Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 22
Fullyrðingar sem þessar eru algengar
þegar snyrtivörur og megrunarvörur eru
aug lýstar. Þá virðist aukaatriði hvort
stað hæfingarnar eru réttar eða ekki en
sam kvæmt lögum mega auglýsingar
hvorki vera rangar eða villandi né veita
ófull nægjandi upplýsingar.
Peningarnir hverfa en ekki auka-
kílóin
Fyrir nokkrum árum tóku dönsku neyt-
endasamtökin sig til og keyptu 42 vörur
sem allar lofuðu „grennandi áhrifum“.
Sérfræðingar samtakanna kröfðust þess að
fá þau rannsóknargögn í hendur sem full-
yrðingarnar byggðu á. Til að gera langa
sögu stutta var niðurstaða sérfræðinganna
sú að verið væri að gabba neytendur og
að það eina sem hyrfi væru peningarnir. Í
framhaldinu kærðu samtökin 38 vörur til
matvælaeftirlitsins sem fjarlægði fjölda vara
úr hillum verslana. Nokkrum mánuðum
síðar höfðu margar varanna hins vegar
ratað aftur í verslanir og því virðist þurfa
stanslaust eftirlit með markaðinum.
Maskari sem lengir augnhárin
Ef einhver fer yfir strikið er það snyrti-
vörubransinn. Ef marka má auglýsingu
frá L´Oreal getur maskarinn Telescopic,
sem hin íðilfagra Penelope Cruz notar,
lengt augnhárin um 60%. Fram kemur að
þennan undraverða árangur megi þakka
sveigjanlegum bursta en sú skýring virð-
ist heldur ótrúverðug. Þegar betur er
að gáð kemur í ljós að Penelope er með
gerviaugnhár í auglýsingunni svo það er
ekki að undra að hárin séu þétt og löng og
augnaráðið seiðandi.
Konu nokkurri í Bretlandi var nóg boðið
og kærði hún auglýsinguna til Advertising
Standards Authorities eða ASA, sem er
opinber eftirlitsstofnun sem sér um að lög-
um um auglýsingar sé framfylgt. Hér á
landi fer Neytendastofa með þetta eftirlit.
Breska eftirlitsstofnunin úrskurðaði að
auglýsingin væri villandi og fór fram á að
auglýsingarnar væru teknar úr umferð.
Hrukkukrem sem virka ekki
Árið 2005 úrskurðaði ASA að auglýsingar
um hrukkukrem, með Claudiu Schiffer
í aðalhlutverki, væru villandi. Í þessum
auglýsingum var fullyrt að 76% segðust
merkja sjáanlegan árangur í baráttu við
hrukkurnar en að mati sérfræðinga ASA
gat fyrirtækið ekki lagt fram nægjanleg
gögn til að rökstyðja þessa fullyrðingu.
Í fyrra úrskurðaði svo ASA að snyrtivöru-
framleiðandanum Avon væri ekki heimilt
að auglýsa krem á þann hátt að um væri að
ræða andlitslyftingu í krukku. Taldi stofn-
unin ekki sannað að kremið gerði meira
gagn en venjulegt rakakrem.
Of gott til að vera satt!
Hér fyrir neðan má sjá dæmi úr auglýs-
ingum sem birst hafa á Íslandi. Ef kremin
virka eins og lofað er má spyrja hvort
fegrunaraðgerðir heyri ekki brátt sögunni
til.
• Grenningarkrem sem virkar hratt og
örugglega
• Fyrir konur sem ætla að grenna sig á
örskömmum tíma
• Ein áhrifamesta aðferðin til að grennast
og í baráttunni við appelsínuhúð
• Þéttir og vinnur gegn öldrun
• Háþróuð tækni sem örvar framleiðslu
kollagens í húðinni
• Losaðu þig við 3 cm og endurmótaðu
línurnar á ákveðnum stöðum!
• Vinnur á virkan hátt gegn appelsínuhúð
• 80% kvenna voru sannfærð um að
varan hefði megrunaráhrif
Grennri á tíu dögum
- lengri augnhár - silkimjúk húð
22 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008