Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 16
16 F I S K I M A T R E I Ð S L A „Viðbrögðin hafa verið, liggur mér við að segja, lygilega góð,“ segir Sveinn Kjartans- son, matreiðslumaður sem ásamt fleirum sá um þættina Fagur fiskur í sjó sem sýndir voru á RÚV í sumar og fram á haust. Markmið þáttanna var að sögn Sveins að kynna áhorfendum þá ótrúlegu möguleika sem felast í því stórgóða hráefni sem finnst í hafinu umhverfis landið. „Fólk virðist hafa mjög gaman af því að horfa á þætt- ina. Fram til þessa hefur at- hyglinni ekki verið beint sér- staklega og markvisst að fiski og öðru sjávarfangi í mat- reiðsluþáttum í sjónvarpi. Við renndum því blint í sjóinn með viðtökur, en það er vissulega ánægjulegt að finna hversu áhugasamir Íslending- ar eru um matreiðslu á fiski,“ segir Sveinn. Hugmyndin að þáttunum kviknaði í kjölfar þess að Gunnþórunn Einarsdóttir, mat vælafræðingur, gerði lokaverkefni í meistaranámi sínum við Háskóla Íslands sem fjallaði um stöðu fisk- neyslu hjá ungu fólki. „Niður- staðan var því miður sú að ungt fólk borðar lítið af fiski og einnig að brýnt væri að bæta við þekkingu þess á hráefninu og freista þess þannig að auka neysluna,“ segir Sveinn. Fram kom sú hugmynd að gera sjónvarps- þætti þar sem sjávarfang væri í aðalhlutverki og var Sveinn þá fenginn til liðs við Gunn- þórunni og Brynhildi Páls- dóttur vöruhönnuð, sem og einnig Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara, Hrafnildi Gunn- arsdóttur leikstjóra og Saga- film. Hópurinn þróaði og út- færði hugmyndina og réðist að lokum í gerð þáttanna sem sýndir voru í Ríkissjón- varpinu á sunnudagskvöldum í sumar. Spennandi og skemmtilegt verkefni „Upphaflega áætlunin var að gera 8 þætti en við bættum tveimur við vegna mikls áhuga sjónvarpsáhorfenda þannig að þeir urðu 10 í allt. Ég gæti haldið endalaust áfram, af nógu er að taka og möguleikarnir svo miklir,“ segir Sveinn og bætir við að áhugi sé vissulega fyrir hendi og menn að velta fyrir sér hvort framhald geti orðið á. „Það er ekkert fast í hendi ennþá, við erum bara að skoða málið.“ Sveinn segir verkefnið hafa verið mjög spennandi og skemmtilegt, „og ætli ég hafi ekki verið sá sem mest hefur lært á þessum þáttum,“ segir hann. „Ég tók þann pól Á vettvangi í tökum. Hér er spáð í ígulker. Þættirnir Fagur fiskur í sjó hafa slegið í gegn í Ríkissjónvarpinu: Íslendingar áhugasamir um matreiðslu á fiski - segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.