Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 10
ekki gleyma því að Evrópusambandið skilgreinir svæðið norðan 62. breiddargráðu sem harðbýlt landbúnaðarsvæði og því njóta t.d. Finnar meiri styrkja en aðrar þjóðir sambandsins. Að sama skapi hljóta íslensk stjórnvöld að viðurkenna að það kostar meira að framleiða matvæli hér heldur en sunnar í álfunni. Því er ekki óeðlilegt að stjórnvöld styrki og hlúi að íslenskum landbúnaði.“ Íslendingar borða minnst svínakjöt Ef Norðurlandaþjóðirnar eru bornar saman kemur í ljós að Danir borða mest allra af svínakjöti eða að meðaltali 38 kíló á íbúa ári. Íslendingar borða hins vegar minnst af svínakjöti eða um 22 kíló á ári á hvern íbúa. Íslendingar borða aftur á móti langmest af lambakjöti af öllum Norðurlandaþjóðun- um. Það liggur því beinast við að spyrja Ingva hvort það hafi ekki mistekist að markaðssetja íslenska svínakjötið? „Það er kannski ekki sanngjarnt að miða okkur við Dani þar sem þeir eru meðal fremstu svínakjötsframleiðenda í heimi. Mikil neysla svínakjöts þar í landi kemur því varla á óvart. Hins vegar hefur neysla á svínakjöti hér á landi vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Þá má ekki gleyma því að svínakjöt keppir við ríkisstyrkta fram- leiðslu (lambakjöt) sem skekkir klárlega samkeppnisstöðu svínabænda. Þróunin sýnir okkur að það hefur verið nokkuð stöðug aukning í neyslu á svínakjöti hér á landi og ég er fullviss um að sú þróun mun halda áfram.“ Nú heyrast háværar kröfur um aukinn innflutning á svína- og kjúklingakjöti og svínabændur eru ekki ánægðir með það. En þið skiljið kröfu neytenda um lægra verð? „Að sjálfsögðu skiljum við þau sjónarmið enda erum við sjálfir neytendur og það er ljóst að verð á matvælum, líkt og á öðrum nauðsynjavörum, er hátt hér á landi. Hvað varðar landbúnaðarframleiðslu verðum við aldrei fullkomlega samkeppnishæf við aðrar þjóðir þar sem skilyrðin eru betri og sláturhús og kjötvinnslur jafnvel margfalt stærri en hér á landi. Hins vegar vil ég benda á að það eru ekki bara land búnaðarafurðir sem eru dýrar. Til dæmis má bera saman verð á fatnaði og skóm sem vegur álíka mikið í heildarútgjöldum heimilanna og öll innlend búvara (kjöt, mjólk, egg og græn- meti). Ég bar gögn frá Hagstofu Danmerkur fyrir árið 2006 saman við íslensk gögn og sá þá að kjöt kostar 27% meira hér en í Danmörku. Hins vegar kosta fatnaður og skór tæpum 28% meira hér en í Danmörku. Þessi verðmunur verður ekki útskýrður með ofurtollum. Það fyrirtæki sem er ráðandi á matvörumarkaði hefur einnig stóra markaðs- hlutdeild í sölu á fatnaði og skóm. Þessu fyrirtæki hefur ekki tekist að skila þessu „danska verðlagi“ á fatnaði og skóm til íslenskra neytenda. Því ætti eitthvað annað að gilda um land búnaðarvörurnar þeg ar til lengri tíma er litið?“ Skilaréttur smásalans óréttlátur „Eitt af því sem gerir okkur erfitt fyrir er skilaréttur smásalans sem þýðir að smá sal inn skilar kjöti sem er komið á síðasta söludag aftur til kjötvinnslunnar. Þessi skil nema fleiri hundruðum milljóna á ári. Það vantar því hvata fyrir verslanir að selja kjötið því tjónið er alfarið á kostnað vinnslunnar. Með auknum innflutningi höfum við áhyggjur af því að þessi skil muni aukast. Smásalinn getur ekki skilað innflutta kjötinu og því má gera ráð fyrir að því verði gert hærra undir höfði og stillt fremst í hillur svo það seljist örugglega. Þá höfum við miklar áhyggjur af þeirri fákeppni sem ríkir á smásölumarkaði enda veit ég ekki um neitt land á Vestur- löndum þar sem það viðgengst að einn aðili hafi um 60% markaðshlutdeild. Bretar hafa miklar áhyggjur af því að stærsta matvöru- keðjan þar (Tesco) misnoti markaðsráðandi stöðu, en hún er með rúm 30% af smásölu- markaðinum.“ Hvað með að selja kjöt og aðrar land- búnaðarafurðir beint til neytenda? „Þetta er svo sem fyrirkomulag sem við þekkjum erlendis frá og það er einhver þróun í þessa átt hér á landi en enn sem komið er með misjöfnum árangri. En ef þetta væri krafa neytenda væri það klárlega eitthvað sem við myndum koma til móts við.“ En verðið þið ekki að eiga frumkvæðið? Fólk fer varla að banka uppá hjá næsta bónda svona upp úr þurru og biðja um reyktan hamborgarhrygg? „Jú, eflaust mættum við standa okkur betur í þessu. Það er þó talsverður startkostnaður við að fara út í að slátra eða vinna kjöt heima á búinu. Ég tel frekar að þróunin verði í þá áttina að sláturleyfishafar slátri í verktöku fyrir bændur sem taka þá kjötið aftur heim til sín og selja beint til neyt- enda.“ Fjöldi svínabúa Í Danmörku eru tæplega 8.000 svínabú en þeim hefur fækkað mikið á undanförnum árum. Á Íslandi eru 20 svínabú. Fjöldi dýra Í Danmörku eru 13,5 milljónir dýra á bú- unum á hverjum tíma. Stærstu búin í Danmörku eru með 4000 gyltur (móður- dýr). Á Íslandi eru á hverjum tíma 40 þúsund dýr og um 4.000 gyltur. Framleiðsla Danir slátra árlega 25 milljónum grísa og fá þannig 2 milljónir tonna af kjöti. Danir eru stórir útflytjendur svína- kjöts og flytja árlega út um 1,8 millj- ónir tonna af því. Útflutningstekjur af svínakjöti nema um 50% af öllum út- flutningstekjum af landbúnaðarvörum og 6% af heildarútflutningstekjum. Ekkert er flutt út af svínakjöti frá Íslandi og fer öll svínakjötsframleiðsla á innan- landsmarkað. Samanburður á svínarækt í Dan- mörku og á Ís- landi Er svínarækt ekki landbúnaður? Stundum er talað um að svínarækt sé líkari verksmiðjuframleiðslu en hefð- bundnum landbúnaði og það sama á reyndar við um kjúklingaeldi. Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður ráðgjafar- sviðs Bændasamtakanna, segist tví- mælalaust telja svínaræktun til landbún- aðar enda sé það sem notað er til eld- isins að stærstum hluta uppskera lands og í nokkrum mæli innlent. Jafnframt segir Gunnar að svínabúin hér á landi séu af breytilegri stærð og sum séu hrein fjölskyldubú. Þau stærstu séu auk þess ekki stærri en svo að hæpið sé að tala um verk- smiðjuframleiðslu. 10 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.