Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 9
rumskaS eða sýnt neitt framtak, hvorki til þess aS ráSast á
Mál og menningu né feta i fótspor þess. Hér hafSi veriS stofnaS
annaS bókmenntafélag í líkingu viS Mál og menningu, af Menn-
ingar- og fræSslusambandi alþýSu, aS visu meS opinberum styrk
aS bakhjalli, en samt myndarlegt útgáfufyrirtæki, sem tók upp
drengilega samkeppni viS fyrirmynd sina, án rógburSar eSa ill-
inda. En um leiS og Mál og menning gaf út tilkynningu sína
um Arf íslendinga, þá vaknaSi formaSur MenntamálaráSs viS
vondan draum. Var þaS af því, aS bann héldi, aS þetta yrSi
vond bók eSa óholl fyrir íslendinga? Var þaS af því, aS hann
héldi, aS þetta yrSi pólitiskt áróSursrit? Var þaS af því, aS hon-
um þælti ekki nógu vel vandaS til vals þeirra manna, sem aS
ritinu stóSu? O, sussu nei! ÞaS, sem virSist hafa falliS hon-
um fyrir brjóst, var miklu fremur hitt, aS honum þóttu menn-
irnir, sem aS þessu verki stóSu, of góSir; hélt aS verkiS mundi
verSa of framúrskarandi, fann hvilíka hrifningu þessi myndar-
lega fyrirætlun um rit, sem yrSi hverjum íslendingi nauSsyn-
legt, vakti lijá almenningi. Hvort þaS var fremur óvild til ein-
stakra aSstandenda Máls og menningar eSa sú tilhneiging, aS
vilja hafa spón sinn í hverjum dalli, sem stjórnaSi gerSum
hans, skal ósagt látiS. En þaS eina, sem hann gat fundiS hug-
myndinni um Arf íslendinga til foráttu, var þaS, aS þaS væri
gefiS út af því félagi, sem átti frumkvæSiS aS þessari fyrirætlun
og eitt virtist hafa skilyrSi til þess aS framkvæma hana. Þetta
verk var ekki of slæmt fyrir íslendinga, þaS var of gott fyrir
Mál og menningu:
ByrgiS hana, hún er of björt,
helvítiS aS tarna!
HaldiS þiS, aS þaS sé meS slíku hugarfari, sem á aS byggja
upp framtíSarmenningu og menntun íslendinga?
En hvað líður þá hinu mikla útgáfufyrirtæki, Arfi fslendinga?
Teflir styrjöldin því ekki í tvísýnu?
ÞaS er fyrst til að svara, að all-langur tími er til stefnu, þar
til kemur aS því aS prenta verkið. Þessi vetur og allt næsta ár
fer í þaS aS undirbúa útgáfuna, rannsaka efniS, skipa niSur
í bindin, skrifa þau og búa undir prentun. ÞaS er gert ráS fyrir
að hefja fyrst prentun aS hausti 1941, svo aS tvö bindin geti
komið út 1942. Ég get fuIlvissaS félagsmenn um það, aS pró-
fessor SigurSur Nordal og aSrir þeir, sem hann fær meS sér
til þess aS framkvæma þetta starf, láta þaS ekki falla úr hendi
63