Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 26

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 26
26 N Ý T I N G F I S K A F U R Ð A Sjávarleður á Sauðárkróki eina sútunarverksmiðjan í Evrópu sem framleiðir leður úr fiskroði: Fiskleður hefur heillað hönnuði heimsþekktra vörumerkja „Við fengum mjög góðar við- tökur og það er ánægjulegt,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Sjávarleð- urs á Sauðárkróki, en nú ný- lega tók fyrirtækið þátt í leð- ursýningu í París, Le Cuir a Paris, þar sem það kynnti nýj- ungar í fiskleðri. Nú í október var ferðinni svo heitið til Bolonga á Ítalíu þar sem fram fór ein stærsta sýning á leðri og fylgihlutum í heiminum. Á sýningunum er haust- og vetr- artískan veturinn 2011-12 kynnt. „Okkar framlag til vetr- artískunnar næsta vetur er meiri leðurtilfinning, skapandi leikur með áferðir og við kynnum fjórar einfaldar lín- ur,“ segir Gunnsteinn. Sjávar- leður er eina sútunarverk- smiðjan í Evrópu sem fram- leiðir leður úr fiskroði. Fyrirtækið Sjávarleður stendur á gömlum grunni og má rekja upphafið til félags- ins Loðskinns sem starfað hefur á Sauðárkróki frá árinu 1969. Gunnsteinn, eiginkona hans, Sigríður og fyrirtækið Norðurströnd á Dalvík eiga og reka Sjávarleður, en það var stofnað í lok árs 1994 og hóf starfsemi, sem sprotafyrir- tæki í tengslum við Loðskinn í byrjun árs 1995. Fyrstu árin fóru í þróunarstarf en hjólin fóru að snúast þegar menn fundið réttu aðferðina til að súta fiskroðið. Gunnsteinn segir að mark- aðsstarf hafi skilað árangri. „Þetta er jafnt og þétt upp á við, sígandi lukka eftir því sem árin líða.“ Bróðurpartur framleiðslunnar er seldur til útlanda, eða allt að 95%, en Gunnsteinn segir að íslenski markaðurinn hafi tekið vel við sér eftir að kreppan skall á og hönnuðir og handverks- fólk horfi nú í auknum mæli til fiskroðsins sem hráefnis í sínar vörur. Vörumerkið er þekkt inn- an tískuheimsins og er Gunn- steinn bjartsýnn á framtíðina, en fiskleður hefur heillað hönnuði heimsþekktra vöru- merkja eins og Prada, Dior og Nike. Gestastofa sútarans fékk góð- ar viðtökur Síðastliðið sumar opnaði fyr- irtækið Gestastofu sútarans og opnuðu þar með ferða- mönnum og almenningi að- gang að súturnarverksmiðj- unni. Í gestastofunni getur fólk kynnt sér afurðir sútun- arverksmiðjunnar og hvernig roð er sútað svo úr verður úr- vals fiskleður. Í boði er að kaupa leður og skinn beint frá sútara sem og að kaupa hönnun og handverk af ýmsu tagi. „Þetta gekk alveg ljóm- andi vel í sumar, hingað lá stöðugur straumur fólks sem sýndi okkur mikinn áhuga og fyrir það erum við þakklát,“ segir Gunnsteinn, en um 5000 manns lögðu leið sína á Gestastofu sútarans á liðnu sumri. Þá er ótalinn gríðarleg- ur fjöldi sem leit við hjá fyrir- tækinu á Fiskidögum á Dal- vík í ágúst, þar sem starfsemi þess var kynnt. Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdatjóri Sjávarleðurs á Sauðárkróki, ræðir við áhugasama gesti á leðursýningunni í París á dögunum. Sjávarleður tók nýlega þátt í leðursýningu í París, Le Cuir a Paris, þar sem það kynnti spennandi nýjungar í fiskleðri og viðtökur voru góðar. Sjávarleður er eina sútunarverksmiðjan í Evrópu sem framleiðir leður úr fiskroði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.