Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Side 3

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Side 3
hálogmenhing ■IM MÁL OG MENNING Til félagsmanna. Þá koma loks út Andvökur, hin langþráða bók, er þiS hafið beðið eftir síðan í haust, en tafizt hefur af ástæðum, sem hvorki félagsstjórnin né útgefandi hafa getað ráðið við. Viljum við láta þá ósk fylgja útkomu bókarinnar, að hún verði félagsmönnum verulega dýrmæt eign og þeir njóti þeirrar ánægju við lestur hennar, er bæti þeim það margfaldlega upp, sem reynt hefur á þolinmæði þeirra undanfarið. Þið sjáið, er þið fáið Andvökur í hendur, að bindið er gert með rausn úr garði, síður en svo dregið úr þeirri stærð, sem áætluð var, það sjónarmið látið i öllu vera mestu ráðandi, að úrvalið gæti orðið sem fullkomnast, þó að vitanlega væri engin leið að taka með öll góð kvæði eftir Stephan. Eftir því sem eg hef bezt vit á, hefur Sigurði Nordal tekizt úrvalið svo ágætlega, að það munu vandfundin rök fyrir því, að betur yrði gert á annan hátt. Ég hef lika fylgzt með því, að þar hefur ekki verið kastað til höndunum, heldur marglesið og íhug- að, hvert kvæði, hvert vísubrot. En það, sem gefur þessari útgáfu alveg sérstakt gildi, er ritgerð Sigurðar um höfundinn, en hún er í rauninni út af fyrir sig heil bók. Mun Sigurði sjald- an hafa tekizt betur upp, enda varð hann hugfanginn af verk- efninu. í bréfi til min erlendis frá i sumar segir hann: „Ég hef aldrei skrifað um neitt, sem ég hef haft meira gaman af, og ef þetta verður ekki góð ritgerð, þá er mér eins gott að hætta að skrifa.“ Þvi d>T3ra sem hann sökkti sér niður i skáldskap Stephans, því hrifnari varð hann af skáldinu og ekki síður manninum. Er það áhrifamikil játning, er Sigurður gerir undir lok ritgerðarinnar, er hann hefur glimt til þrautar við per- sónuleika Stephans. Sigurður Nordal skipar ljóðunum og efni ritgerðarinnar þannig niður, hvoru í samræmi við annað, að auðvelt á að vera fyrir lesendurna að njóta sem bezt kvæð- anna og kynnast um leið höfundinum að innstu rótum. í raun og veru er Stephan G. Stephansson og kveðskapur hans ennþá ónumið land fyrir hina íslenzku þjóð, miklu ókunnara en nokk- 57

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.