Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 19
Jólaverslunin mun dragast töluvert
sam an í ár en jólin verða samt örugglega
hátíðlegri og kærkomnari en nokkru
sinni fyrr og öðrum gildum verður
bet ur sinnt en áður. Þetta kemur fram í
skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar
„Jólaverslunin 2008 og jólagjöfin í ár“.
Spá um jólaverslun
Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að
jólaverslunin dragist saman um 7,5% að
raunvirði, þó óvissan sé töluverð. Það er
í fyrsta skipti síðan 2002 sem samdráttur
verður í jólaverslun milli ára. Þó samdráttur
verði í magni má gera ráð fyrir að veltan
aukist að krónutölu vegna verðhækkana.
Ætla má að hver Íslendingur verji að
meðaltali 43.000 kr. til innkaupa vegna
jólanna í ár en í fyrra var þessi upphæð
40.000 kr.
Jólainnkaupin
Könnun var gerð meðal 1875 ára neytenda
um mánaðamótin október/nóvember.
Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:
• Íslendingar byrja á jólainnkaupunum
fyrr en áður. Nú segjast tæp 34%
svarenda byrja á jólainnkaupunum
tveimur mánuðum fyrir jól en í fyrra
voru það 21%.
• Flestir, eða um 42%, verja 25 – 50 þús.
kr. til kaupa á jólagjöfum og 25% verja
lægri upphæð. Í fyrra sögðust tæp 34%
verja þessari upphæð og 20% svarenda
ætluðu sér lægri upphæð en þetta til
kaupa á jólagjöfum.
• Minna er um það en undanfarin ár
að jólainnkaupin fari fram erlendis.
Nú segjast rúm 83% eingöngu gera
jólainnkaupin hér á landi en í fyrra voru
það 70%.
Jólagjöfin í ár
Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur valið
jólagjöf ársins í nokkur ár og fengið til þess
valinkunna einstaklinga í dómnefnd. Val
dómnefndar á jólagjöfinni í ár reyndist
auðvelt. Þrátt fyrir að á annað hundrað
hugmynda bærust var dómnefndin á einu
máli um að sú jólagjöf sem Íslendingar
myndu helst velja fyrir þessi jól væri íslensk
hönnun. Má ætla að jólapakkar landsmanna
verði bæði harðir og mjúkir og þeir gætu
m.a. innihaldið íslenskar ullarvörur,
skartgripi, nytjahluti, fjölskylduspil,
tískufatnað og aðrar vörur með íslensku
handbragði. Eitt er víst; allir finna eitthvað
fallegt sem hæfir bæði fjárhag og smekk.
Dómnefndin hafði eftirfarandi forsendur
við mat á jólagjöfinni í ár:
• Vara sem er vinsæl meðal neytenda
• Vara sem er ný eða hefur vakið nýjan
áhuga
• Vara sem selst vel
• Vara sem fellur vel að tíðarandanum
Dómefndina skipuðu, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, Smára-
lind; Arnar Gauti Sverrisson, Skjár einn; Þuríð ur Hjartar-
dóttir, Neytendasamtökin; Halla Helga dóttir, Hönnunar-
miðstöð Íslands; Sævar Kristinsson, Net spor ehf.
Það verða jól – hvað sem hver segir
10-11
11-11
Actavis
Afl starfsgreinafélag
Aldan – stéttarfélag
Apótekarinn
Apótekið
ASÍ
Atlantsolía
Bananar
Bensínorkan
Borgun
Bónus
Brimborg
BSRB
Búr
Byko
Bændasamtök Íslands
Efling, stéttarfélag
Ego
Eimskip
Eining-Iðja
elisabet.is
Endurvinnslan
Europris
Félag bókagerðarmanna
Félag íslenskra stórkaupmanna
Félag málmiðnaðarmanna Akureyri
Félag verslunar- og skrifstofufólks
Akureyri og nágrennis
Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga
Frumherji
Glitnir
GujónÓ – vistvæn prentsmiðja
Hagkaup
Hekla
Hitaveita Suðurnesja
Húsasmiðjan
Iceland Express
Icelandair
IKEA
Íslandspóstur
Kaskó
Kennarasamband Íslands
Kjarval
Kjörís
Krónan
Landsbankinn
Lyf og heilsa
Lyfja
Lýsi
Matfugl
Matvís
MS
N1
Nettó
Norðurorka
Nóatún
Nói-Síríus
Orkuveita Reykjavíkur
Penninn
Póstmannafélag Íslands
Rafiðnaðarsamband Íslands
Rúmfatalagerinn
Samkaup-Strax
Samkaup-Úrval
Samskip
Samtök atvinnulífsins
Samtök ferðaþjónustunnar
Samtök fjármálafyrirtækja
Samtök iðnaðarins
Samtök verslunar og þjónustu
Securitas
Sjómannasamband Íslands
Skeljungur
Sláturfélag Suðurlands
SPARISJÓÐIRNIR
Starfsgreinasamband Íslands
Stéttarfélag Vesturlands
Stéttarfélagið Samstaða
Trésmíðafélag Reykjavíkur
Tryggingamiðstöðin
Vátryggingafélag Íslands
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Snæfellinga
Verkalýðsfélag Vestfirðinga
Verkalýsfélagið Báran
Verkalýðsfélagið Hlíf
Visa Ísland
Vífilfell
Vínbúðirnar
VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Vodafone
Vörður tryggingar hf.
Öryggismiðstöðin
19 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008