Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 29

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 29
29 „Okkar stærstu verkefni fyrir sjávarútveg snúa fyrst og fremst að því að gúmmíklæða kraftblakkir uppsjávarskipa en síðan steypum við alls kyns íhluti fyrir fiskvinnslu- og fisk- veiðibúnað,“ segir Þorsteinn Lárusson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Gúmmísteypu Þ. Lárussonar. Fyrirtækið var stofnað af afa hans árið 1952 og síðan þá hafa verkefni tengd sjávarútvegi verið einn af helstu þáttum í framleiðsl- unni. Þorsteinn segir gúmmí koma víða við sögu í útgerð og fiskvinnslu, „allt frá því að við steypum púða sem notað- ir eru undir Marelvogirnar upp í stór verkefni á borð við gúmmíklæðningu á nóta- blökkum. Það má þannig segja að við séum bæði í sér- lausnum fyrir viðskiptavini okkar og einnig staðlaðri framleiðslu að hluta til,“ segir Þorsteinn. Meðal algengra verkefna í sjávarútvegi hjá Gúmmí- steypu Þ. Lárussonar er að gúmmíklæða tromlur í færi- böndum en þau koma bæði við sögu í skipum og í land- vinnslu. „Já, það er töluvert um að við gúmmíklæðum driftromlurnar í færiböndum en til þess notum við sérstakt gúmmí sem viðurkennt er til notkunar í matvælaiðnaði. Kosturinn við gúmmíið á tromlunum er að það hefur mun betra grip en ryðfría stálið og böndin ganga því mun betur,“ segir Þorsteinn en að hluta til er framleiðsla fyrirtækisins hans steypt hér á landi og að hluta til flutt inn. Meðal þess sem í boði er hjá Gúmmísteypu Þ. Lárus- sonar fyrir sjávarútveg eru pressuhjól í flestar gerðir netaspila, sjóvéla og hafspila, auk þess sem fyrirtækið ann- ast viðgerðir á netaniðurleggj- urum. Þá eru einnig í boði þéttilistar fyrir lestarlúgur og vatnþétt skilrúm sem eru við- urkenndir til notkunar í skip- um. „Í gegnum tíðina hefur sjávarútvegurinn alltaf verið fastur viðskiptavinahópur hjá okkur og svo er enn,“ segir Þorsteinn Lárusson. Pressuhjól í spilbúnað eru meðal þess sem fyrirtækið framleiðir. Gúmmísteypa Þ. Lárussonar: Bæði sérlausnir og stöðluð framleiðsla fyrir sjávarútveg Þorsteinn Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Gúmmísteypu Þ. Lárussonar. Myndir: LalliSig V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.