Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 7

Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 7
Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, vara- formaður Neytendasamtakanna, hefur um langt árabil sinnt kennslu um fjármál og neytendarétt víða í menntakerfinu, svo sem í menntaskólum, og verið með stundakennslu við Kennaraháskóla Ís - lands ásamt því að halda námskeið fyrir almenning. Um þessar mundir sér Ragnhildur, ásamt fleiri starfsmönnum Neytenda samtakanna, um námskeið í heim ilis bókhaldi sem samtökin standa fyrir meðal félagsmanna og einnig fyr ir almenning með tilstyrk Reykja víkur- borgar og fleiri sveitarfélaga á höfuð- borgar svæðinu. Neytendablaðið hitti Ragnhildi að máli og spurði hvort hún ætti einhverjar ráð legg­ ingar til lesenda nú rétt fyrir jóla hátíðina. „Það er alltaf gott að áætla sérstaka viðburði sem framundan eru, eins og jól, fermingar og ferðalög, svo kostnaður fari ekki fram úr ætlun. Slíkt kemur í veg fyrir að fólk þurfi að horfast í augu við óviðráðan lega greiðslu­ kortareikninga eftir áramót“. Ragn hild ur bendir á að gott sé að áætla kostn að við jólin og fara yfir það hvað sé til á heimilinu sem geti nýst sbr. jólaskraut, ónotuð jólakort, gjafapappír og fleira. Auk þess sé margt af því sem við teljum okkur trú um að við þörfnumst aðallega keypt af gömlum vana og við getum vel verið án þess. Þurfa jólin að vera dýr? „Það er hægt að halda yndisleg jól án þess að kosta miklu til. Margir fara fram úr sjálfum sér þegar kemur að jólagjöfum en við skulum hafa í huga að dýrustu gjafirnar eru ekki endilega þær eftirminnilegustu. Það er hægt að fara ýmsar skemmtilegar og hagkvæmar leiðir í jólagjöfum með því að virkja hugmyndaflugið og nýta hæfileika sína. Í fyrra gaf ég til dæmis vinkonu minni í jólagjöf fallega skreytt gjafakort þar sem ég skuldbatt mig til að koma í garðinn hennar og klippa tré og runna ásamt því að vinna vorverkin með henni. Hún var mjög ánægð með þessa gjöf og við áttum yndislegar samverustundir við garðverkin. Gjafir af þessum toga kosta ekki fjárútlát en geta verið mjög persónulegar og dýrmætar. Það er alltaf gott að minna sig á að jólin eiga ekki að snúast um dýra hluti heldur samveru og gleðina sem fylgja á jólunum.“ Er ekki tilvalið að byrja nýtt ár á því að halda heimilisbókhald? „Svo sannarlega er það gott og margir nota einmitt áramótin til þess að taka sig á á ýmsum sviðum og þá ekki síst í fjár­ málunum. Varðandi heimilisbókhaldið þá er það ekki bundið við mánaðamót eða áramót að byrja færslu þess; það er hægt að byrja hvenær sem er. Markmiðið með heimilisbókhaldinu er augljóst. Við fáum betri yfirsýn yfir fjármál okkar og fylgjumst betur með í hvað peningarnir fara í raun og veru. Einnig komum við auga á ýmislegt sem við eyðum ómeðvitað í og getum vel verið án eða dregið úr þeim útgjöldum.“ „Heimilisbókhald er skemmtileg vinna sem margborgar sig“ „Nú þegar fyrirsjáanlegt er að víða kreppi að er upplagt tækifæri fyrir fólk að setjast niður og skoða málin“ segir Ragnhildur en bætir við að fjölskyldan verði öll að taka þátt því það sé líklegra til árangurs. „Aðferðafræðin skiptir auðvitað máli og það er mikilvægt að líta á heimilisbókhaldið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Markmiðið er jú að ná tökum á rekstri heimilisins og það getur verið krefjandi og jafnvel spennandi verkefni. Ég vil minna lesendur á heimilisbókhaldsforrit Neytendasamtakanna en félagsmenn hafa aðgang að því á heimasíðu samtakanna. Heimilisbókhaldið er í raun afar einfalt og notendavænt og ég hvet félagsmenn ein dregið til að notfæra sér það. Að halda heim ilis bókhald er skemmtileg vinna sem marg borg ar sig.“ Árgjald Neytendasamtakanna verður óbreytt á næsta ári eða 4.300 krónur. Stjórn sam takanna tók þessa ákvörðun vegna þeirra fjárhagslegu vandamála sem heimilin standa frammi fyrir. Um leið vill stjórnin hvetja aðra til að halda verðhækkunum í lágmarki og helst að hækka einfaldlega ekki. Minnt er á að Neytendasamtökin hvöttu til þjóðarsáttar gegn verðhækkunum þegar í byrjun mars með bréfi til forsætisráðherra. Ljóst er að þessi ákvörðun þýðir að raun­ tekjur Neytendasamtakanna lækka á næsta ári enda eykst verðbólgan. Félagsgjöldin eru langstærsti hluti tekna Neytendasamtakanna og því munar um minna. Reynslan hefur sýnt að félagsmönnum fækk ar þegar þrengir að hjá heimilunum. Um leið leita fleiri til samtakanna til að fá ráð og leiðbeiningar eða til að kvarta og leita aðstoðar. Einnig koma margir með hugmyndir um það sem betur mætti fara. Þess vegna er starfsemi Neytenda samtak­ anna mikilvæg á þeim erfiðu tímum sem við stöndum frammi fyrir. Þörfin fyrir fleiri félagsmenn er einfaldlega meiri nú á kreppu­ tímum heldur en á tímum „góð æris ins“. Það er von stjórnar Neytendasamtakanna að félagsmenn sjái ástæðu til að styðja frjálst neytendastarf með áframhaldandi aðild, en einnig að þeir hvetji aðra neytendur til að gera slíkt hið sama. Það er verk að vinna fyrir neytendur. Skynsamleg jólainnkaup og heimilisbókhald á nýju ári Óbreytt árgjald hjá Neytendasamtökunum 7 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.