Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Síða 38

Ægir - 01.02.2010, Síða 38
38 S T R A N D V E I Ð A R K R O S S G Á T A Í skriflegu svari Jóns Bjarna- sonar, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, við fyrir- spurn Einars K. Guðfinnsson- ar, alþingismanns, kemur fram að rösklega 17% strandveiði- aflans fóru síðastliðið sumar til kaupanda í löndunarhöfn. Ef tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að af rösklega 4100 tonna strandveiðiafla voru 715 tonn seld til aðila í löndunarhöfn, þar af tæplega 600 tonn í beinum kaupum aðila á sama stað og tæp 120 tonn á markaði. Ef aftur á móti er litið á strandveiðiafla sem seldur var utan löndun- arhafnar sést að þá fór mikill meirihluti, eða 2800 tonn á markað, rösklega 500 tonn í beina sölu og 86 tonn til út- flutnings. Samtals var afli seldur utan löndunarhafnar rúmlega 3400 tonn af strand- veiðiaflanum. Séu einstakar hafnir skoð- aðar þá fór um helmingur strandveiðiaflans sem landað var í Vestmannaeyjum til að- ila þar í bæjarfélaginu en magnið var hins vegar ekki nema um 38 tonn. Stærstu löndunarhafnir strandveiðiafl- ans voru Patreksfjörður, Bol- ungarvík og Grímsey, með á bilinu 220 til 250 tonn. Á Patreksfirði voru um 13% keypt af aðila í löndunarhöfn, 16% í Grímsey og 41% í Bol- ungarvík. Í Hrísey fór hins vegar all- ur strandveiðiafli sem þar var landað til kaupenda í heima- höfninni, en ekki var þó um að ræða nema 0,6 tonn. Á Flateyri fóru 99,8% aflans til aðila í heimahöfn, 100% á Borgarfirði eystri og sömu- leiðis var hlutfallið yfir 90% á Suðureyri. Strandveiðiaflinn: Kaupendur sjaldnast í löndunarhöfn

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.