Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 18
Þegar skrifstofa Neytendasamtakanna skipti um húsnæði í nóvember á síðasta ári voru gamlir kassar dregnir fram úr kompum, eins og gefur að skilja við slíkar aðstæður. Ýmislegt úrelt og gamalt drasl fór beint á haugana en einnig komu gamlir pappírar fram í dagsljósið sem starfs fólkið hafði ekki áður barið augum. Eitt af því sem vakti áhuga minn voru nokkrar vélritaðar arkir sem reyndust vera fréttabréf frá ísraelska stéttarfélaginu Histadrut og voru dagsettar í janúar 1973. Histadrut var stofnað árið 1920 sem verkalýðsfélag gyðinga í Haifa og lék seinna stórt hlutverk í ísraelsku samfélagi, m.a. á sviði mennta- og neytendamála og í viðskiptalífinu. Átök fyrir botni Miðjarðarhafs! Í fréttabréfinu stóð að neytendadeild Hista druts væri að fara í herferð gegn háu verðlagi sem var að sliga heimilin í landinu. Boðað var til verslunarverkfalls og almenningur hvattur til að sleppa því að fara í búðir hluta úr degi. Einnig stóð til að dreifa lista með nöfnum verslana sem almenningur var beðinn um að snið ganga. Fram kom í bréfinu að það væri algerlega undir þátttöku neytenda komið hvort aðgerðin myndi heppnast og tekið fram að helsta ástæða þess að svona herferð mistækist væri einmitt aðgerðar leysi neytenda sjálfra. Því myndi sinnuleysi almennings veikja málstaðinn. Ísraelski formaðurinn taldi að þjóð sín væri sinnulaus og risi ekki svo auðveldlega upp gegn mótlæti. Japanir væru staðfastari neytendur og sagði hann svo frá að tveimur árum áður hefðu japönsk neytendasamtök skipulagt herferð þar sem neytendur voru hvattir til að sniðganga sjónvarpsverslanir þar sem verð á sjónvarpstækjum var talið allt of hátt. Á fyrstu sex mánuðunum sem liðu eftir þessa hvatningu féll salan á sjónvörpum í Japan niður um 6 milljónir tækja og bein afleiðing þess var að verð á sjónvarpstækjum lækkaði um 14%. Kunnugleg vandamál Það sem stóð í þessum gömlu vélrituðu örkum frá stéttarfélagi í Ísrael hljómaði kunnug lega. Verðbólgugrýlan og lítil neyt endavitund eru kannski meðal þess fáa sem Íslendingar og Ísraelsmenn eiga sam eiginlegt. Umræðan um hátt vöruverð, neyt endavald og sinnuleysi hjá sumum neyt- endum fer fram daglega á skrifstofu Neyt- endasamtakanna. Fjöldi ábendinga berst til samtakanna og þeim er öllum fylgt eftir með óskum um skýringar á háu verðlagi en vissulega er verðlag frjálst á Íslandi og þá kemur að neytendum og samtökum þeirra að spyrna á móti. Sumum finnst Neytendasamtökin ekki hafa nógu sterka rödd í samfélaginu og að þau ættu að bregðast oftar við og vera betur á verði. Þetta sjónarmið á fyllilega rétt á sér, en hinu má ekki gleyma að það hefur reynst erfitt að virkja neytendur og að lítið er hægt að gera ef neytendur halda áfram að versla við þann sem okrar á þeim. Við erum vanari því að láta aðra vinna verkin fyrir okkur, en eins og fram kemur í ísraelska fréttabréfinu er helsta hættan sú að neytendur sjálfir eyðileggi málstaðinn. Það er stundum verr af stað farið en heima setið í hagsmunabaráttu ef viðkomandi hagsmunahópur ypptir öxlum og lætur eins og ekkert sé. Neytendamótmæli með misjöfnum árangri Neytendasamtökin og önnur hagsmuna- samtök hafa staðið fyrir ýmsum herferðum gegn háu verðlagi og vafasömum viðskipta- háttum: Neytendapönk og mótmæli 18 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.