Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2010, Page 10

Ægir - 01.02.2010, Page 10
10 Einn helsti ágallinn í rök- semdafærslu Þorsteins Gylfa- sonar, um eignarhald ríkisins á fisknum í sjónum og fisk- veiðiréttindum, er að enginn greinarmunur er gerður á lagareglum sem gilda annars vegar um myndun eignarrétt- inda yfir villtum dýrum og svo hins vegar réttinum til að veiða þessi dýr. Hvergi í lög- um um stjórn fiskveiða er mælt fyrir um að þjóðin eða ríkið eigi fiskveiðiréttindin, þ.e. veiðiheimildirnar. Full- yrðingar í aðra veru eru væg- ast sagt hæpnar en byggjast á „auðvitað-rökunum“, þ.e. auðvitað eigi þjóðin veiði- heimildirnar. Standi vilji til þess að ríkið eða þjóðin eigi veiðiheimildirnar þá hefur það ávallt verið löggjafanum í lófa lagið að segja það berum orðum. Sé það ekki sagt, þá rýrir það sönnunarstöðu ríkis- ins eða þjóðarinnar sem mögulegs eiganda að þessum verðmætum. (3) Eru fiskar í sjó eignar- hæfir? Jafnframt var í grein Þor- steins framhjá því litið að sú meginregla á sér djúpar rætur að enginn á villt dýr fyrr en þau hafa verið handsömuð og þeim komið í vörslur til- tekins aðila. Þessi regla gilti í Rómarrétti og hefur einnig gilt í eignarétti flestra vest- rænna ríkja. Eigandi lands að á, hefur ekki umráð fiskjar sem í ánni syndir, en á hinn bóginn hefur hann rétt til að veiða í ánni, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hann eignast fiskinn þegar hann hefur veitt hann, en ekki fyrr. Fiskveiðiréttindin eru því eignarhæf, en ekki fiskurinn á meðan hann lifir enn villtur í náttúrunni. Það sama á við um fiskinn í sjónum og fisk- veiðiréttindi í sjó. Fiskarnir lifa villtir í efnahagslögsög- unni og á meðan svo er á þá enginn. Þetta má rökstyðja enn frekar með vísan til dóma Hæstaréttar sem fjallað hafa um eignarhald á villtum dýr- um og greininga fræðimanna á því réttaratriði.7) (4) Ummæli tveggja dóm- enda Hæstaréttar í Vatneyr- armálinu Rétt þykir ennfremur að rifja upp eftirfarandi ummæli í sératkvæði tveggja dómenda Hæstaréttar í Vatneyrarmál- inu:8) „Í 1. gr. laga nr. 38/1990 segir meðal annars að nytja- stofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að markmið laganna sé að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta at- vinnu og byggð í landinu. Í þessari stefnumörkun felst eindregin skírskotun til þess, að heildarhagsmunir þjóðar- innar skuli vera undirstaða allra reglna um stjórn fisk- veiða.“ Af þessum ummælum verður sú nærtæka ályktun dregin að orðalagið „nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ merki ekki hefðbundin eign- arréttindi ríkis eða þjóðar. Væri það skoðun dómaranna að yfirlýsingin hefði slíka þýðingu hefðu þeir án efa byggt á því í rökstuðningi sínum þegar þeir komust að þeirri niðurstöðu að reglur um myndun aflaheimilda brytu í bága við jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Þvert á móti undirstrikuðu þeir þann skilning, sem m.a. Þor- geir Örlygsson setti fram á sínum tíma, að sameignaryfir- lýsingin væri skírskotun til þess að heildarhagsmunir þjóðarinnar skuli vera undir- staða allra reglna um stjórn fiskveiða. Ályktanir Það er að sjálfsögðu háð pól- itísku mati hvers eðlis heild- arhagsmunir þjóðarinnar séu og hvernig sé skynsamlegast að vernda þá. Sumir segja að fiskveiðistjórn reist á félags- legum sjónarmiðum skili sam- félaginu mestu en aðrir að innan ramma heildaraflatak- markana eigi markaður með aflaheimildir að stýra því hvaðan hagkvæmast sé að gera út. Enn aðrir vilja blanda þessum leiðum saman og hefur það verið gert í umtals- verðum mæli á Íslandi síðan árið 1984. Standi vilji til þess að færa ríkinu eignarrétt yfir fiskveiði- réttindum er hægt að kveða á um það með einföldum og skýrum hætti. Þetta hefur ekki verið gert. Þrátt fyrir það hef- ur með endurtekningunni um sameign þjóðar verið búinn til veruleiki sem kemur grein- arhöfundi spánskt fyrir sjónir með tilliti til laga og réttarör- yggis. Þannig hafa langskóla- gengnir sérfræðingar á ýms- um sviðum fjallað um þetta réttaratriði á opinberum vett- vangi og talið að um skýra eignarréttaryfirlýsingu væri að ræða. Þessi árátta að endur- taka falleg orð ætti þó engu að breyta um hina lagalegu stöðu. Því er nú, sem áður, mikilvægt að koma því undir- stöðuatriði til skila.9) Tilvísanir 1) Þessir dómar eru annar vegar veiði- leyfadómurinn, sbr. Hrd. 1998, bls. 4076 og hins vegar Vatneyrardóm- urinn, sbr. Hrd. 2000, bls. 1534. Síðar í greinarflokknum verður Fagramúladómurinn rakinn, sbr. Hrd. 2003, bls. 1176, sem og álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007, sbr. mál nr. 1306/2004. 2) Sjá ritgerð Þorsteins Gylfasonar „Fiskur, eignir og ranglæti“ sem er að finna í ritgerðarsafni hans Rétt- læti og ranglæti. Reykjavík 1998, bls. 109-130. Þess má geta að grein- in var m.a. lesin yfir af tveim þá- verandi og núverandi dómurum við Hæstarétt Íslands. 3) Sjá Þorgeir Örlygsson: „Hver á kvótann?“. Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1998, bls. 28-59; ; Sigurður Líndal: „Nytjastofnar á Íslandsmið- um – sameign þjóðarinnar“. Afmæl- isrit – Davíð Oddsson fimmtugur 17. janúar 1998. Reykjavík 1998, bls. 781-808.,. 4) Sjá Þorsteinn Gylfason: Réttlæti og ranglæti, bls. 111 og 112. 5) Þorsteinn Gylfason: Réttlæti og ranglæti, bls. 119. 6) Sjá Hrd. 1981, bls. 182, og Hrd. 1981, bls. 1584. 7) Sjá t.d. Hrd. 1949, bls. 3; Einar Arn- órsson: „Hver átti refsfeldinn?“. Tímarit lögfræðinga, 3. tbl., 3. árg., 1953,, bls. 5-13 (á bls. 11-13), ; Skúli Magnússon: „Um stjórnskipu- lega eignarréttarvernd aflaheim- ilda“. Úlfljótur, 3. tbl., 50. árg., 1997, bls. 587-618 (á bls. 611-613). 8) Hrd. 2000, bls. 1534 (á bls. 1551). 9) Í næstu grein verður fjallað um þann þátt greinar Þorsteins Gylfa- sonar sem laut að myndun afla- heimilda í íslenska fiskveiðistjórn- kerfinu. Lögfræðileg spursmál um fiskveiðistjórnina á Íslandi hafa verið fjölmörg frá því núverandi kerfi komst á. F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.