Ægir - 01.08.2001, Side 50
50
Loðnan er smár, frekar þunnur en langur fiskur með frammjóan
haus. Augu eru fremur stór og neðri skoltur teygist örlítið fram
fyrir þann efri. Uggar eru stórir og er bakuggi einn og aftan við
hann er veiðiugginn. Raufaruggi er stærri hjá hængnum en
hrygnunni um hrygningartímann og eyruggar einnig stærri hjá
hængnum en kviðuggar svipaðir hjá báðum kynjum, nokkuð
stórir. Sporðblaðkan er stór og sýld og hreistur smátt. Rákin er
bein en á hængnum myndar hreistrið eins konar loðna rák og þar
af dregur loðnan nafn sitt. Loðnan er oftast grænleit að ofan og
ljós á hliðum og að neðan. Um hrygningartímann breytir hún
aðeins um lit, verður meira silfurlituð á hliðum með rauðblárri
slikju og hvít að neðan. Hængurinn fær þá svarta punkta á hlið-
ar og dökknar litur hans að ofan.
Heimkynni loðnu eru í Barentshafi og Karahafi og austur með
norðurströnd Síberíu. Hún er við Noregsstrendur, Færeyjar, Ís-
land og Grænland. Hún er við Norður-Ameríku, frá Hudson
flóa suður til Nýja Skotlands. Hún er við norðurströnd Kanada
og í Beringssundi við Alaska og Vestur-Kanada og meðfram
austurströnd Síberíu suður til Kóreu. Loðnan er kaldsjávarfiskur
sem kemur þó í hlýsjóinn sunnan og suðvestan Íslands til hrygn-
ingar. Loðnuseiðin dreifast umhverfis allt land en mest er þó af
þeim norðan við land. Aðalsvæði fullorðinnar loðnu eru þó mest
norðan- og norðvestanlands. Í júlí og ágúst eru miklar fæðu-
göngur hjá stofninum og ferðast hann þá vestur og norðvestur af
Jan Mayen og allt norður á 74°N og aftur til baka í september.
Loðnan er uppsjávarfiskur en egg hennar eru botnlæg. Hrygn-
ing fer fram í mars og apríl, fyrir sunnan land og vestan. Hún
hrygnir á sand- og malarbotni á 10-90 m dýpi, mest þó á 30-50
metrum.
Fæða loðnu er breytileg eftir stærð hennar en krabbaflær ým-
iskonar er mikilvægasta fæða hennar. Ljósátan er þó orðin mik-
ilvæg fæða fyrir stærri loðnur. Loðnan vex mishratt eftir kyni.
Hængar vaxa hraðar en hrygnur, ókynþroska fiskur mun hægar
en kynþroska. Loðnan er kynþroska eins árs en hrygnir oftast nær
þriggja ára.
Fyrr á öldum var loðna nýtt til manneldis og skepnufóðurs en
veiðar voru aðeins í litlu mæli um síðustu aldamót. Nútímaveiði
í hringnót hófst ekki fyrr en eftir 1960 og hefur aflinn aukist
jafnt og þétt síðan. Fyrstu árin var loðnan eingöngu veidd eftir
að hún var gengin til hrygningar en 1975 hófust veiðar að sum-
ar- og haustlagi. Miklar sveiflur hafa verið á stærð veiðistofnsins
og hafa veiðar verið takmarkaðar annað slagið eða jafnvel bann-
aðar. Veiðar í hringnót hafa gengið heldur erfiðlega síðustu árin
og hafa sjómenn farið að nota flotvörpu við veiðarnar. Íslending-
ar hafa alla tíð veitt mest allra þjóða af loðnu en Norðmenn og
Færeyingar veiða einnig nokkuð af henni.
Mallotus villosus
Loðna
F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N
K R O S S G Á T A N