Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2001, Side 16

Ægir - 01.08.2001, Side 16
16 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Auk þess að verka saltfisk þurrkar GPG hryggi og hausa sem til falla fyrir Nígeríumarkað. Starfsmönn- um hefur verið að fjölga á undanförnum misserum og eru þeir nú um 25 talsins og munar um minna fyrir byggðarlag eins og Húsavík sem hefur átt við tölu- verðar þrengingar í atvinnumálum að stríða. Gunn- laugur K. Hreinsson á helmingshlut í GPG og hann stýrir fyrirtækinu. Ægir hitti Gunnlaug að máli á framkvæmdastjórakontórnum á hafnarsvæðinu á Húsavík. „Ég er fæddur og uppalinn Húsvíkingur. Reyndar flutti ég í burtu í nokkur ár, var meðal annars í um sex ár á Þórshöfn þar sem ég starfaði hjá Hraðfrysti- stöð Þórshafnar. En ég ákvað síðan að koma aftur heim og aðdragandinn að því var sá að Sigurður Ol- geirsson, útgerðarmaður Geira Péturs ÞH, keypti bræður sína út úr fyrirtækinu Korra og vildi í kjölfar- ið efla landvinnsluna. Sigurður ræddi við mig og bauð mér að kaupa helmingshlut í fyrirtækinu. Ég ákvað að slá til og úr varð að snemma árs 1997 stofn- uðum við Sigurður GPG. Á þessum tíma var tölu- verður uppgangur í rækjuveiðum og -vinnslu og til að byrja með horfðum við til þess að fara í hana. En í ljósi þess að á Húsavík var fyrir öflug rækjuvinnsla hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur töldum við rækjuna ekki vænlegan kost. Verð á saltfiski var frekar lágt á þessum tíma en þrátt fyrir það töldum við eftir mikla yfirlegu að við skyldum efla þá saltfiskverkun sem fyrir var, en hafa útflutning á ferskum fiskflökum sem einskonar hliðarbúgrein. Vöxturinn varð strax meiri en við gerðum ráð fyrir og fljótlega sáum við að nauðsynlegt væri að stækka húsnæðið til þess að geta verið búnir undir ákveðna hráefnistoppa sem alltaf myndast. Í október 1997 ákváðum við að byggja 400 fermetra viðbyggingu fyrir pökkun og kælingu og reis hún á þrem mánuð- um,“ segir Gunnlaugur. Athyglisverður uppgangur hjá fiskverkunarfyrirtækinu GPG ehf. á Húsavík: Við vinnum þegar þarf að vinna - segir Gunnlaugur K. Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG Það er engin lognmolla svífandi yfir vötnum hjá fiskvinnslufyrirtækinu GPG ehf. á Húsavík. Á þeim bænum er lífið í orðsins fyllstu merkingu saltfiskur. GPG hefur náð mjög góðum árangri í saltfiskvinnslu og staða fyrirtækisins er sterk á saltfiskmörkuðum í Suður-Evrópu. Gunnlaugur K. Hreinsson getur ekki annað en verið sáttur við stöðu mála, enda er salt- fiskurinn að gefa vel af sér um þessar mundir.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.