Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Síða 23

Ægir - 01.02.2010, Síða 23
23 L Í N U Ú T G E R Ð Í N O R E G I „Líkt og heima þarf að leggja á sig mikla vinnu til að ná árangri og vinna sam- kvæmt því kerfi sem er við lýði hverju sinni. Hér er þó verð á kvóta er ekki eins hátt og heima á Íslandi. Síðan eru frjálsar veiðar ákveðnum teg- undum fyrir báta undir 28 metrum, þ.e. á meðan heild- arkvótanum í viðkomandi tegundum fyrir landið er ekki náð. Þetta á við um t.d. ýsu og keilu og við erum að fleyta okkur langt á þeim teg- undum. Síðan erum við með svolítinn þorskkvóta sem við nýtum í meðafla og skiptum yfir á þorsk þegar ýsan geng- ur út af grunnslóðinni yfir sumarið,“ segir Helgi en óhætt er að segja að árangur þeirra á Ástu B frá áramótum sé eftirtektarverður. Frá ára- mótum hefur báturinn fiskað um 185 tonn af ýsu og er raunar fjórða aflahæsta ýsu- skip í öllum norska skipaflot- anum þá þessu tímabili. Pokabeitutækning heldur betur að sanna sig Þennan mikla og góða árang- ur þakkar Helgi ekki síst hinni nýju pokabeitu frá Bernskunni í Súðavík og pokabeitningavélinni frá KM stáli. Sem kunnugt er hefur Bernskan í kjölfar árangurs Ástu B gert samning um pokabeitningarvélar og sölu á beitu til Vísis hf. í Grindavík, og fleiri útgerðir eru áhuga- samar. „Þessi búnaður hefur held- ur betur sannað sig og slegið í gegn. Ýsan virðist mjög sólgin í pokabeituna og við getum nánast sagt að allir krókar sem fara beittir út úr bátnum skili fiski inn þannig að árangurinn er frábær. Við erum líka að sjá að stórþorsk- urinn, 20+ fiskurinn, er að taka þessa beitu en við sjáum betur þegar við förum að snúa okkur meira að þorskin- um hvaða beitu hann vill. Við erum bara búnir að prófa eina gerð af pokabeitu frá Bernskunni og vitum hvað ýsan vill en getum síðan fikrað okkur áfram. Við höf- um samanburð við Sögu K, þar sem er hefðbundin línu- beiting og sjáum að pokabeit- an er að skila miklu betri ár- angri,“ segir Helgi og bætir við að aðal ýsuveiðitíminn á svæðinu sé á haustin og fram- undir vorið. „Norðmennirnir standa bara á kæjanum og skilja ekkert í fiskiríinu á okkur. Meðan þeir eru að koma með sín 2-3 tonn í róðri erum við með 8-10 tonn af sömu mið- um,“ segir Helgi. Öflugur bátur Eins og áður segir er Ásta B af gerðinni Cleopatra 50 en Saga K er Cleopatra 36 og Úr brúnni. Eins og sjá má er rúmt um skipstjórnendur og mikill tækjabúnaður um borð.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.