Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 19
19 R A N N S Ó K N I R svæði með togveiðum. Línu- veiðar geta að auki brotið niður kóral þótt að erfiðara að meta skaðsemi hennar “ segir Stefán. Fiskar sækja á kóralsvæðin Árangurinn af leiðangri sum- arsins var sá að stór kóral- svæði fundust m.a. úti fyrir Papagrunni, Hornafjarðar- djúpi og Stokknesgrunni, en annars staðar var útbreiðslan blettótt. Stefán segir að í Lónsdjúpi hafi tengsl kórala við fiska verið könnuð sér- staklega. Þéttleiki og sam- setning fiska voru borin sam- an við mismunandi kóral- svæði og á svæðum þar sem engan kóral var að finna. „Fyrstu niðurstöður benda til þess að fiskar eins og t.d. karfi og keila sæki sérstak- lega á svæði þar sem lands- lagið á hafsbotni er fjölbreytt líkt og gildir um kóralsvæð- in,“ segir Stefán. Þegar hafa nokkur kóral- svæði verið friðuð, en Stefán segir brýnt að kortleggja svæðin svo halda megi áfram að tryggja verndun þeirra. „Það er almennur skilningur, m.a. hjá sjómönnum, að það þurfi að vernda þessi svæði. Sjómenn hafa verið hjálpsam- ir að benda á líklega fundar- staði kórala og jafnvel lagt til svæðalokanir. Miklar líkur eru á að kóralsvæði séu mik- ilvæg fyrir lífríkið í hafinu og hafi því mikið verndargildi. Því miður hefur mörgum svæðum verið raskað gegn- um árin og við viljum koma í veg fyrir að fleiri svæði hljóti sömu örlög,“ segir Stefán. Leiðangursmenn í rannsóknum á búsvæðum kórals. Stefán Áki Ragnarsson, leiðangursstjóri, segir að markmiðið með rann- sóknunum sé að kortleggja búsvæði kórala hér við land sem og meta ástand þeirra og þýðingu fyrir fiska. Miðhellu 4 • 221 Hafnarfirði • S: 414 8080 • www.naust.is Íslenskt hugvit R a f d r i f i ð v í r a s t ý r i Hentar öllum vindutegundum, er einfalt í niðursetningu, bætir röðun, eykur endingu og er bæði fyrir Dynex og vír. - Nútíminn er rafdrifinn! Eykur endingu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.