Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 23
Neytendastofa fer með eftirlit með lögum um ólögmæta viðskiptahætti og þar undir falla auglýsingarnar. Neytendablaðið hitti Þórunni Önnu Árnadóttur, sviðsstjóra neyt- endaréttarsviðs, að máli og lagði fyrir hana nokkrar spurningar. Hefur Neytendastofa fengið mál inn á borð til sín sem snúa að villandi markaðssetningu á snyrtivörum eða megrunarvörum? Neytendastofa hefur fengið kvartanir bæði vegna markaðssetningar á snyrtivörum og á megrunarvörum. Í einhverjum tilvikum hefur markaðssetningin verið talin villandi. Hvað er gert í slíkum tilfellum? Stór liður í markaðssetningu eru auglýs- ingar. Leiki grunur á því að fullyrðing í auglýsingu standist ekki er auglýsandi krafinn um sannanir fyrir fullyrðingunni en að öðrum kosti að breyta auglýsingunni. Sem betur fer lýkur flestum málum af þessu tagi áður en til formlegrar ákvörðunar kemur. Þó hefur nokkrum málum lokið á þann hátt. Sem dæmi má nefna auglýsingu á fæðubótarefni sem bönnuð var með form- legri ákvörðun, en í auglýsingunni sagði um áhrif efnisins: „Grípur inn í óæskilega hrörnun líkamans og það sem betra er, snýr þróuninni til baka. Aukið andlegt jafnvægi og hæfni til að takast á við álag og áreiti. Léttari lund. Eykur lífsþrótt og úthald. Betri svefn. Bætt kynlíf. Meiri liðleiki. Skarpara minni. Þykkara hár og sterkari neglur. Sléttari og stinnari húð.“ Takið þið upp mál að eigin frum- kvæði eða þurfið þið að fá aðsenda kvörtun? Neytendastofa gerir hvort tveggja, tekur mál upp að eigin frumkvæði eða í tilefni kvörtunar. Hafið þið bolmagn til að leggjast yfir rannsóknir á hrukkukremum og meta hvort fullyrðingarnar séu á rökum reistar? Það liggur í augum uppi að starfsmenn Neytendastofu hafa ekki þekkingu til að rannsaka hrukkukrem. Ef ástæða er til þá leitar stofnunin til sérfræðinga sem hafa aðstöðu til að rannsaka slíka hluti. Í málum af þessu tagi er yfirleitt farin sú leið að krefja auglýsanda um gögn sem sanna full- yrðingarnar. Sinni hann því ekki og heldur jafnvel áfram að auglýsa má beita hann sektum. En er ekki alvarlegt ef það er látið óátalið þegar sumar tegundir auglýs- inga fara augljóslega yfir strikið? Vissulega er það alvarlegt. Auglýsing þar sem beitt er blekkingum í þeim eina tilgangi að auka sölu er brot á ákvæðum laga um óréttmæta viðskiptahætti og er refsiverð. Hvað er til ráða? Að upplýsa Neytendastofu um auglýsingar sem hugsanlega brjóta ákvæði laga um óréttmæta viðskiptahætti. Reynist svo vera bannar stofnunin birtingu þeirra og beitir auglýsanda sektum sé brotið alvarlegt. Eftirlit með auglýsingum á Íslandi Dýrir rafmagnstannburstar bestir Í sænska neytendablaðinu Råd och Rön, mars 2008, er birt gæða- könnun á 7 rafmagnstannburstum. Bestu einkunn fá tveir tann- burstar frá Braun (Oral-B Professional Care 9900 Smartguide og Oral-B Professional Care 9500) en tveir ódýrir tannburstar frá Colgate (360 microsonic Power og Colgate motion) reka lestina. Tannfræðingur í Svíþjóð, sem vinnur að doktorsrannsókn sinni, segist lengi hafa talið að venjulegir tannburstar gerðu sama gagn og rafmagnstannburstar en nú sé hún farin að ráðleggja fólki að nota frekar rafmagnstannbursta. Það sé þó mikilvægt að nota tannburstann rétt og ekki eigi að draga tannburstann fram og aftur yfir tennurnar heldur taka eina tönn fyrir í einu. Börn þurfi hjálp við rafmagnstannbursta rétt eins og með venjulega bursta. Råd och Rön mælir ekki með allra ódýrustu burstunum og miðað við þessa könnun er samhengi á milli verðs og gæða. Dýrasti tannburstinn kostar hátt í 20.000 krónur en sá ódýrasti innan við 1.000 krónur. Skaðlegt efni í tannkremi Nokkuð hefur verið talað um efnið triclosan, sem er bakteríudrepandi og var um tíma notað í alls kyns neysluvörur; sápur, eldhústuskur og jafnvel fatnað. Í ljós kom að efnið getur verið skaðlegt lífríkinu þar sem það er lengi að brotna niður og hefur fundist í fiskum og brjóstamjólk. Í kjölfarið snarminnkaði notkun á efninu en það er þó enn að finna í nokkrum tannkremstegundum. Sænsku náttúru- verndarsamtökin (Naturskyddsföreningen) áætla að fjögur tonn af triclosan fari út í umhverfið á ári hverju og að þar af megi rekja tvö tonn til tannkremsnotkunar. Samtökin vilja að efnið verði alfarið bannað í neysluvörum enda hefur það takmörkuð áhrif nema fólk eigi við einhver tannholdsvandamál að stríða. Þá bendir ýmislegt til að efnið geti gert bakteríur ónæmar. Í Svíþjóð hafa sumar verslanakeðjur hætt að selja tannkrem sem inniheldur triclosan vegna þrýstings frá neytendum. Ef tannkrem inniheldur triclosan má sjá það á innihaldslýsingu. 23 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.