Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 13
Jóhannes Gunnarsson
forma›ur Neytendasamtakanna
Ráðstafanir
til bjargar heimilunum
Mikið óvissuástand hefur skapast í efna
hagsmálum okkar í kjölfar bankahruns ins.
Þetta hefur skapað aukið óöryggi hjá heimil
unum og reiðin kraumar undir niðri eins og
mótmæli undanfarinna vikna sýna. Einn ig
hafa margir, þar á meðal Neytendasamtök in,
kvartað yfir takmörkuðum upplýsingum
frá stjórnvöldum. Nú eru línur teknar að
skýrast og eitt það mikilvægasta, lán frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, er nú loks í
höfn. Í kjölfarið hafa svo verið fengin lán
frá seðlabönkum nokkurra annarra landa.
Einnig hafa línur skýrst varðandi þær
aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að grípa
til til að aðstoða heimilin í landinu. Ljóst
er að vandamálunum er fyrst og fremst
frestað með því að fresta hluta af greiðslum
lána og að greiðslubyrði lána heimilanna
mun aukast síðar. Þetta er þó mikilvægt til
að hjálpa heimilunum við að komast yfir
erfiðasta hjallann.
Tilmæli liggja fyrir um frystingu á gengis
lánum og þann 17. nóvember sl. samþykkti
Alþingi með sérstakri flýtimeðferð lög
um breytingu á lögum um greiðslujöfnun
fasteignaveðlána (verðtryggð lán) til einstakl
inga. Í fyrstu grein laganna segir: „skal
mis gengi, sem orsakast af hækkun vísitölu
neysluverðs eða annarrar viðmiðunarvísitölu
lána umfram hækkun launa, ekki valda því
að greiðslubyrði af lánum þyngist.“ Þeir
sem muna eftir því hrikalega misgengi lána
og launa sem myndaðist á árinu 1984 og
kom mörgum heimilum á vonarvol hljóta
að fagna þessu. Það á jafnt við um þessa
aðgerð og það úrræði að frysta afborganir
lána hjá Íbúðalánasjóði að sá hluti skuldar
sem heimilin fá frest til að greiða leggst
ofan á höfuðstól lánanna þannig að
vissulega kemur síðar að skuldadögum.
Þessar aðgerðir geta þó skipt mörg heimili
sem eiga nú þegar við greiðsluvanda að
stríða miklu máli. Þá skiptir að sjálfsögðu
meginmáli að aðstæður þessara heimila
batni þannig að þau geti staðið í skilum
með hærri afborganir síðar meir.
Það vekur hins vegar óneitanlega athygli
að það skuli hafa verið sett sem skilyrði
fyrir frystingu á lánum hjá Íbúðalánasjóði
að vanskil séu ekki fyrir hendi. Því miður
uppfylla mörg heimili ekki þetta skilyrði
og á þetta ekki síst við um þá sem hafa
mesta þörf fyrir aðstoð. Ríkisstjórnin þarf
því að gera betur. Neytendasamtökin hafa
í hálfan annan áratug barist fyrir því að
sett verði lög að norrænni fyrirmynd um
greiðsluaðlögun, eins og ítrekað hefur
komið fram hér í blaðinu. Ljóst er að slík
lög geta einmitt hjálpað þeim hópi sem
nú þegar er með lán sín í vanskilum. Það
vekur furðu á jafn erfiðum tímum og nú að
þetta sé ekki afgreitt hið snarasta sem lög
frá Alþingi. Fyrir liggur frumvarp þessa
efnis frá viðskiptaráðherra og samkvæmt
upplýsingum Neytendasamtakanna hafa
viðskiptaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið
verið að kasta þessu frumvarpi á milli
sín. Slíkt er með öllu óþolandi og krefjast
Neytendasamtökin þess að þetta frumvarp
verði þegar lagt fram og fái flýtimeðferð á
Alþingi.
Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að
efla hag heimilanna er að finna margt
sem kemur skuldugum heimilum til góða.
Þar má nefna að gjöld eins og stimpil og
þing lýsingar gjöld vegna skilmálabreyt
inga lána verða felld niður tímabundið.
Lögum um dráttarvexti verður breytt með
það að markmiði að lækka þá og veitir
ekki af. Einnig má nefna að í lögum um
inn heimtustarfsemi sem ganga í gildi
um næstu áramót verður nýtt heimild
um há marks fjárhæð innheimtukostnaðar.
Raun ar hafa Neytendasam tökin lagt mikla
áherslu á síðast nefnda atriðið enda ljóst
að þessi lög skila neytendum litlu sé þessi
heimild ekki nýtt. Margar aðrar tillögur
má finna í hugmyndum ríkisstjórnarinnar
en lesa má nánar um þetta á heimasíðu
félagsmálaráðuneytisins.
Einnig eru stjórnvöld að skoða þann
möguleika að heimila þeim sem lagt hafa
til hliðar í formi viðbótarlífeyrissparn
að ar að taka út þann sparnað til að greiða
niður skuldir. Ljóst er að fjölmargir, ekki
síst yngra fólkið, myndi nýta sér þennan
möguleika enda er dýrt að skulda, svo ekki
sé talað um ef lánin eru í formi neyslulána
eins og yfirdráttar eða raðgreiðslna. Þetta
getur því verið vænlegur kostur, jafnvel þó
verið sé að nota þann sparnað sem ætlaður
var til efri áranna. Því telur sá sem þetta
skrifar að stjórnvöld eigi að bjóða upp á
þennan möguleika.
Á þingi Neytendasamtakanna, sem haldið
var í lok september sl., var samþykkt
ályktun um að þegar bæri að sækja um
aðild að Evrópusambandinu. Með því
móti væri unnt að meta kosti og galla
Evrópusambandsaðildar. Það er skoðun
þess sem þetta skrifar að umsókn nú
myndi styrkja okkur verulega í því
upp byggingarstarfi sem framundan er. Mikil
umræða er nú manna á meðal um verð
tryggingu fjárskuldbindinga enda ljóst að
verðtryggingin hækkar verulega höfuðstól
lána í þeirri verðbólgu sem við búum við
nú. Það er ljóst að þetta er ein afleiðing þess
að vera með handónýtan gjaldmiðil. Með
aðild að Evrópusambandinu og upptöku
evru þegar við uppfyllum skilyrði til þess
myndi verðtryggingin illræmda líða undir
lok og vextir hér yrðu sambærilegir við það
sem þekkist í Evrópu. Hér er því um mikið
hagsmunamál að ræða fyrir almenning.
13 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008