Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 21
Ég lenti í því að beinbrotna á vinstri úlnlið á ferðalagi mínu í Bandaríkjunum um daginn. Mér leist í fyrstu heldur illa á að þurfa leita til bandarísku heilbrigðisþjónustunnar alræmdu þar sem ég hafði fylgst með sjónvarpsþáttunum E.R. og taldi mig vita svona nokkurn veginn á hverju ég ætti von, þ.e. miklum hasar, blóðslettum og endurlífgunartækjum á lofti. Með þessa mynd í huga fór ég á slysavarðstofuna en reynslan var nú heldur betur önnur því ég fékk yndislegar móttökur þar sem allir vildu allt fyrir mig gera. Ég þurfti að sjálfsögðu að bíða, en það vakti athygli mína hversu oft ég var spurð að því hvernig mér liði, hvort mér væri kalt eða heitt, hvort ég væri þyrst eða svöng o.s.frv. Auk þess fékk ég upplýsingar um stöðu mála með reglulegu millibili; „Það er búið að kalla út sérfræðing og hann er á leiðinni“ – „það er búið að panta myndatöku fyrir þig“ – „þú ert næst í röðinni“. Svona var ég upplýst allan biðtímann og fékk aldrei þá tilfinningu að ég hefði gleymst í kerfinu. Þetta var á mæðradaginn og þar sem ég er bæði móðir og amma var ég leyst út með rós í tilefni dagsins. Ja hérna, þetta var nú svolítið annað en ég átti von á. Handa- sérfræðingurinn sem skoðaði mig sagði mér svo að hafa samband við heil brigðisstofnun á Íslandi þegar ég kæmi heim því þá væri vika liðin frá slysinu. Til að tryggja að ég fengi tíma að viku liðinni hringdi ég strax í endurkomudeild slysavarðstofu Landspítalans heima á Ís landi. „Það verður að koma beiðni frá heimilislækni“ var það snubbótta svar sem ég fékk þar. Ég sagðist vera í útlönd um, fjarri heimilislækninum, auk þess sem ég væri í gifsi og þyrfti að kom ast undir læknishendur eftir viku. „Þetta eru bara reglur og allt á að fara í gegnum heimilislækni“ var svarið – engar útskýringar og enginn áhugi á að ræða það meir. Ég hringdi þá í heimilislækninn og þar fékk ég hins vegar þær upplýsingar að ég ætti bara að fara beint á slysó og ég þyrfti enga beiðni. Eftir heimkomuna mætti ég á slysavarð- stofuna klukkan níu á þriðjudagsmorgni og var sagt að bíða á biðstofunni þar til ég væri kölluð upp. Ég var nú ekkert búin að hafa það neitt alltof gott þessa viku í gifsinu; bólgin og þrútin og með verulega verki. En þarna sat ég samt í þrjá og hálfan tíma og mér var hvorki boðið vott né þurrt. Stólarnir voru kaldir enda harðir járnstólar og öll tímaritin á skítugu borðinu voru frá 2001. Þegar inn var komið var mér boðið glas af vatni sem ég þáði með þökkum en fékk þó aldrei. Ég var send í myndatöku með tilheyrandi bið. Loksins fékk ég þau skilaboð að læknir hefði skoðað myndirnar, þetta væri á góðri leið og ég ætti að mæta aftur eftir 5 vikur. Þar sem gifsið var nokk uð illa farið og ég var mjög bólgin krafðist ég þess að fá að hitta lækninn. Það fékkst í gegn og þegar hann sá hvernig gifsið var útleikið ákvað hann að láta skipta um umbúðir og gaf mér leiðbeiningar um fingra æfingar til að lina bólgurnar. Ég var bara virkilega eftir mig eftir þennan dag á slysavarðstofunni enda var ég mætt klukkan níu og kom ekki heim fyrr en klukk an fjögur. Ekki ætla ég að fella dóm um það hvort bandaríska eða íslenska heil brigðiskerfið er betra þegar á heildina er litið. En ég trúi ekki að það kosti svo mik ið aukalega að bæta þjónustuna hér á landi og það ætti að vera sjálfsagt að sjúklingar fái reglulegar upplýsingar með an á bið stendur og samræmd svör hjá stofn- unum heilbrigðisgeirans. Hvað þá að gera biðstofuna ögn hlýlegri og þægilegri fyrir sjúklinganna; það getur ekki verið stór partur af rekstrarkostnaðinum. Upplifun mín var sú að móttakan á Íslandi var sjúklega vanmáttug, starfsfólkið óánægt og útkeyrt og aðstaðan á biðstofu ekki boðleg veiku fólki. Allt var þetta alveg öfugt við það sem ég upplifði hinum megin Atlantshafsins. Nöldrarinn Minni losun í Evrópu Þetta var mikið áfall fyrir vísindamennina sem höfðu litið pálmolíuna hýru auga sem umhverfisvænan orkugjafa. Þeir höfðu einfaldlega ekki tekið með í reikn- ing inn þau neikvæðu áhrif sem pálm olíu- trjáræktunin hafði í för með sér. Markmið Evrópusambandsins er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda verulega en í ljósi nýjustu upplýsinga er verið að endurskoða markmiðin. Það er jú til lítils að minnka losunina í Evrópu ef afleiðingarnar eru stóraukin losun annars staðar á hnettinum. Vissulega er hægt að framleiða lífdísel á forsvaranlegan hátt en það skiptir megin- máli hvaða plöntur eru ræktaðar og hvernig það ser gert. Verið er að vinna að sjálfbærari pálmolíu- trjáræktun en mörgum þykir sú vinna ganga ansi hægt. Á meðan eyðast regnskógar og náttúra og dýralíf bíða varanlegt tjón. Heimildir: Forbrukerrapporten 04/2008, New Consumer maí 2008 og New York Times 31.01.2008 BP Pálmolían ekki holl Það eru ekki bara umhverfisáhrifin sem eru neikvæð. Mikil aukning hefur verið á notkun pálmolíu í matvælaiðnaði og innan hans er aðeins sojaolía meira notuð. Pálmolía hentar vel til matvælaframleiðslu því hún er bragðlaus og þránar síður en aðrar olíur sem gerir hana ákjósanlega í matvæli sem eiga að hafa langt hillulíf (t.d. kex, sælgæti, sósur og súpur). Framleiðendur hafa reynt að finna annan kost en hálfherta olíu því hún inniheldur transfitusýrur og þar kemur pálmolían sterk inn. Hins vegar er pálmolía ekki holl því hún inniheldur mikið magn mettaðrar fitu og eykur magn óholls kólesteróls í blóðinu. Stendur ekki á umbúðum Neytendur geta ekki séð hvaða vörur innihalda pálmolíu því framleiðendum er ekki skylt að merkja það sérstaklega á umbúðir. Nóg er að setja samheitið „jurtaolía“ (vegetable oil) á umbúðir án þess að tiltaka gerð eða magn hverrar olíu fyrir sig. Að mati neytendasamtaka eru slíkar merkingar villandi því flestir telja jurtaolíu hollan kost. Þar sem pálmolían er mun ódýrari kostur en t.d. sojaolía er ekki að undra að framleiðendur noti hana í sífellt meiri mæli. 21 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.