Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 20
Margar greinar hafa verið skrifaðar um
MSG í gegnum tíðina en efnið er mjög
umdeilt. Á meðan sumir halda því fram
að það sé skaðlegt og geti valdið ýmsum
kvillum, allt frá ofnæmisviðbrögðum til
Alzheimers, er það talið öruggt af yfir-
völdum.
Það má segja að ef afleiðingar neyslunnar
væru jafn alvarlegar og sums staðar er
gefið í skyn væru neytendur eflaust búnir
að átta sig á því. Hins vegar hafa verið
gerðar alls kyns rannsóknir á efninu
og sumar gefa til kynna að neysla þess,
sérstaklega mikil, sé alls ekki af hinu
góða. Þá er þekkt að fólk getur verið
hald ið óþoli gagnvart MSG.
Tengsl milli MSG og offitu
Um árabil hafa rannsóknir á dýrum gefið
til kynna að neysla á MSG geti aukið líkur
á offitu. Í ágústhefti tímaritsins Obesity var
svo birt ný rannsókn og samkvæmt henni
er fólk sem borðar MSG líklegra til að eiga í
baráttu við aukakílóin, jafnvel þótt sá hópur
innbyrði jafnmargar kaloríur og hreyfi
sig jafn mikið og samanburðarhópurinn.
Prófessor Ka He, sem vann að rannsókninni,
sagði í viðtali við The Herald Sun: „Banda
ríska matvælaeftirlitið, auk annarra stofn
ana víða um heim, hefur komist að þeirri
niðurstöðu að MSG sé öruggt. En eftir
stend ur spurningin um hvort efnið sé
hollt.“
Barátta í Svíþjóð
Á heimasíðu samtakanna Sveriges Konsum
enter má lesa fjölmargar greinar um MSG
og þar er ekkert verið að skafa utan af því.
Samtökin hvetja neytendur til að sniðganga
efnið og framleiðendum er kurteislega bent
á að framleiða almennilegan mat sem ekki
þarf sérstaklega að bragðbæta. Samtökin
hyggjast setja upp lista yfir þá veitingastaði
sem nota ekki MSG, en þeim fer fjölgandi.
Í skoðanakönnunum sem samtökin hafa
gert kemur í ljós að stór hluti neytenda
vill efnið burt og því kemur ekki á óvart
að framleiðendur séu farnir að auglýsa
sér staklega ef vara inniheldur ekki MSG,
líkt og við þekkjum hér á landi.
Efnið talið öruggt
Zulema Sullca Porta er sérfræðingur á mat
væla öryggis og neytendamálasviði Mat
v æla stofn unar. Neytendablaðið leit aði til
hennar og lagði fyrir hana nokkr ar spurn
ing ar.
Sumir hafa óþol fyrir MSG og verða því að
forðast það í mat. Er vitað hversu algengt
það er og hver eru helstu einkennin?
Ákveðinn hópur fólks telur sig verða
fyrir óþægindum af neyslu matvæla sem
innihalda MSG. Það er hins vegar ekki vitað
hversu margir bregðast þannig við. Þessi
óþægindi vara sem betur fer ekki lengi og
eru langt frá því að vera hættuleg. En fyrir
þá sem finna fyrir þessum óþægindum er
sjálfsagt að forðast matvæli sem innihalda
efnið.
Einkennin eru mismunandi og hefur
verið lýst sem dofa í aftanverðum hálsi
og útlimum, þrýstingi fyrir brjósti, sviða,
höfuðverk, örum hjartslætti, kláða, ógleði,
slappleika og hita í andliti, svo aðeins
nokkur dæmi séu nefnd.
Telur Matvælastofnun að efnið sé skað-
laust?
Matvælastofnun telur MSG skaðlaust
sé það einungis notað í því magni sem
nauðsynlegt er til að ná fram æskilegum
eiginleikum í matvælum. Leyfilegt hámark
MSG í matvælum eru 10g/kg, nema í bragð
bættum kryddblöndum þar sem ekkert
hámark gildir. Þótt efnið sé skaðlaust er
samt ekki ráðlagt að neyta þess í miklu
Hvað er MSG?
MSG (mónónatríumglútamat eða, á ensku, monosodium glutamat) er bragðaukandi
auk efni sem stundum er kallað þriðja krydd ið. Efnið dregur fram eða ýkir bragð af
öðrum efnum og er mikið notað í unnin matvæli. Leyfilegt er að nota efnið í flest
matvæli.
Hvernig er efnið merkt?
Enúmer MSG er E 621 en framleiðendur mega merkja efnið með nafni; natríum
glúta mat, mónónatríumglútamat eða mono sod ium glutamat. Sé notað nafn verð ur að
bæta við „bragðaukandi efni“ á merk ing una
Fleiri efni í sama flokki eru:
E 620 Glútamínsýra
E 622 Mónókalíumglútamat
E 623 Kalsíumdíglútamat
E624 Mónóammóníumglútamat
E625 Magnesíumdíglútamat
20 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008