Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 20
20 Æ G I S V I Ð T A L I Ð HB Grandi er stærsta sjávarútvegsfyr- irtæki landsins með um 11% úthlutaðra veiðiheimilda. Fyrirtækið gerir út átta togara og það hefur yfir að ráða fjórum uppsjávarveiðiskipum. Starfsstöðvar félagsins eru í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði auk þess sem félagið stendur að þorskeldi í Berufirði. Á síðasta ári voru starfsmenn að meðaltali 622 talsins ef miðað er við heilsársstörf. Á annað hundrað manns frá 17 þjóðlöndum störf- uðu hjá HB Granda í fyrra. Mikil upp- bygging hefur átt sér stað hjá félaginu í kjölfar samruna og sameiningar Granda í Reykjavík, HB á Akranesi og Tanga á Vopnafirði en það ferli hófst á árinu 2004 er Grandi keypti HB. Þetta starf hefur Eggert Benedikt leitt en hann tók við starfi forstjóra í febrúar 2005 eftir að hafa gegnt starfi markaðsstjóra frá miðju ári 2004. Við ræddum á dögunum við Eggert Benedikt um uppbyggingu HB Granda, umræðuna um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu og afstöðuna til Evrópusambandsumræðunnar. „Það voru þrjú meginstef sem voru lögð til grundvallar við sameiningu Granda, HB og Tanga. Eitt var að sam- eina þessi þrjú fyrirtæki í eitt og reyndar bættist Svanur RE 45 ehf. inn í félagið um leið og Tangi á árinu 2005. Það hef- ur tekist og við erum komin með eitt sameiginlegt fyrirtæki og það skiptir engu máli hvaðan skipin eða vinnslufyr- irtækin komu. Meginstef númer tvö var svo efling uppsjávarsviðsins. Við samein- inguna varð til mjög stór uppsjávardeild sem nú hefur yfir að ráða fjórum skipum og vinnslu á Akranesi og Vopnafirði. Bræðslurnar voru í raun fjórar talsins en þeim hefur verið fækkað í tvær með því að loka verksmiðjunum í Þorlákshöfn og síðan í Reykjavík. Framleiðsla á fiskmjöli og -lýsi fer því nú fram á Akranesi og á Vopnafirði. Að auki höfum við beina- mjölsverksmiðjuna í Reykjavík, sem er raunar ekki í rekstri um þessar mundir. Uppsjávarvinnslan á Vopnafirði hefur verið stórefld frá því sem var í tíð Tanga hf. og reyndar hefur uppbygging einnig átt sér stað á Akranesi. Á Vopnafirði höf- um við í raun byggt upp frá grunni mjög öfluga uppsjávarmiðstöð. Þar er höfuð- áherslan lögð á vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis, flökun og frystingu sem og loðnuhrognavinnslu, auk bræðslu og eins höfum við látið byggja þar stóra frystigeymslu og nýtt löndunarhús svo fátt eitt sé nefnt. Það sér nú fyrir endann á þessari uppbyggingu því aðeins á eftir að ljúka minniháttar frágangi við bræðsl- una. Fjárfestingar HB Granda vegna þessa verkefnis nema nú á fimmta millj- arð króna. Þriðja meginstefið var svo efl- ing markaðsstarfsins og sölumála. Staðan var þannig að við vorum í meginatriðum að selja okkar afurðir til íslenskra sölu- fyrirtækja sem síðan sáu um að markaðs- setja þær erlendis. Við ákváðum að tíma- bært væri að taka sölu- og markaðsmálin alfarið yfir og nú má segja að HB Grandi sjái um sölu á öllum afurðum félagsins á erlendum markaði. Við seljum allt til val- inna viðskiptavina sem í flestum tilvikum eru einnig nánir samstarfsaðilar okkar. Að stórum hluta eru þetta tiltölulega lítil fyrirtæki, þar sem afurðir frá HB Granda eru stór hluti af rekstrinum. ESB ríkin með Þýskaland, Frakkland, Belgíu og Bretland sem stærstu markaðssvæði, eru okkar langstærsti markaður. Noregur hefur verið annað stærsta markaðssvæði okkar og síðan seljum við m.a. afurðir til fyrirtækja í Bandaríkjunum, Brasilíu, Jap- an, Suður-Kóreu, Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Hvíta-Rússlandi, Kína og á Spáni svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Eggert Benedikt en nefna má að til annarra landa en þeirra, sem nefnd eru hér að framan, fóru um 8% framleiðslunnar miðað við verðmæti á árinu 2009. Fé- lagið er nú með sölustjóra fyrir einstakar afurðir og markaðssvæði. „Þessu fylgir sérhæfing en auk þess vinnur öll markaðsdeildin saman að ákveðnum málum. Markaðsdeildin er okkar andlit út á við gagnvart viðskipta- vinunum. Við höfum gefið út ítarlegt kynningarefni, byggt upp öfluga vefsíðu og starfinu fylgjum við síðan eftir með þátttöku í sýningum og fundum með Íslenskur sjávarútvegur stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. Hart hefur verið deilt um það hvort breyta eigi fiskveiðistjórnunarkerfinu og þá með hvaða hætti. Margir styðja svokallaða fyrningarleið en í henni felst að stjórnvöld innkalli aflaheimildirnar í áföngum og úthluti þeim að nýju gegn gjaldi. Aðrir hallast frekar að til- lögu sáttanefndar Alþingis um að samið verði við sjávarút- vegsfyrirtækin um langtíma nýtingu aflaheimilda og fyrir hana komi hóflegt afgjald sem greinin geti staðið undir. Deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið eru fjarri því það eina sem eigendur og stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækjanna þurfa að hafa áhyggjur af um þessar mundir. Fyrir dyrum standa viðræður við Evrópusambandið um að Ísland gerist aðili að sambandinu. Óhætt er að fullyrða að fáir ef nokkr- ir stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja geta hugsað þá hugs- un til enda að íslenskum sjávarútvegi verði í framtíðinni stjórnað frá Brussel. Í þeim hópi er Eggert Benedikt Guð- mundsson, forstjóri HB Granda. Umræðan um ESB ristir grunnt og er illa ígrunduð - rætt við Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóra HB Granda, um uppbyggingu fyrirtækisins, fiskveiðistjórnunarkerfið og afstöðuna til aðildar að ESB HB Grandi hefur að undanförnu staðið fyrir mikilli uppbyggingu á uppsjávarvinnslu sinni á Vopnafirði. Mynd Jón Sigurðsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.