Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 8
8 Í veiðileyfadómi Hæstaréttar í desember 1998, sbr. Hrd. 1998, bls. 4076, var talið að þágildandi meginregla um út- hlutun almennra veiðileyfa í atvinnuskyni, bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar og það jafnræði sem gæta þyrfti við takmörkun á atvinnufrelsi.1) Við dóm Hæstaréttar vöknuðu margvís- leg álitamál og eitt þeirra var hvort stjórnskipulega nauðsyn bæri til að breyta fiskveiði- stjórnkerfi krókabáta2) á þann veg að allir mættu fá almenn veiðileyfi og stunda veiðar á grundvelli kerfisins.3) Yrði það niðurstaðan myndu forsendur kerfisins bresta þar eð ótak- markaður aðgangur nýrra út- gerðaraðila að veiðikerfi, þar sem ekki eru heildaraflatak- markanir, leiða óhjákvæmi- lega til veiði umfram leyfileg- an heildarafla ásamt því að auka líkur á offjárfestingu. Niðurstaðan varð sú að taka upp sérstakt kvótakerfi fyrir krókabáta, hið svokall- aða krókaaflamarkskerfi. Þetta var gert með margvís- legum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 á tímabilinu 1999- 2004.4) Í þessari grein verður gerð tilraun til að útskýra þá þróun sem átti sér stað við stjórn fiskveiða krókabáta á tímabilinu 1999-2010. Óhjá- kvæmilegt er að stikla á stóru enda efnið tyrfið og flókið. Umfjölluninni verður skipt eftir tímabilunum 1999-2001, 2001-2004, 2004-2006 og 2006-2010. Fiskveiðistjórn krókabáta 1999-2001: Þorskaflahámarkskerfið og önnur veiðikerfi Á fiskveiðiárunum 1996/1997- 1997/1998 hafði fiskveiði- stjórn krókabáta stuðst við þrjú veiðikerfi: (1) þorsk- aflahámarkskerfið; (2) hand- færa- og línubátakerfið og (3) handfærabátakerfið. Í þorsk- aflahámarkskerfinu voru þorskveiðar einstakra báta takmarkaðar miðað við tiltek- ið aflamagn en ekki í öðrum botnfisktegundum. Í hinum tveim kerfunum voru veiðar án aflatakmarkana en háðar sóknardagatakmörkunum. Með setningu laga nr. 1/1999 áttu allir þorskaflahá- marksbátar að hefja veiðar í krókaaflamarkskerfi sem átti að koma að fullu til fram- kvæmda við upphaf fiskveiði- ársins 2000/2001. Þessari kerfisbreytingu var svo frest- að til upphafs fiskveiðiársins 2001/2002, sbr. lög nr. 93/2000. Útgerðir báta í hin- um tveim kerfunum höfðu í grundvallaratriðum val á milli þriggja kosta, þ.e. (1) að halda áfram í sínu kerfi en með aflatakmörkunum í þorski; (2) að hefja veiðar strax í krókaaflamarkskerfinu og (3) að hefja handfæraveið- ar í svokölluðu dagabátakerfi þar sem engar aflatakmarkan- ir voru á neinni tegund en veiðar bundnar sóknardaga- takmörkunum. Á grundvelli reglna í bráðabirgðaákvæði II laga nr. 1/1999 var krókaaflahlutdeild í þorski, ýsu, ufsa og steinbít úthlutað til einstakra báta sem höfðu stundað veiðar í þorsk- aflahámarkskerfinu. Það sama gilti um útgerðir í öðrum kerf- um. Ekki þykir ástæða til að rekja efni þessara úthlutunar- reglna ítarlega enda tóku þær síðar breytingum. Í þessu sambandi skiptir mestu máli að reglurnar höfðu þau áhrif að króka- bátaflotinn átti að fá samtals um 14% hlutdeild í leyfileg- um heildarafla í þorski, vel undir 10% í leyfilegum heild- arafla í ýsu og ufsa og um