Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 25
25 öðru móti en því að ganga í ESB. Þetta hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti með því að íslensk útflutningsfyrir- tæki eru farin að gera upp í evrum og það hefur slegið á óstöðugleikann sem fylgir íslenska gjaldmiðlinum. Við erum með hagkerfi sem byggir á óstöðugri og veikri mynt og það er því margt á sig leggjandi til að breyta því. E.t.v. er það hægt án þess að ganga í ESB. Sjávarút- vegurinn hefur vissulega litið á þessi mál út frá sínum bæjardyrum. Þetta er enn mjög mikilvæg atvinnugrein sem stendur fyrir um 40% útflutningsverðmæta lands- manna. Það væri hins vegar ekki gott fyrir sjávarútveginn að Ísland gerðist að- ili að ESB og menn greinir út af fyrir sig ekki á um það. Jafnvel hörðustu stuðn- ingsmenn aðildar viðurkenna það en þeir segja hins vegar að sjávarútvegurinn muni ekki standa fyrir auknum vexti á komandi árum. Það muni aðrar atvinnu- greinar gera og því sé rétt að ganga í ESB. Þarna erum við enn og aftur komin að evrunni. Hagsmunirnir sem takast á er annars vegar löngun manna í evruna og hins vegar ótti manna við að fara með sjávarútveginn inn í meingallað sjávarútvegskerfi ESB. Það deilir enginn um að kerfið er arfavitlaust og það hefur verið gagnrýnt harðlega ytra af þarlend- um sjávarútvegsmönnum að sjávarút- vegskerfi ESB skuli ekki vera breytt og Ísland hefur oftar en ekki verið nefnt sem fyrirmynd í þeim efnum. Ég tel því að öllum sé hollt að umræðan hér heima sé víkkuð út og að hugað sé að fleiri sjónarmiðum í því sambandi.“ - Er samt nokkuð að því að farið sé í aðildarviðræður við ESB til að kanna hvað hangi á spýtunni og hvað sé í boði? „Það má vera að það sé praktísk og óhjákvæmileg leið að fara í viðræður og leiða þær til lykta en ég hef hins vegar aldrei almennilega skilið að það þurfi að fara í flóknar samningaviðræður til þess að átta sig á því hvað hangi á spýtunni. Að mínu viti liggur það ljóst fyrir hvað í því felst að vera aðili að ESB og viðræð- urnar munu fyrst og síðast snúast um það hvernig Íslendingar geti lagað sig að regluverki ESB. Ég hef stundum notað þá líkingu að ef einhver vill gerast félagi í Rotaryklúbbi þá gerist það ekki með því að viðkomandi byrji á því að semja um það hvort fundir eigi að vera á fimmtudögum í stað miðvikudaga eða hvort funda eigi frekar á Hótel Nordica en Hótel Sögu. Annað hvort er sagt já takk eða ekki. Síðan kemur það svo í ljós þegar fram líða stundir hvort nýi klúbbmeðlimurinn getur haft áhrif innan klúbbsins eða ekki. Hvað varðar ESB þá er þetta staða Íslands. 27 þjóðlönd með 300 til 400 milljón íbúum munu ekki breyta sínu kerfi fyrir rúmlega 300 þús- und manna þjóð. Ávinningurinn af aðild eru aðgangur að Seðlabanka Evrópu og evran en hana fengjum við ekki að taka upp næstu árin á meðan við værum að uppfylla þau skilyrði sem gerð eru. Við fengjum hins vegar alla gallana um leið. Ókostirnir eru verulegir og þá ekki síst fyrir sjávarútveginn en stjórn hans myndi færast til Brussel. Sjávarútvegur er ekki rekinn sem eiginleg atvinnugrein innan ESB, heldur miklu frekar sem eins konar félagslegt vandamál á meðan Íslendingar eru að reka sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að skila eigendum sínum og þjóðar- búinu arði. Til þess þó að gæta allrar sanngirni er rétt að nefna að Íslendingar sem aðilar að ESB myndu fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hugsanlega vinna þeim stuðning á komandi árum. Burtséð frá þessu þá tel ég reyndar að rétt sé að stefna að því að hægt verði að uppfylla þau skilyrði sem gerð eru varðandi upptöku evru, hvort sem Ísland verður utan eða innan sam- bandsins. Þetta eru heilbrigð skilyrði sem fela í sér lágt vaxtastig, litla verð- bólgu, lítið flökt á genginu og lítinn fjár- lagahalla,“ segir Eggert Benedikt Guð- mundsson. Viðtal: Eiríkur St. Eiríksson. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Allt til netaveiða Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Æ G I S V I Ð T A L I Ð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.