Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 19
Endur fyrir löngu voru neytendur hvattir til að kaupa ekki mjólkurvörur í ákveðinn tíma vegna mikilla hækkana á mjólkurvörum. Aðgerðin fór fyrir ofan garð og neðan þar sem sala á mjólkurvörum jókst gífurlega dag ana fyrir og eftir aðgerðina. Síðar frétt ist af fólki sem hamstraði mjólk og fyllti bað karið sitt af köldu vatni til að geyma mjólkur hyrnur í en límið í pakkningunum leystist upp í vatninu þannig að mjólkin bland aðist saman við það. Barátta fyrir lækkuðu verði á land bún- aðar afurðum hefur staðið yfir lengi og kristall aðist m.a. í deilum vorið 1984. Grænmetisverslun landbúnaðarins hafði þá einokunarrétt á að flytja inn kartöflur og einu kartöflurnar sem voru fáanlegar voru frá Finnlandi, augljóslega sýktar og að mestu leyti óætar. Neytendasamtökin stóðu fyrir undirskriftasöfnun meðal almennings til að mótmæla þessu fyrirkomulagi og náðust yfir 20.000 nöfn á einni helgi. Landbúnaðarráðherra tók fálega í kröfu neytenda en eftir að samtökin sneru sér til Steingríms Hermannssonar, þáverandi forsætisráðherra, tók hann þá pólitísku ákvörðun að aflétta einokun á innfluttum kartöflum. Fyrir tæpum áratug var ofurtollum á græn- meti mótmælt með undirskriftasöfnun. Í framhaldinu voru tollar lækkaðir. Í mars á síðasta ári voru neytendur hvatt ir til að sniðganga vörur frá birgj um eða verslunum sem skiluðu ekki virðis- aukaskattslækkun á matvörum. Neyt enda- samtökin birtu upplýsingar um lækkanir og/eða hækkanir birgja á heima síðu sam tak- anna. Í kjölfar ólögmæts samráðs olíufélaganna kölluðu Neytendasamtökin eftir kvittunum frá neytendum svo hægt væri að hefja málaferli gegn fyrirtækjunum. Lögfræðistofa Reykjavíkur sá um málareksturinn og Neyt- endasamtökin tóku þátt í kostnaði. Því miður eru ekki til lög um hópmálssókn á Íslandi og því var látið reyna á eitt einstakt mál. Voru þeim einstaklingi dæmdar bætur og þar með viðurkennt að samráðið hefði skaðað neytendur. Aðgerð gegn röngum eða engum verð- merkingum fór fram í vor. Þar voru neytendur hvattir til að skrifa hjá sér hillu- verð og einnig merkja á áberandi hátt við þær vörur sem ekki voru verðmerktar. Fulltrúar Neytendasamtakanna stóðu fyrir utan verslanir og fengu viðskiptavini þeirra í lið með sér. Það var augljóst að verslanir tóku við sér fyrir aðgerðina, enda fjölluðu fjölmiðlar um að þetta stæði til. Á meðan aðgerðin stóð yfir leiðréttu starfsmenn verslana hilluverðmerkingar og bættu úr þeim. Þetta var aðgerð sem tókst vel og skilaði árangri. Auðvitað þarf þó að halda henni áfram og það geta neytendur sjálfir alltaf gert því um leið og starfsmenn verslana þurfa að hafa fyrir því að lagfæra verð, leiðrétta merkingar og jafnvel endur- greiða vörur sjá þeir tímasparnaðinn í því að hafa þetta alltaf í lagi. Okur og pönk Einn miðill hefur komið sterkur inn í neytendavitund þjóðarinnar. Það er okur- síða Dr. Gunna. Hvort það er persónan sjálf eða innihald síðunnar sem vekur meiri athygli er ekki gott að segja en Dr. Gunni var nýverið heiðraður af stjórnvöldum fyrir framlag sitt. Í samtölum við fjölmiðla taldi