Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 27
27
S Í L D V E I Ð A R O G - V I N N S L A
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun,
segist telja að tvær meginástæður
séu fyrir því að tekist hafi að
byggja íslenska sumargotssíldar-
stofninn vel upp. Annars vegar
komi þar til náttúrufarslegar
ástæður og hins vegar skynsamleg
sókn í stofninn. „Það hefur verið
veitt úr þessum stofni af hófsemi
eftir að veiðar voru leyfðar aftur
eftir síldarhrunið um 1970.
Stofninn hefur farið stækkandi
síðan og gæti vaxið enn frekar. Á
leiðinni eru tveir eða jafnvel þrír
mjög sterkir árgangar sem gefa
góð fyrirheit um styrk stofnsins á
næstu árum, ef menn nýta hann
áfram með skynsamlegum hætti,“
sagði Hjálmar. Uppistaðan í síld-
veiðinni ár hvert er 4-6 ára gamall
fiskur, en menn sjá allt upp í 12
ára gamla síld í aflanum. Hjálmar
segir ekki beinlínis hægt að spá
fyrir um hvort stofn íslensku
sumargotssíldarinnar eigi eftir að
stækka enn frekar. „Nei, um það
er erfitt að segja. En vissulega hef-
ur stofninn vaxið jafnt og þétt eft-
ir hrunið fyrir um þrjátíu árum og
menn hafa veitt á svipuðum nót-
um allan tímann, þ.e.a.s. að menn
hafa tekið svipað hlutfall af stofn-
inum á hverju ári. Svo virðist sem
stofninn sé ennþá á uppleið og
hann er kominn upp fyrir þá
stærð sem við höldum að hann
hafi nokkurn tímann verið í hér á
árum áður,“ sagði Hjálmar Vil-
hjálmsson.
Síld allt í kringum
landið
Heimkynni síldarinnar eru í norð-
anverðu Atlantshafi, frá vestur-
strönd Svalbarða í Barentshafi og
inn í Hvítahaf og meðfram strönd
Noregs og inn í Eystrasalt. Síld er
að finna í Norðursjó, Ermasundi
til Biskajaflóa, í kringum Bret-
landseyjar, við Færeyjar, Ísland og
í hafinu milli Íslands og Noregs.
Þá er síld við sunnanvert Græn-
land og í Davissundi og við Norð-
ur-Ameríku frá Norður-Labrador
suður til Norður-Karolínu. Síld er
einnig í Norður-Kyrrahafi. Við
Ísland er síldin allt í kringum
landið.
Á Íslandsmiðum eru þrír að-
skildir stofnar. Í fyrsta lagi ís-
lenska vorgotssíldin, sem er lítill
stofn, í öðru lagi íslenska sumar-
gotssíldin og í þriðja lagi norska
vorgotssíldin sem stundum er
nefnd norsk-íslenski síldarstofn-
inn.
Veiðar á íslensku sumargots-
síldinni eru vertíðabundnar, aðal-
lega veiðist hún á tímabilinu
október-janúar undan suðvestur-,
Stofn íslensku sumargotssíldarinnar virðist enn vera að styrkjast:
Teljum að stofninn hafi
ekki áður verið sterkari
- segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni
Í upphafi síldarvertíðar virðist sem betur fer
vera nokkuð ljóst að íslenska sumargotssíldin
er sterkur stofn sem hefur byggst vel upp á
undanförnum árum. Ómögulegt er að segja
hvort þessi stofn eigi eftir að styrkjast enn frek-
ar, en á meðan veitt er skynsamlega úr stofnin-
um eru líkur til þess að unnt verði að byggja
hann enn frekar upp í framtíðinni.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur.
Mynd: Sigurður Mar Halldórsson.
Síldarskipin í höfn á
Höfn í Hornafirði.