Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 22
22
S T Ö Ð U G L E I K I S K I P A
Það eru mörg atriði sem hafa áhrif
á byrjunarstöðugleika skipa og
má þar nefna ef leki kemur að
skipi, yfirísing, eyðsla olíu og
vatns, óheft yfirborð vökva í
geymum, óheft yfirborð sjávar á
þilfari, þ.e. ef sjór rennur ekki
auðveldlega af þilfari og þegar
skip siglir á undan öldu á ,,lensi“,
en þá liggur það oft rétt framan
við öldutoppinn og hangir í öld-
unni í ákveðinn tíma. Í raun er
stöðugleiki skipa alltaf að breytast
örlítið á siglingunni og rýrnar
hann stundum töluvert t.d. á lensi
á því augnabliki þegar aldan nær
skipinu og hrífur það með sér.
Þegar siglt er með ölduna á ská að
aftanverðu eða á ,,hornið“, eins og
talað er um til sjós, geta myndast
varasamar aðstæður og eru ýmsar
skýringar til á því. Þegar aldan
liggur miðskips verður vatnslínu-
flatarmál til að viðhalda flotþörf
skipsins minna en ef það liggur á
sléttum sjó og minnkar við það
byrjunarstöðugleikinn.
Stærð fríborðs hefur veruleg
áhrif á endingu stöðugleikans. Á
skipum sem hafa mikið borð fyrir
báru er formstöðugleikinn meiri
en hjá skipum sem liggja djúpt í
sjó.
Í sumum tilfellum sigla skip
með of mikinn byrjunarstöðug-
leika, sem veldur miklu álagi á
burðarvirki skipsins, farm og
áhöfn, m.ö.o. það fer illa með
skipið, farminn og áhöfnina.
Nokkur dæmi eru um farmskaða
sem af slíku hefur hlotist, þegar
gámar hafa hreinlega rifið sig
lausa af dekki, kastast í hafið og
farmur færst til í lestum. Við
slíkar aðstæður er æskilegt að hafa
byrjunarstöðugleikann minni og
skipið mýkra. Þetta á líka við um
fiskiskip og myndu skipstjórnar-
menn undir mörgum kringum-
stæðum óska eftir minni stífni, þó
ekki án þess að vita með góðri
vissu hver stöðugleiki skipsins er
hverju sinni. Samkvæmt reglu-
gerð má stöðugleiki fiskiskipa
ekki fara undir ákveðið lágmark
og er það á ábyrgð skipstjórnar-
manna að það gerist ekki. Til
þess getur þó komið, ef togskip
fær t.d. mikinn afla á dekk og
einnig þegar gengið er á olíu- og
vatnsbirgðir og afli í lest er lítill.
Nokkur orð um
stöðugleika skipa
Stöðugleiki skips er hæfileiki þess til að rétta sig við hafi það fengið á sig
halla. Talað er um byrjunar- og formstöðugleika skipa og verða þessi
hugtök ekki útskýrð nánar í þessari grein. Talað er um að skip sé ,,stíft“
ef byrjunarstöðugleikinn er mikill, velturnar verða hraðar en ,,svagt“ ef
það veltur rólega.
Smíðað var sérstakt stöðugleikaforrit fyrir Snorra Sturluson RE-219. Hér má sjá
dæmi um skjámynd af forritinu, en eins og kemur fram í grein Páls Ægis tekur
það til stöðugleika, stafnhalla og hliðarhalla skipa ásamt ýmsum öðrum upplýs-
ingum sem hægt er að bæta við forritið. Unnt er að tengja sjálfvirkan aflestur í
tönkum við forritið og lesa magn í hverjum tanka eða í lest t.d. loðnuskipa.
Höfundur er Páll
Ægir Pétursson,
skipstjóri á
olíuflutninga-
skipinu Kyndli.