Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 22
22 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Þetta hefur tekið góðan tíma eða um fimm ár og verið unnið hægt og bítandi og skref fyrir skref. Sameiningin sem slík gekk býsna hratt og vel fyrir sig en vinn- an við uppbyggingu uppsjávardeildar- innar og markaðsdeildarinnar hefur tekið drjúgan tíma. Nú þurfum við að nýta þau sóknarfæri sem þetta starf hefur skil- að okkur. Við teljum að nú séum við komin með mjög öfluga uppsjávardeild sem tekist geti á við þau verkefni sem fyrir liggja, hvort heldur sem er í veiðum og vinnslu á loðnu, síld, makríl eða kol- munna. Það hefur dregið úr veiðum á loðnu og íslensku sumargotssíldinni en við höfum náð að nýta mun betur en áð- ur þann takmarkaða loðnukvóta sem við höfum fengið úthlutað. Við höfum náð að nýta mestan hluta loðnukvótans til hrognatöku og frystingar á loðnuhrogn- um, m.a. vegna þess hvernig skipunum hefur verið stýrt með tilliti til þess afla sem landað hefur verið á Akranesi og Vopnafirði. Hið sama má segja um markaðsmálin. Markaðsdeildin hefur unnið að því að búa til betri markaðs- tækifæri fyrir afurðirnar okkar og reynt er að stýra þeim inn á markaði sem gefa best af sér. Það eru mikil tækifæri í fyrir- tæki eins og HB Granda til frekari fram- kvæmda en á meðan algjör óvissa ríkir um framtíð íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfisins þá hefur hægt verulega á öllum fjárfestingum í sjávarútveginum. Það breytir því ekki að það verður að halda hinum daglegra rekstri gangandi.“ Botnfiskdeildin er hryggjarstykkið í rekstrinum Eggert Benedikt segir að þótt honum hafi orðið tíðrætt um uppbyggingu upp- sjávardeildarinnar þá megi ekki gleyma því að botnfiskdeildin sé enn sem fyrr hryggjarstykkið í rekstri HB Granda en hún stendur fyrir um 2/3 hlutum starf- seminnar. „Við gerum út fimm frystitogara sem eru að veiðum árið um kring og mala gull í vasa þjóðarbúsins. Eins erum við með þrjá ísfisktogara sem útvega hráefni fyrir tvö frystihús á Akranesi og í Reykja- vík og þar starfar fjöldi fólks. Því til við- bótar höfum við keypt ferskan fisk á mörkuðum undanfarin ár fyrir land- vinnsluna en það hefur hins vegar dreg- ið úr þeim kaupum upp á síðkastið, ein- faldlega vegna þess hve markaðsverðið hefur hækkað mikið. Fiskvinnslur okkar á Akranesi og í Reykjavík eru mjög öfl- ugar. Í þeim er mikið byggt á sjálfvirkni og við höfum haldið áfram að fjárfesta í búnaði og tækjum fyrir þau til þess að bæta aðstöðu til vinnslu, meðferð aflans og til þess að auka verðmæti framleiðsl- unnar. Nú síðast, eða í byrjun ársins, var tekin í notkun ný og afar fullkomin flæðilína frá Marel til vinnslu á ufsa í Norðurgarði í Reykjavík en hún kom í stað eldri línu frá sama fyrirtæki,“ segir Eggert Benedikt en þess má geta að í fiskiðjuverinu á Akranesi er mest áhersla lögð á vinnslu á þorski og þar er unnið úr öllum þorskafla landvinnslunnar. Í Norðurgarði eru vinnslulínunar sérhæfð- ar til vinnslu á karfa og ufsa. „Þorskurinn er að mestu leyti unninn í fersk hnakkastykki sem send eru með flugi á markaði í Evrópu. Það hefur einnig farið vaxandi að karfaafurðir séu sendar ferskar á markað í Evrópu og þá mest til Frakklands. Frystu fiskafurðirnar fara hins vegar mest í pakkningar fyrir verslanir og mötuneyti,“ segir Eggert Benedikt en í máli hans kemur fram að HB Grandi hafi alla burði til þess að veiða og vinna mun meiri afla en nú er gert. „Við gætum unnið mun meira af þorski og reyndar af öllum tegundum. Það hefur margoft komið fram að auð- velt er að veiða mun meira af þorski en nú er gert. Frystiskipin okkar veiða þorsk aðeins sem meðafla á öðrum veið- um og skipstjórnarmennirnir verða að leggja sig fram um að forðast þorskinn. Menn deila svo fram og aftur um það hvort ástand stofnsins þoli það að veitt sé meira. Við verðum hins vegar að fara mjög varlega í umgengni um auðlindina og vinna þau mál í náinni samvinnu við vísindamennina. Við höfum sömuleiðis burði til að bæta við okkur hráefni til vinnslu með kaupum á fiskmörkuðum en forsendan fyrir því er sú að verðið sé með þeim hætti að vinnslan sé arðbær.“ Umræðan veldur óvissu og óöryggi „Ef við lítum bara á rekstrarþáttinn sem slíkan þá er staðan alls ekki svo slæm hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Við hjá HB Granda erum t.d. komin með nánast allt í erlenda mynt. Allar skuldir okkar eru í erlendri mynt sem og mikið af kostnaðnum og við gerum upp okkar ársreikning í evrum. Það gefur besta mynd af stöðu fyrirtækisins því um 40% af tekjum okkar eru í þeim gjaldmiðli og aðrir gjaldmiðlar eru mun tengdari evr- unni en íslensku krónunni. Þetta gefur okkur mun meiri stöðugleika en ella. Það sem veldur mestri óvissu er innlendi kostnaðurinn en hann sveiflast upp og niður eftir því hvernig staða krónunnar er gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þetta getur valdið ákveðnum vandkvæðum en þegar á heildina er litið er staðan í nokk- uð góðu jafnvægi. Það er stöðug spurn eftir villtum fiski, hún fer vaxandi og verð hefur farið hækkandi þó það hafi vissulega gefið eftir um og eftir efna- hagshrunið. Það hefur verið samdráttur í veiðum á villtum fiski og honum hefur verið mætt með aukinni framleiðslu á eldisfiski víða um lönd. Hvað þetta varð- ar eru rekstrarlegar stærðir frekar stöð- ugar en það sem veldur mestri óvissu og óöryggi fyrir reksturinn er hin langa og þungvinna umræða um það hvort og þá hvernig breyta eigi fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Fyrir utan hið pólítíska sjónar- horn í þessari umræðu þá veldur þetta mikilli óvissu og truflun í sjávarútvegin- um. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fluttu utan afurðir fyrir um 200 milljarða króna á síðasta ári og það hlýtur að vera sam- eiginlegt markmið og verkefni þeirra sem koma að þessum málum að draga úr kostnaði, auka tekjurnar og gera rekstur fyrirtækjanna arðbærari. Það ger- um við ekki með þeirri umræðu sem Botnfiskdeild HB Granda er hryggjarstykkið í rekstri fyrirtækisins. Hér sér yfir flæðilínu vinnslunnar á Granda- garði. Mynd Garðar Garðarsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.