Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Page 6

Neytendablaðið - 01.12.2008, Page 6
Neytendasamtökin sendu Samtökum iðn að arins bréf, dagsett 28. júlí 2008, en í því var þeim tilmælum beint til íslenskra matvælaframleiðenda að þeir hættu að nota hin umdeildu asó-litarefnin í fram- leiðslu sína. Ef innlend framleiðsla er skoðuð kemur í ljós að litarefnin er einna helst að finna í sælgæti og frostpinnum en þau geta reyndar leynst víðar. Víða er lend is hafa framleiðendur skipt efn un - um út og fyrr á árinu samþykkti Evr ópu- þingið að matvæli sem innihalda eitt hvert hinna sex umdeildu efna skuli merkt með sérstakri varúðarmerkingu. Ragnheiður Héðinsdóttir er forstöðumaður matvæla- sviðs Samtaka iðnaðarins. Neytendablaðinu lék forvitni á að vita hvort Samtök iðnaðarins hefðu tekið erindi Neytendasamtakanna alvarlega og beitt sér í málinu. Ragnheiður Héðinsdóttir er for stöðumaður matvælasviðs. N: Hafa Samtök iðnaðarins komið til mælum Neytendasamtakanna á fram- færi við ís lenska matvælaframleiðendur? R: Eftir að birtar voru niðurstöður um möguleg áhrif efnanna á ofvirknihegðun barna, höfðu Samtök iðnaðarins samband við þá félagsmenn sína sem talið var hugsan­ legt að notuðu asólitarefni, s.s. sæl gæt is­, drykkjarvöru­ og ísframleiðendur. Í þeim samtölum var staðfest að fyrirtækin eru að leita allra leiða til að hætta notkun efnanna. Þau eru ekki notuð í drykkjarvörur á Íslandi og lítið í sælgætisframleiðslu. Hins vegar hefur reynst erfitt að finna litarefni sem þola mjög hátt hitastig, eins og t.d. þarf að nota við brjóstsykursframleiðslu, en verið er að prófa önnur efni í samráði við litarefnabirgja. Sömu sögu er að segja um íssósur. Þar hafa asólitarefni eitthvað verið notuð en unnið er að breytingum í samráði við litarefnabirgja. Rétt er að taka fram að þessar upplýsingar eiga við um félagsmenn Samtaka iðnaðarins en við getum ekki svarað fyrir aðra. N: Hafa einhverjir íslenskir matvæla fram- leiðendur hætt notkun efnanna í kjölfar mikillar umræðu um skaðsemi þeirra? R: Eins og fram kemur að ofan eru fram­ leiðendur að leita leiða til að hætta notkun asólitarefna og sú vinna var hafin áður en niður stöður birtust um hugsanleg áhrif á of virkni hegðun. Asólitarefnin hafa haft það orð á sér að geta hugsanlega aukið ofnæmis­ og astmaviðbrögð hjá fólki sem þjáist af slíkum sjúkdómum, þó að þau valdi ekki ofnæmi út af fyrir sig. En vissulega hefur umræða undanfarinna mánaða hvatt menn áfram í því starfi. Enginn vill að nauð­ synjalausu nota í framleiðslu sína efni sem talin eru geta haft óæskileg áhrif á börn. N: Hvers vegna eru efnin svona vinsæl? R: Asólitarefni eru mjög litsterk og þess vegna þarf mjög lítið af þeim til að ná fram tilætluðum lit en það getur þurft að nota allt að 10­30 sinnum meira magn af náttúrulegum litarefnum til að ná sama litarstyrk í vörunni og það er heldur ekki gott. Asólitarefni þola vel margs konar aðstæður, s.s. breytilegt hita­ og sýrustig. Erfitt er að finna önnur efni sem gefa jafn góða niðurstöðu við allar aðstæður, sérstaklega eru mörg litarefni óstöðug við hátt hitastig. Það er því ekkert hlaupið að því að finna góða staðgengla og getur tekið töluverðan tíma. N:Hver er afstaða Samtaka iðnaðarins til málsins? R: Það er skoðun Samtaka iðnaðarins að matvælaframleiðendur eigi að leitast við að komast hjá notkun asólitarefna eigi þeir kost á öðrum betri efnum í staðinn. Samtökin hafa gert félagsmönnum sínum grein fyrir þeirri skoðun og eftir samtöl við þá er ljóst að þeir eru sömu skoðunar. Hins vegar má benda á að Matvæla­ öryggisstofnun Evrópu er um þessar mundir að endurmeta öryggi allra litarefna sem notuð eru í matvæli, þ.á.m. asólitarefnanna. Þegar niðurstöður þess mats liggja fyrir verður kannski auðveldara að dæma um hvaða litarefni eru betri en önnur. Í vor stóðu fulltrúar evrópskra neytendasamtaka fyrir herferð í Evrópuþinginu í Strasbourg. Þingmenn voru hvattir til banna hin umdeildu efni í matvælum. Hvað gera íslenskir framleiðendur? Margir framleiðendur, sérstaklega í Danmörku og í Bretlandi, hafa hætt notkun litarefnanna. Þau er þó víða að finna hér á landi. 6 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.