Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 30

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 30
30 V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I „Það má segja að í þessum töluðu orðum sé ein nýjungin að líta dagsins ljós í togaran- um Gnúpi GK en þar er verið að prófa nýtt skjámyndakerfi fyrir ATW Catch Control kerfið frá Naust Marine. Við erum búnir að setja upp sams kon- ar skjámyndakerfi í togaran- um Northern Eagle, sem er í eigu American Seafoods, þannig að við erum að komast á leiðarenda í þróunarferli þess búnaðar,“ segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Naust Marine hf. í Hafnarfirði. Fyrirtækið er það stærsta í heimi í framleiðslu á stjór- nbúnaði fyrir rafmagnsvindur fiskiskipa og er í stöðugri sókn á heimsvísu með fram- leiðslu sína. Það á ekki síst við í Rússlandi þessi misserin en í kjölfar stefnumótunar fyrir umhverfi sjávarútvegs þar í landi hefur farið í gang talsverð bylgja endurnýjunar rússneskra fiskiskipa og bún- aðar þeirra. Það segir sitt um áherslu Naust Marine á alþjóðlegan markað aðnýja skjámynda- kerfið býður upp á notkun á nokkrum tungumálum . „Fyrst og fremst er þetta skjámyndakerfi mjög einfalt og þægilegt fyrir skipstjórn- endur að vinna með. Þá eru í nýja kerfinu fjölmargar við- bætur varðandi stillingar og allt upplýsingaflæði er sett fram á sem einfaldastan hátt. Reynslan sýnir að slík kerfi virka best en hér í fyrirtækinu höfum við tvo skipstjóra sem þekkja vel til daglegra starfa úti á sjó. Þannig má segja að við nýtum reynsluna til framþróunar. Okkur hefur líka gefist vel að fá ábending- ar og óskir frá þeim sem eru Nýjungar frá Naust Marine: Nýtt skjámyndakerfi fyrir ATW búnaðinn og rafknúið vírastýri Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.