengt, ekki lausara en að fingur kom- ist á milli. Spennan á að vera til hliðar, ekki á sjálfri hökunni. • Límmiðar eða tússlitir geta skemmt eiginleika hjálmsins. • Hjálmurinn er ekki leikfang. Barnið á að taka hann af sér þegar það er ekki á reiðhjóli, línuskautum eða hlaupahjóli. Hann gæti skaðað barnið ef það fer að leika sér í leiktækjum þar sem hann get- ur krækst í. • Verði hjálmurinn fyrir höggi hefur hann lokið hlutverki sínu og það ætti að henda honum. • Hjálminn þarf að stilla reglulega, þar sem barnið vex. Einnig ef barnið notar lambhúshettu undir hann (ekki nota húfur). • Sumir hjálmar hafa græna spennu. Hún er sérstök öryggisspenna og er á hjálm- um sem ætlaðir eru fyrir börn yngri en 6 ára. Hún á að losna ef barnið festir höfuðið einhvers staðar á milli. Hjólreiðahjálmar við allra hæfi Neytendasamtökin gerðu markaðskönnun á reiðhjólahjálmum í apríl. Úrvalið er ágætt bæði á barna- og fullorðinshjálmum og verðið er á bilinu 2.000 kr. til 5.600 kr. á barnahjálmum og frá 3.400 kr. til 23.900 kr. á fullorðinshjálmum. Það ættu því allir að geta fundið hjálm við sitt hæfi. Íslenskir hjólreiðamenn eru upp til hópa duglegir að nota hjálma, a.m.k. ef við berum okkur saman við Dani sem hjóla mikið en vilja helst sleppa þessum nauðsynlega öryggisbúnaði.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.