Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2001, Side 42

Ægir - 01.08.2001, Side 42
42 F I S K V I N N S L A Í þessari samantekt er aðallega ætlunin að fjalla um náttúrulega breytileika og hvernig þeir hafa áhrif á vinnslu og hvernig taka á meira tillit til þessara þátta við skipulagningu við stjórnun á nýt- ingu auðlindarinnar. Náttúrulega eiginleika fisks má m.a. flokka í: Tegundabundna eiginleika; efna- og eðliseigin- leika; stærð, holdafar og áferð; slóghlutfall og innyfli; sníkjudýr. Hver fisktegund hefur ákveðna eiginleika sem greina hana frá öðrum. Þessir eiginleikar eru þó breytilegir innan ákveðinna marka og þau atriði sem helst ráða breytileikanum eru eftirfarandi: Aldur fisks; framboð af fæðu; um- hverfi (t.d. hitastig, selta, straum- ar, birta, dýpi ofl.); önnur dýr fæðukeðjunnar; áhrif af manna völdum, t.d. mengun og áhrif veiða Sjómenn geta að nokkru leyti valið fisk þannig að náttúrulegir eiginleikar séu sem réttastir hvað varðar hagkvæma nýtingu fisk- stofna og geta uppfyllt óskir kaupenda. Einkum er hægt að stýra eiginleikum þess fisks sem veiddur er með því að velja veiði- svæði og árstíma veiða. Til að auðvelda þessa stjórnun er nauð- synlegt að safna saman upplýsing- um um breytileikann og nota gögnin sem grunn fyrir gagna- grunn til þess að geta hámarkað hagræna nýtingu fiskstofna við landið. Veiðarfærin ráða einnig miklu um á hvaða dýpi fiskur er veiddur og hvaða stærðir veiðast. Við ákvörðun á stærð möskva þarf að hafa í huga að veiðarfærin geri sem minnstan usla hvað varðar rétta nýtingu á fiskstofnum og stuðla þannig að því að velja réttu stærðir fisks. Til að svo megi verða þarf bæði að hafa í huga há- marks- og lágmarksstærðir möskva veiðarfæranna og þá sér- staklega neta. Stærð og vöxtur fisks Stærð fisks úr sjó ræðst aðallega af gerð veiðarfæris og eftir þeirri veiðislóð sem sótt er á. Vaxtar- hraði fisks er mismunandi eftir stofnum og hafsvæðum og einnig hafa umhverfisaðstæður mikið að segja, t.d. æti og hitastig. Til dæmis vex þorskur alla ævi, en þó tekur að draga úr vexti þegar fisk- urinn hefur náð ákveðinni stærð. Þegar talað er um stærð fisks þarf einkum að hafa tvennt í huga. Fyrst ber að nefna meðal- stærð afla og hins vegar holdafar fisksins, sem oft er mælt með svokölluðum holdastuðli (condition factor). Holdastuðull er mælikvarði á samband lengdar og þyngdar og er skilgreindur sem: Holdastuðull = (Þyngd / Lengd 3)*100 Mynd 1 sýnir líkan af dreifingu fisks eftir stærð í einu hali af þorski sem veiddur var út af Vest- fjörðum í ágúst 1989. Stærðar- dreifingin er teiknuð sem hæðar- kúrfur og er algengustu stærð fisks að finna innan innstu kúrfu, en fyrir utan ystu kúrfu eru aðeins 5% líkur á að finna fisk, en þetta ræðst, eins og áður sagði, bæði af veiðarfærinu og fiskinum í sjón- um. Sjá má að meðalþyngd fisks- ins er um 1,7 kg og meðallengdin er 57 cm. Sjá má að algengasti fiskurinn er tiltölulega smár, en samt sem áður má finna mun stærri einstaklinga. Ef skoðaðir eru fiskar í kringum meðalfiskinn í gagnasafninu má sjá að fiskar af sömu lengd geta verið misþungir. Þetta má einnig skoða út frá fastri þyngd og breytilegri lengd. Þetta eru því fiskar sem hafa nokkurn veginn sömu stærð, en mismun- andi holdastuðul. Við gerð líkans af stærðardreifingu fisks kom Eiginleikar fisks sem hráefnis Við skipulagningu á veiðum og vinnslu á fiski þarf að taka tillit til breytileika hráefnisins, en breytileikinn er annars vegar háður ástandi eða aðstæðum í náttúrunni á hverjum tíma og hins vegar meðferð afl- ans í veiðarfærum og á leiðinni frá veiðum til vinnslu og geta þessir þættir ráðið því í hvaða afurðir fiskurinn nýtist. Mynd 1. Stærðardreifing úr einu hali af þorski sem veiddur var út af Vestfjörðum í ágúst 1989. Stærðardreifingin er sýnd með hæðarkúrfum. Þannig er algengasti fiskurinn innan innstu kúrfu, en aðeins 5% líkur eru á því að finna fisk utan ystu kúrfu. (R. Birgisson, 1995) Höfundur er Sigurjón Arason, yfirverk- fræðingur á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.