Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Qupperneq 15

Neytendablaðið - 01.12.2008, Qupperneq 15
jafnvel 1080. Vinsælar og útbreiddar gerð ir af háskerpusjónvarpsbúnaði í lægri skerpuflokkum eru oft kynntar og merktar sem „1080 samhæfðar“ (1080i / 1080p compatible). Þessi tæki geta tekið á móti og spilað háskerpuefni en stundum aðeins 768 láréttar línur. Tæknin er engu að síður betri en í „hefðbundnum“ sjónvarpstækjum af eldri CRT­gerðum sem eru með um 500­ 600 láréttar línur á skjánum, mismunandi eftir löndum. Munurinn á LCD og plasma Gæði LCD­ og plasmaskjáa hafa aukist veru lega undanfarin ár. Raunhæfur og full kominn samanburður er erfiður. Báðar gerðir hafa sína kosti og galla. Sumum notendum hentar önnur gerðin greinilega betur en hin og að sama skapi er misjafnt eftir stöðum hvor gerðin á betur við. Báðar gerðir endast þó vel og nota minni orku en hefðbundin CRT­myndlampatæki. Stærðin er oft afgerandi þáttur. Flestöll tæki minni en 40 tommur eru nú LCD. Algengasta stærð flatskjáa er 32 tommur, en aðeins LCD­tæki eru fáanleg í þeirri stærð. Plasmasjónvörp eru yfirleitt ekki til undir 42 tommum og alls ekki undir 37 tommum. Ef óskað er eftir stóru tæki, 40 tommur eða meira, er vandað plasmatæki einatt betra val. Vönduð 42­50 tommu plasmatæki skila yfrleitt miklum myndgæðum. Stærsti plasmaskjár sem sýndur hefur verið opinberlega var kynntur á rafeinda­ tækjasýningu í Las Vegas á þessu ári. Hann er 150 tommur (3,81 m, horn í horn), sem merkir að hann er 1,80 m á hæð og 3,30 m á breidd. Framleiðandi er Panasonic. Markaðurinn Langmest er nú selt af LCD­tækjum. Brúttó tekjur á heimsmarkaði voru á fyrsta árs fjórðungi þessa árs 21,1 milljón doll ara af sölu LCD­tækja en 2,8 milljón ir af sölu plasma tækja. Þar til nýlega voru plasmaskjáir mun vinsælli en LCD­ skjáir vegna þess að hinir fyrrnefndu gátu á ýmsum sviðum verið áberandi betri tæknilega, með yfirburða birtustigi, hraðari svartíma og meiri litafjölda og dýpt. Auk þess var sjónvinkill áhorfenda á þá breiðari. Álitið var að LCD hentaði aðallega fyrir smærri skjái og gæti ekki keppt við stóra skjái (einkum 40 tommur og stærri). Nýir LCD­skjáir eru hins vegar léttari en plasmaskjáir, ódýrari og oft ekki eins orkufrekir. Þetta gerir þá miklu samkeppnisfærari en áður. Orkunotkun er raunar svipuð hjá LCD­ og plasmaskjám. Hún fer aðallega eftir stærð skjásins en er talsvert meiri ef myndefnið er bjart heldur en ef það er dökkt. PLASMASKJÁIR Kostir • Skila að jafnaði meiri myndgæðum en sambærilegir LCD­skjáir. • Vönduð 42­50 tommu plasmatæki skila yfrleitt miklum myndgæðum. • Skila yfirleitt betur bíómyndum, náttúrulífsmyndum og háskerpuefni. • Sýna betur íþróttir og hraðar hreyfingar. • Hafa yfirleitt glerplötu til að hlífa skjánum. • Spegla birtu oft meira en LCD­skjáir og henta betur þar sem umhverfi er ekki bjart og fátt sem glampar. • Eru yfirleitt ódýrari en LCD­skjáir. Ókostir • Plasmaskjáir í betri kantinum eru dýrari en sambærilegir LCD­skjáir. • Ekki fást minni skjáir en 37 tommur að stærð (94 cm, mælt horn í horn). Það er of stórt fyrir suma notendur. • Það vildi gerast áður fyrr að ef sama myndefnið (t.d. texti) var sýnt lengi hreyfingarlaust á skjánum gat það „brennst“ inn, þ.e. skilið eftir sig far á skjánum sem sást meðan annað efni var spilað, og spillt fyrir myndgæðum með tímanum. Þetta á varla eða a.m.k. sjaldan við lengur. • Þeir hitna meira en LCD­skjáir, þó ekki mikið. Víða í fyrirtækjum og byggingum eru plasmaskjáir notaðir sem upplýsingaskjáir sem ekki væri raunin ef of miklum hita stafaði frá þeim. • Nota stundum meiri orku en LCD­skjáir, þótt munurinn sé lítill. • Færri framleiðendur selja og þjónusta plasmaskjái en LCD­skjái. LCD-SKJÁIR Kostir • Eru fjölhæfari og með meiri gæði í sumum þáttum en plasmaskjáir. • Eru til í öllum stærðarflokkum, sumir komast í jakkavasa eða veski en aðra má horfa á af löngu færi. • Nota stundum minni orku en plasmaskjáir, þótt munurinn sé litill. • Margir álíta að LCD sé framtíðarformið fyrir alla skjái. • Góðir ef spila á tölvuleiki og hafa samskipti við tölvur. • Spegla birtu minna en plasmaskjáir og hentar betur í björtu umhverfi eða þar sem glampar af einhverju. Ókostir • LCD­skjáir, sérlega 50 og 60 riða tæki í ódýrari kantinum, hafa oft „draug“. Þetta lýsir sér þannig að myndefnið er hreyft og skilur eftir sig hala sem á ekki að sjást. Ráðið til að losna við þetta er að kaupa tæki með meiri riðafjölda, 100 eða 120hz LCD­skjái, en þeir eru dýrari en 50­60hz gerðir. • Hafa yfirleitt ekki glerplötu til að hlífa skjánum. Sjónvarpstæki í gæðaprófi á rannsóknarstofu. 15 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.