Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 2
NEYTENDABLA‹I‹ 2. tbl., 54. árg. - júní 2008 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Upplag: 13.200 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.300 krónur og innifalið í því er Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: svin06 Leiðari ritstjóra 2 Kvörtunarþjónustan 3 Fríhafnarverð 4 Reiðhjólahjálmar 6 Svínarækt á íslandi 8 Leiðakerfi neytenda 12 Frá formanni 13 Gæðakönnun á barnabílstólum 14 Þvottamerki 17 Neytendapönk 18 Pálmolía 20 Nöldrarinn á slysó 21 Snyrtivöruauglýsingar 22 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir. Til varnar neytendum Oft er haft á orði að íslenskir neytendur séu lítt á verði og láti allt yfir sig ganga. Íslenskum neytendum til varnar vil ég benda á að neytendavitund er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er varla hægt að gera þá kröfu að neytendur séu upplýstir og meðvitaðir ef engin vitræn umræða um neytendamál er í gangi í þjóðfélaginu. Þegar ég flutti heim frá Danmörku fyrir um 7 árum fannst mér furðulegt hvað neytendamálum var lítill gaumur gefinn hér enda orðin góðu vön eftir dvölina ytra. Neytendamál fengu afar lítið pláss í fjölmiðlum og það var kannski einna helst að niðurstöðum verðkannana væru gerð einhver skil. Það vantaði þó ekki fréttir af hlutabréfamarkaði og um leið og einhver keypti eða seldi hlutabréf rataði sá gjörningur í fréttirnar. Það var einnig sjaldgæft að hugtakið neytandi kæmi fyrir í þingsölum Alþingis. Stjórnmálamenn virtust einfaldlega ekki hafa áhuga á málaflokknum og við getum að mestu þakkað EES-samningnum þær réttarbætur sem við í dag teljum alveg sjálfsagðar. Í Danmörku drukku þingmenn fair-trade kaffi, settu lög um hámark transfitusýra í matvælum og bönnuðu skaðleg þalöt í ungbarnaleikföngum. Hér á landi höfðu alþingismenn meiri áhyggjur af stækkun kanínustofnsins í Vestmannaeyjum en varasömum efnum í leikföngum. Neytendur voru með öðrum orðum afgangsstærð á markaði. Þeir verðskulduðu hvorki pláss í fjölmiðlum né á Alþingi. Það skyldi því engan undra að neytendavitund væri minni hér en víða annars staðar. En landslagið (svo notuð sé vinæl, en kannski svolítið klén, myndlíking) hefur gjörbreyst á allra síðustu árum. Áhugi fjölmiðla á neytendamálum hefur vaxið jafnt og þétt og í dag gera flestir fjölmiðlar neytendamálum mjög góð skil. Stjórnmálamenn virðast einnig vera að uppgötva mikil- vægi málaflokksins og ánægjulegt er að nýr viðskiptaráðherra skyldi setja neytenda- málin á oddinn frá fyrsta degi. Ég ætla einnig að leyfa mér að halda því fram Neytendasamtökin hafi lagt mikilvægt lóð á vogarskálarnar en í yfir fimm áratugi hafa samtökin barist fyrir bættum hag neytenda og frætt og upplýst þá um margvísleg málefni eins og lesendur Neytenda- blaðsins þekkja kannski hvað best. Ég hef ekki, frá því ég flutti til landsins fyrir 7 árum, upplifað jafnmikinn áhuga og umræðu um neytendamál og ég verð vör við nú. Við erum klárlega á réttri leið og ég tel enga ástæðu til að ætla við getum ekki orðið fremstir meðal neytenda. 2 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.