Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2001, Side 21

Ægir - 01.08.2001, Side 21
21 R A N N S Ó K N I R og loðnumjöli reyndust bæði vera úr hópi fituleysanlegra þráahindra og vatnsleysanlegra þráahindra. Fituleysanlegu þráahindrarnir astaxantín og tókóferól mældust í verulegu magni í loðnu. Þessir tveir þráahindrar virka hvor með sínum hætti og reynast hafa sam- virkni (synergíska virkni), þ.e. áhrif þeirra saman til þráahindr- unar eru meiri en áhrif þeirra hvors um sig samanlögð (heim- ild). Astaxantín er af flokki rauðra litarefna sem nefnast karóteníð og safnast upp í loðnu sem er í mik- illi átu. Það er einkum rauðátan sem inniheldur mikið af astaxant- íni en átan fær astaxantínið úr svifþörungum sem hún nærist á. Astaxantín mældist mest í sumar- loðnu, enda er sú loðna jafnan í miklu æti. Tókóferól er algeng- asta þrávarnarefnið í dýraríkinu en það gengur líka undir nafninu E-vítamín og er talið nauðsynlegt fyrir æxlun dýra. Tókóferól mældist einmitt hæst í vorloðnu sem var að fara að hrygna. Miklar árstíðasveiflur komu fram í magni þessara náttúrulegu þráahindra í loðnu, en báðir þessir þráahindrar reyndust þola þá miklu vinnslu sem mjölvinnsla er. Í hefðbund- inni loðnumjölsvinnslu er loðnan soðin og soðvökvinn með lýsinu er pressaður úr henni. Þurrefnið ásamt fitufríum og eimuðum soð- vökvanum er síðan þurrkað (hér við 65-70 °C) og loks er mjölið malað, áður en því er pakkað. Ein- kennandi efnasamsetning loðnu- mjöls eftir svona meðferð er um 71% prótein, 8% vatn, 11% fita og 10% aska. Loðnan sjálf er hins- vegar feitust síðsumars og horast yfir veturinn og fram að vori, þeg- ar hún hrygnir. Einkennandi efnainnihald loðnu er þannig um 13% prótein, 2% aska og fitu- innihaldið er breytilegt, eða frá 3 til 20% og afgangurinn er síðan vatn. Loðnumjölið innihélt al- mennt um helmingi minna af astaxantíni og tókóferóli en loðn- an sem mjölið var framleitt úr (Mynd 1). Þráahindravirkni var einnig metin í vatnsleysanlega hluta loðnumjölsins með því að mæla hversu mikið vatnsfasinn hægði á niðurbroti B-karótens við 50°C (Mynd 2). Þráahindravirkni í vatnsfasa loðnumjöls var mest í vetrar- og vormjöli, en engin þráahindravirkni mældist í vatns- fasa loðnumjöls úr haustloðnu, sem einmitt hafði stysta geymslu- þolið í þessari rannsókn. Ekki reyndist unnt að finna út hvaða vatnsleysanlegu þráahindrar voru þarna á ferðinni í mjölinu en dæmi um slík efni í fiski og fiskafuðrum eru pólýfenól, karnósín og TMAO. Framhald Á þessu ári fékk Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins svo styrk frá Tæknisjóði Rannís til þess að rannsaka loðnumjölið enn frekar og bera það saman við annað fiski- mjöl. Þar á einnig að útskýra þráahindravirkni í vatnsfasa loðnumjöls, með það að markmiði að hindra hugsanlegt tap á þeim við vinnslu. Heimild: Bragadóttir, M. 2001. On the Stability of Icelandic Capelin Meal. A tesis submitted in partial fulfillment of the requirement for the degree of Master of Science in food sci- ence. Department of Food Sci- ence, University of Iceland, pp 1-87. 0 5 0 1 0 0 1 5 0 2 0 0 2 5 0 3 0 0 3 5 0 4 0 0 Tókóferól 125 33.3 70.0 26.7 105 53.3 390 167 Astaxantín 94 48 3.1 5.0 4.9 7.6 10 13 Sumar- lo na Sumar- mjöl Haust- lo na Haust- mjöl Vetrar- lo na Vetrar- mjöl Vor- lo na Vor- mjöl 0.000 0.100 0.200 0.300 0.400 0 60 120 180 240 300 360 TÌmi (mÌn˙tur vi 50 C) G l e y p n i ( 4 7 0 n m ) Blankur Lo numjˆl - vor Mynd 1. Árstíðabreytingar á náttúrulegum þráahindrum í loðnu og loðnumjöli. Mynd 2. Þráahindravirkni í vatnsleysanlega hluta loðnumjöls mæld sem hindrun á bleikingu B-karótens. r- l ðna aust- l ðna r- j a st- j etr r- l ðna etr r- jöl or- jöl or- loðna lankur ðnumjöl - vor ími (mínútur við 50° C)

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.