Ægir - 01.08.2001, Side 10
10
B Á T A V I Ð G E R Ð I R
Nýverið lauk Ragnar viðgerð á
árabátnum Mjóna, sem verður
fundinn staður í Ófeigsfirði á
Ströndum, en sá bátur er sömu
gerðar og hákarlaskipið Ófeigur í
byggðasafninu á Reykjum í
Hrútafirði. Þegar einu verkefni
lýkur tekur annað við hjá Ragn-
ari. Hann er þegar byrjaður að
gera upp bringingarbátinn Frið-
þjóf, sem hefur lengi legið undir
skemmdum á bænum Miðhúsum
í Reykhólasveit.
Strax í æsku kynntist Ragnar
viðgerðum og smíði árabáta. „Ég
er fæddur með þetta í höndunum.
Ég byrjaði á þessu ungur strákur
norður í Reykjarfirði á Ströndum
og smíðaði fyrsta sjóferðabátinn
tólf ára gamall. Ég lærði réttu
handbrögðin af eldri bræðrum
mínum og afi minn, Benedikt
Hermannsson, var mikill báta-
smiður. Það má því segja að þessi
kunnátta hafi lifað frá einum ætt-
lið til annars í Reykjarfjarðarætt-
inni.“
Ragnar hefur smíðað fjölmarga
báta frá grunni, bæði trillur og
„litlar jullur“. Hann segist ekki
hafa próf í þessum fræðum upp á
vasann. „Nei, ég á enga pappíra
til að sanna að ég kunni þessar
smíðar. Við lærðum þetta hver af
öðrum. Pabbi var fjárglöggur
maður en ekki er hægt að segja að
hann hafi verið handlaginn.
Mamma var hins vegar lagin í
höndunum eins og móðurafi
minn, Benedikt bátasmiður.“
Mjóni var illa farinn
Tekist hafði að safna mörgum
gömlum árabátum, sem síðan
urðu eldi að bráð í geymsluhús-
næði í Kópavogi. Þrátt fyrir það
áfall hélt leitin að dæmigerðum
gömlum árabátum áfram og
fannst einn 120 ára gamall bátur,
Ögri að nafni, sem hafði ekki ver-
ið notaður í fimmtíu ár. „Þennan
bát hafði Þjóðminjasafnið hug á
að gera upp og safnið fékk síðan
ábendingu um að ég gæti tekið
slíkt að mér. Ég var sem sagt
fenginn til að gera upp þennan
gamla bát frá Ögri og síðustu
fjögur árin hef ég annast viðgerð-
ir á bátum fyrir Þjóðminjasafnið.
Ögri hefur verið inni í skemmu í
tvö ár og lengi hefur staðið til að
hann færi suður, en nú skilst mér
að ákveðið sé að báturinn fari aft-
ur inn í Ögur og þar verði honum
komið fyrir í skemmu, fólki til
sýnis.
Mjóni, báturinn sem ég lauk
nýverið við að að endursmíða, fór
heim í Ófeigsfjörð. Reyndar var
búið að afhenda hann Byggðasafni
Húnvetninga og Strandamanna
og var honum ætlað plássið þar
sem Ófeigur er núna. Til stóð að
byggt yrði yfir Ófeig, en af því
varð ekki. Mjóni var geymdur í
Ragnar Jakobsson í Bolungarvík gerir upp gamla sögufræga árabáta:
Sé eftir því að hafa ekki byrjað á
þessu fyrir tuttugu árum síðan
Hagleiksmaðurinn Ragnar Jakobsson í Bolungarvík er einn örfárra
manna hér á landi sem kann réttu handbrögðin við endurgerð gamalla
árabáta og hefur Þjóðminjasafnið falið honum að gera upp nokkra báta.
Mér er ekki kunnugt um hversu gamall Frið-
þjófur er, en samkvæmt þeim pappírum sem
ég hef fengið er talið að hann sé á bilinu 80
til 100 ára gamall.
Það reynir vissulega á þolinmæðina að gera upp gamla árabáta, en Ragnar kann vel
þessari vinnu enda sé verið að bjarga ákveðnum menningarverðmætum. Mynd:
BB/Halldór Sveinbjörnsson.