Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Síða 34

Ægir - 01.02.2010, Síða 34
34 V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I „Hemmer þvernetstrollið er í dag í notkun hjá stórum hluta íslenska togaraflotans. Í sam- anburði við hefðbundin troll fólst megin breytingin í hönn- un þess í því að netinu er snú- ið um 90º. Það gerir að verk- um að möskvar opnast betur, minna net þarf í trollið, tog- mótstaða minnkar og olía sparast. Það er mikilvægt at- riði á tímum hás olíuverðs,“ segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets í Neskaupstað um árangurinn af Hemmer þvernetstrollinu sem Fjarðanet kom fram með fyrir þremur árum. Jón Einar segir mikilvægt að eiga í nánu samstarfi við sjómenn og útgerðarmenn um þróun veiðarfæra. Fylgja eftir þeim áherslum sem út- gerðin hafi hverju sinni. Dæmi um þetta eru gulldepl- uveiðarnar. „Fjarðanet hefur í samvinnu við Hampiðjuna sett upp gulldeplupoka sem hefur virkað vel. Við fram- leiðum einnig flottrollspoka fyrir loðnu-, kolmunna- og síldveiðar og höfum gert í mörg ár,“ segir hann. Mikil samanlögð reynsla í veiðarfæragerð Fjarðanet rekur veiðarfæra- þjónustu á fjórum stöðum, þ.e. Ísafirði, Akureyri, Nes- kaupstað og Fáskrúðsfirði. Í Neskaupstað og á Ísafirði rek- ur Fjarðanet einnig gúmmí- bátaþjónustu. Hjá Fjarðaneti starfa í dag um tuttugu manns og er fyrirtækið hluti af Hampiðjan Group. „Verkefnin á netaverkstæð- um okkar eru misjöfn. Fyrir norðan og vestan er mest unnið í botntrollum og snur- voðum, meðan að fyrir austan er stærri hluti verkefnanna tengdur uppsjávarveiðum. Okkar styrkur liggur í víð- tækri og breiðri þjónustu, bæði landfræðilega og þjón- ustulega. Við erum gamalgró- ið fyrirtæki sem við erum býr yfir mikilli reynslu og þekk- ingu í veiðarfæragerð. Veiðar- færi Fjarðanets byggja á ís- lensku hugviti og reynslu ís- lenskra sjómanna í gegnum árin. Þetta tel ég vera einn af þeim þáttum sem hafa lagt grunninn að því hversu öflug- ur fiskveiðiflotinn okkar er,“ segir Jón Einar. Meira en bara veiðarfæri En Fjarðanet er meira en bara veiðarfæri. Fyrirtækið saumar yfirbreiðslur eftir máli og í Neskaupstað og á Ísafirði rek- ur Fjarðanet einnig skoðunar- stöðvar fyrir gúmmíbjörgunar- báta. Hagræði felst í því fyrir útgerðarmenn að geta látið skoða björgunarbátana þar sem skipin koma til löndunar og algengt er að þá séu tæki- færin notuð til skoðunar á björgunarbátum. „Fjarðanet er eina fyrirtæk- ið á Íslandi sem er sérhæft í þjónustu við fiskeldi, með rekstri á þvottastöð fyrir fisk- eldispoka ásamt framleiðslu á nýjum pokum. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir þau fiskeld- isfyrirtæki sem starfa í land- inu, og fyrir framtíðarupp- byggingu fiskeldis, að til sé fyrirtæki á Íslandi sem sér- hæfir sig í slíkri þjónustu. Fyrirtækin sem við þjónustum eru á Austfjörðum, Norður- landi og Vestfjörðum,“ segir Jón Einar. Fjarðanet er einnig með víðtæka þjónustu við verk- taka, sveitarfélög og aðra framkvæmdaaðila. Það nýj- asta segir Jón Einar fram- leiðslu og sölu á hífingarbún- aði, keðjuslingum, stroffum og tengdum vörum. „Við seljum hífingarbúnað frá Gunnebo Lifting í Svíþjóð og byggum þjónustna upp í samvinnu við Hampiðjuna sem er umboðsaðili Gunnebo á Íslandi. Um framleiðslu á hífingarbúnaði gilda strangar reglur og til að geta veitt þessa þjónustu höfum við sent starfsfólk á námskeið hjá Gunnebo í Svíþjóð. Fjarðanet gerði á síðasta ári samning við Alcoa Fjarðaál á Reyðar- firði um sölu og þjónustu á hífingarbúnaði í álverinu. Þjónustan fellst í sölu á bún- aði, ásamt eftirliti með búnaði í notkun og námskeiðahaldi fyrir starfsmenn Alcoa Fjarða- áls,“ segir Jón Einar Marteins- son. Fjarðanet rekur alhliða veiðarfæraþjónustu á fjórum stöðum: Hemmer þvernetstrollið hefur sparað útgerðum dýrmæta olíu Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets, í sal fyrirtækisins í Neskaupstað.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.