Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 10

Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 10
Þótt hrun íslenska hagkerfisins hafi komið flestum í opna skjöldu höfðu ýmis teikn verið á lofti um árabil. Margir vöruðu við þróuninni en einhverra hluta vegna fór þó meira fyrir jákvæðum fréttum af efnahagsmálum og þá sérstaklega útrás íslenskra fyrirtækja og miklum uppgangi í Kauphöllinni. Dómsdagsspár erlendra grein ingardeilda og sérfræðinga voru af greidd ar sem öfund og merki um skort á þekkingu á íslensku hagkerfi. Ráðamenn sáu meira að segja ástæðu til að leggja land undir fót og halda í einskonar ímyndar herferð til að gera erlendum fjöl- miðlum og greiningardeildum ljóst í eitt skipti fyrir öll að íslenskt hagkerfi stæði traustum fótum. Eftirsóknarverðir viðskiptavinir Skuldir heimilanna voru 1.760 milljarðar um mitt þetta ár en þær hafa vaxið ár frá ári. Ítrekað hefur verið varað við þessari miklu skuldsetningu án þess að þau varúðarorð hafi haft mikil áhrif. Þorvaldur Gylfason er einn þeirra hagfræðinga sem reglulega hefur varað við mikilli skuldsetningu þjóðarinnar. Í pistli í Fréttablaðinu þann 16. mars 2006 undrast Þorvaldur lánagleði Íslendinga: „Margir lántakendur virðast undarlega hirðulausir um hag sinn. Útistandandi yfirdráttarskuldir fyrirtækja og heimila í lok janúar 2006 námu 184 milljörðum króna. Þessi yfirdráttarlán bera 15% til 21% ársvexti. Það er ekki ónýtt fyrir bankana að eiga slíka viðskiptavini.“ Þá benti Þorvaldur á í sömu grein að færi allt á versta veg gætu einkabankar varpað byrðinni á sak ­ lausa vegfarendur. Þess væru auk þess mörg dæmi utan úr heimi að skuldasöfnun einkageirans hefði kallað kollsteypur yfir heil hagkerfi með tilheyrandi gengisfalli og samdrætti í framleiðslu. Einmitt þetta hefur nú gerst hér á landi eins og alþjóð veit. Almenningi að kenna? Neytendablaðið spurði Þorvald hverju það hefði breytt ef almenningur hefði ekki verið svona skuldsettur. „Ef almenningur hefði verið hirðusamari og t.d. ekki flutt inn jafn mikið af bílum og varningi hefði skuldastaða bankanna verið eitthvað viðráðanlegri. Þó er sú staða sem upp er komin í efnahagsmálum þjóðarinnar ekki almenningi að kenna nema að litlu leyti. Almenningur hefði þó verið betur búinn undir þessa kreppu ef hann hefði ekki safnað svona miklum skuldum. Sérstaklega var lántaka í erlendri mynt varhugaverð en margir féllu fyrir henni.“ Skattalækkun á þenslutíma En hvernig hefði ríkið átt að draga úr lántökum heimilanna og fyrirtækja? „Ríkið hefði átt að gæta meira aðhalds langt aftur í tímann. Ríkissjóður hefur þanist út ár frá ári í stað þess að gæta aðhalds. Þá má líka gagnrýna skattalækkunina sem ráðist var í á sama tíma og mikill þensla var í þjóðfélaginu.“ segir Þorvaldur. Varúðarorð úr mörgum áttum Alþýðusamband Íslands benti á í skýrslunni „Hagstjórn á villigötum“ um mitt ár 2005 að til að forðast harkalega lendingu í hag ­ kerfinu í lok stóriðjuframkvæmdanna væri þörf á breyttri hagstjórn. Í skýrslunni kom einnig fram að ASÍ hefði ítrekað kallað eftir ábyrgri hagstjórn og meira aðhaldi í ríkisfjármálunum. Stjórnarandstaðan kallaði einnig eftir ábyrg­ ari efnahagsstjórn og fyrir rúmu ári var aði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna við gegndarlausum viðs kipta halla. Sagði hann enn fremur hag stjórn ina í molum og allar hagspár ómarktækar. Hættuleg skuldasöfnun Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Sam fylkingarinnar og formaður viðskipta­ nefndar Alþingis gagnrýndi efnahags­ stjórnina þegar hann var í stjórnarandstöðu. Í lok árs 2004 lýsti hann yfir miklum áhyggj um af gríðarlegri skuldsetningu heim ila og fyrirtækja. Neytendablaðið spurði Ágúst hvers vegna mikil skuldasöfnun heim­ il anna væri hættuleg? „Það segir sig sjálft að of mikil skuldsetning gerir heimilin miklu viðkvæmari fyrir sveiflum og ekki má mikið út af bera ef ekki á að fara illa. Nú er það líka komið á daginn að skuldirnar stefna framtíð fjölmargra heimila og fyrirtækja í hættu. Strax árið 2004 sást að skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja voru mun hærri hér en í nágrannalöndunum. Ísland var þá orðið eitt skuldugasta iðnríki í heimi. Þetta ár birtist grein í Financial Times þar sem Ísland var sérstaklega nefnt sem dæmi um land þar sem erlend lán banka til að fjármagna lántökur heimila drægju úr lánshæfi á alþjóðlegum mörkuðum. Ég benti á að sá tími gæti runnið upp að fólk skuldaði meira en sem nemur verðmæti fasteignar sinnar en þá þegar þekktum við mýmörg dæmi slíks varðandi bifreiðakaup.“ Ríkistjórnin átti að hlusta Það hlýtur að vera auðvelt að sitja í stjórn­ arandstöðu og gagnrýna en til hvaða aðgerða átti ríkisstjórnin að grípa? Ágúst segir þáverandi ríkisstjórn ekki hafa brugðist við heldur gert hið þveröfuga og ýtt undir væntingar og skuldasöfnun. „Ríkisstjórnin, sem hér ríkti í 12 ár, átti t.d. Skuldsett þjóð situr í súpunni Skuldir heimilanna hafa aukist mikið á þessu ári vegna falls krónunnar og voru þær þó miklar fyrir. 10 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.