fjórðungs hlutdeild í steinbít. Þessi réttur krókabáta, sem hlutfall af leyfilegum heildar- afla, átti hins vegar eftir að aukast með setningu laga nr. 129/2001 og laga nr. 74/2004. Þar sem veiðar þorsk- aflahámarksbáta voru ekki háðar aflatakmörkunum í öðrum botnfisktegundum en þorski, nýttu margar útgerðir þessara báta tækifærið og juku verulega veiðar á ýsu, steinbít og keilu á tímabilinu janúar 1999 til 31. ágúst 2001. Sem dæmi veiddu krókabát- ar, þ.e. fyrst og fremst þorsk- aflahámarksbátar, 25,7% ýsu- aflans, 54,2% steinbítsaflans og 24,5% keiluaflans á fisk- veiðiárinu 2000/2001.5) Þorsk- veiðar svokallaðra dagabáta urðu einnig verulega umfram áætlanir á tímabilinu 1999- 2001.6) Fiskveiðistjórn krókabáta 2001-2004: Krókaaflamarkskerfið og dagabátakerfið Í upphafi fiskveiðiársins 2001/2002 tók við tvöfalt fisk- veiðistjórnkerfi krókabáta, annars vegar krókaaflamarks- kerfið og hins vegar daga- bátakerfið. Á þessum kerfum voru gerðar breytingar með lögum nr. 129/2001 og lögum nr. 3/2002. Af þessum breyt- ingum leiddi að krókaafla- hlutdeild í ýsu, ufsa, steinbít, keilu og löngu jókst ásamt því að rýmkað var fyrir sókn- ardagaréttindi dagabáta. Hið fyrrnefnda gerði m.a. að verkum að hlutur aflamark- sskipa í leyfilegum heildarafla viðkomandi tegunda þurfti að lækka og hið síðarnefnda leiddi til þess að dagabátar gátu veitt mun meira af þorski og ufsa en upphaflega var gert ráð fyrir þegar lög nr. 1/1999 voru sett. Skömmu eftir að fiskveiði- árið 2001/2002 gekk í garð, eða í byrjun október 2001, birti Byggðastofnun skýrslu sem bar heitið: „Áhrif kvóta- setningar aukategunda hjá krókabátum á byggð á Vest- fjörðum“.7) Í skýrslunni var því m.a. lýst hvaða áhrif óbreytt úthlutun krókaafla- hlutdeildar í ýsu, ufsa og steinbít hefði á rekstrarmögu- leika krókabáta á Vestfjörð- um miðað við fiskveiðiárin á undan.8) Skömmu síðar, eða 18. október 2001, var lagt fram frumvarp á Alþingi sem varð að lögum nr. 129/2001. Þau lög höfðu í för með sér verulega aukinn fiskveiðirétt krókabáta í tegundunum ýsu, ufsa og steinbít.9) Með stoð í lokamálslið 1. mgr. a-liðar 7. gr. laga nr. 129/2001, varð krókaaflahlut- deildin í ýsu tæp 14,5%, í ufsa 6,1% og í steinbít 38,4%. Samhliða þessu var gert ráð fyrir sérstökum krókaafla- markspottum í þessum þrem tegundum, þ.e. tilteknir krókabátar gátu samtals veitt á hverju fiskveiðiári 1.000 lestir af ýsu, 500 lestir af ufsa og 1.000 lestir af steinbít. Út- hlutun þessara potta átti að renna til útgerða krókabáta sem gerðir væru út frá sjávar- byggðum sem að verulegu leyti væru háðar veiðum bátanna.10) Þessu til viðbótar var krókaaflahlutdeild úthlut- Fiskveiðistjórn krókabáta 1999-2010 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N „Með setningu laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 átti að meginstefnu að byggja á meginreglum aflamarkskerfisins. Frá þessu var þó vikið með ýmsum hætti, m.a. í þágu krókabátaútgerða en þær voru yfir 1100 talsins í ársbyrjun 1991 og voru 824 í upphafi fiskveiðiársins 1998/1999,“ segir greinarhöfundur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.