Ægir - 01.08.2001, Síða 25
25
E R L E N T
- Það er staðreynd að við borðum
of mikið af óhollum mat, einkum
unga fólkið. Hvernig fáum við
það til að borða meiri fisk? Jú,
setjum fiskfars í pylsugörnina í
staðinn fyrir kjötfars! Inge og Jak-
ob vita ekki til þess að reynt hafi
verið fyrr í Noregi að framleiða og
selja fiskpylsur. Reyndar var fyrir
nokkru gerð tilraun norður á
Nordkapp að vinna hreint, hlut-
laust prótín úr fiski, en hún
mistókst. Þar var vinnsluferlið
allt annað en hjá Odin Fisk.
Sérstök framleiðsla
- Hvernig bragðast svo fiskpylsa?
- Allir sem reynt hafa segja að
hún sé mjög góð á bragðið. Auð-
vitað er ofurlítið fiskbragð að
henni, en hún líkist „venjulegri“
pylsu, segir Jakob. Hann vill ekki
bera fiskpylsuna saman við fisk-
búðing og segir að notuð verði
allt önnur uppskrift, aðrar fisk-
tegundir og annað krydd en í
hinn vel þekkta og vinsæla fiski-
búðing. Öll tilraunaframleiðslan
var uppseld svo blaðamaðurinn frá
Fiskaren fékk ekki að smakka.
Þróunarvinna
Hjá Odin Fisk hafa verið gerðar
tilraunir með framleiðslu á
fiskpylsum um nokkurt skeið.
Meðal annars hefur fyrirtækið
fengið aðstoð frá kennurum og
nemendum við Sandsli framhalds-
skólann í Bergen þar sem gerðar
hafa verið prufur.
- Svo virðist sem þörf sé fyrir
þessa framleiðslu á markaðinum.
Bæði ungir og gamlir hafa prófað
pylsurnar og allir segja að þær séu
afar góðar, segir Jakob.
Pylsurnar verða framleiddar
með mismunandi útliti og bragði,
allt eftir því hver markhópur
kaupenda er. Kannski verður
bæði hægt að fá þær sem Vínar-
pylsur og grillpylsur.
Bráðlega verður farið að fram-
leiða pylsurnar í stærri stíl og
koma þeim á markað. Odin Fisk
ætlar sér þó ekki að verða neinn
risi í pylsugerð, að minnsta kosti
ekki fyrst um sinn. Áætlað er að
fyrirtækið framleiði 300-400
tonn næstu fjögur árin.
Stjórnendur Odin Fisk eru nú
að leita eftir samvinnu við fyrir-
tæki sem getur tekið að sér bæði
framleiðslu og sölu á landsvísu.
Ef allt fer sem horfir ættu
fiskpylsurnar að fást í búðum inn-
an fárra mánaða.
Hvað á pylsan að heita?
Odin Fisk hefur sótt um opinbera
styrki til að þróa framleiðsluna en
alls staðar fengið neitun. Þó er það
stefna hins opinbera að auka
fiskneyslu. Heyrst hefur um mik-
inn áhuga ýmissa fjárfesta, en þeir
hafa enn látið sitja við orðin tóm.
En hvað á pylsan að heita? Inge
líst illa á að kalla hana bara
„Fiskpylsu“. Honum líst miklu
betur á „Sea Snack“.
Álit neytenda
Fiskaren hafði tal af nokkrum
gestum á norskum veitingastöð-
um og spurði þá hvernig þeim lit-
ist á að borða pylsur gerðar úr
fiski í stað kjöts. Yfirleitt leist
unga fólkinu betur á hugmyndina
en hinum eldri. Ung stúlka sem
var að borða á MacDonald’s þótti
hugmyndin góð og taldi að ungt
fólk myndi kaupa slíkar pylsur og
þannig myndi fiskneysla þess
aukast. Pylsusala í Bergen þótti
hugmyndin spennandi og sagðist
með ánægju myndu bjóða við-
skiptavinum sínum fiskpylsur
auk hinna hefðbundnu. Flestir
viðskiptavinir Brygga Sjømat eru
vel fullorðnir og þeim leist hreint
ekki vel á hugmyndina. Einum
fannst hún minna sig um of á
stríðið þegar skór voru gerðir úr
fiskroði.
Hvað segir kokkurinn?
Sjónvarpskokkurinn Lars Barmen
segir að bragðið ráði úrslitum.
Hann segir ennfremur að margir
kokkar á betri veitingastöðum
hafi búið til eigin fiskpylsur,
meðal annars laxapylsur, en hann
vill ekki spá neinu um gengi
Odin Fisk í keppninni um hylli
neytenda.
Fiskpylsur á markað
Norðmenn borða mikið af Vínarpylsum.
Fiskaren greinir frá því að Inge Petersen og Jak-
ob Haugå í Odin Fisk hf. hyggist ná til sín
hluta pylsusölunnar, sem er rúmlega 40.000
tonn á ári, með því að framleiða pylsur gerðar
úr fiski.
Pylsusali í Bergen vill
gjarnan geta boðið
viðskiptavinum sínum
upp á fiskpylsur jafnt
sem hefðbundnar
pylsur.
Nemendur og kennarar við Sandsli
framhaldsskólann í Bergen lögðu Odin
fisk lið við prufur á fiskpylsunum.