Dr. Gunni að það vantaði allt pönk í neytendastofnanir landsins og eflaust eru Neytendasamtökin ekki undanskilin þessari gagnrýni. Þó eru samtökin ekki stofnun í þröngri merkingu þess orðs heldur grasrótarfélag þar sem árgjöld félagsmanna standa undir starfseminni að mestu leyti. Það hefur alltaf verið stefna samtakanna að gæta sanngirni og birta ekki umkvartanir nema allar hliðar málsins liggi fyrir. Það á einnig við um kvartanir sem snúa að verðhækkunum og háu verði almennt. Mörg neytendabréf hafa verið birt á heimasíðu Neytendasamtakanna ásamt skýringum frá seljendum nema þeir hafi ekki kært sig um að tjá sig. Auðvitað er ekkert pönk í slíkum vinnubrögðum en það er mjög mikilvægt að Neytendasamtökin haldi trúverðugleika sínum. Stærsti hluti starfsemi samtakanna felst í að miðla málum milli einstaklinga og fyrirtækja. Þessi vinna fer kannski ekki hátt enda er um að ræða mál einstaklinga sem leysast oftast. Dr. Gunni er pönkari sem leyfir sér að birta umkvartanir að óathuguðu máli og ekkert nema gott um það að segja. Neytendasamtökin geta ekki leyft sér slíkt. Bloggheimar gæta ekkert endilega sanngirni og færslur ætti því alltaf lesa með fyrirvara. En vonandi skilar það sýnilegum árangri þegar umræða um hið háa verðlag eða okur finnur sér vettvang og alla þá athygli sem hún á skilið. Borgaraleg óhlýðni eða friðsamlegar aðgerðir? Undirrituð rakst á athyglisverða bók í einni af sinni uppáhaldsverslunum, Nexus, sem selur bækur og dót á sanngjörnu verði. Bókin heitir Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni og er gefin út af Andspyrnuútgáfunni. Í bókinni segir m.a. „Þær aðstæður þar sem hægt er að sýna virka andstöðu með því að sitja heima eru sjaldnast fyrir hendi.“ Aha, þetta er nú eitthvað fyrir Neytendasamtökin, hugsaði ég og keypti eitt eintak. Þar er að finna gagnlegan fróðleik um skipulag og undirbúning aðgerða sem hefði t.d. gagnast vörubílstjórunum mjög við aðgerðir þeirra. Þannig segir t.d. í bókinni: „Ekki vinna með fólki sem finnst „svalt“ að ögra lögreglunni og er að taka þátt í aðgerð vegna þess.“ Eftir lestur bókarinnar sé ég að það þjónar alls ekki hagsmunum Neytendasamtakanna að stunda borgaralega óhlýðni. Friðsamleg mótmæli eru vænlegri til árangurs. Áhrifaríkustu mótmæli neytenda eru alltaf þau að sniðganga vörur sem þykja dýrar eða á einhvern hátt slæmar og afþakka tilboð sem ekki eru sanngjörn. Fyrir suma er erfitt að neita sér um rándýr jarðarber eða að minnka notkun einkabílsins þegar verð á eldsneyti er alltof hátt. En það er ekki nóg að kvarta og kveina ef kortið er alltaf tekið upp jafnvel þegar okkur blöskrar verðið. Til að árangur náist þurfa hagsmunaaðilar alltaf að leggja eitthvað á sig sjálfir, alveg sama hvað baráttumálið kallast. Þó það sé í höndum stjórnvalda að sjá til þess að umhverfi neytenda sé sanngjarnt og heiðar- legt ætti markaðurinn að öðru leyti að sjá um sig sjálfur þar sem bein tenging er á milli eftirspurnar frá neytendum og þess hvaða vörur seljendur bjóða og á hvaða verði. ÞH Borgaraleg óhlýðni eða skemmdarverk? 19 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.