Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Side 19
TVÖ ÞINGEYSK SKÁLD. Sigurjón Friðjónsson: Heyrði ég í hamrinum, Ak. 1939. Indriði Þorkelsson: Baugabrot, Rvik 1939. Ivvæðum Þingeyinganna Indriða Þorkelssonar og Sigurjóns Friðjónsonar fagnar hver góður vinur islenzkrar menningar meira en mörgum þeim skáldskap, sem ber sterkari einkenni frumleikans: Það er nú einu sinni svo, að þótt náttúran sé fremst yrkisefna, geyma borgir og stórstaðir'lykil formsins, en sveitin ekki. Hitt er einn lofsverðastur eiginleiki islenzkrar menning- ar, að vér eigum viðsvegar, og oft á afskekktum stöðum, hljóð- glögga og hrifnæma gáfumenn í ýmsum atvinnustéttum, ekki sízt bændastétt, sem bergmála ljóðsnilld og ritlist menntamið- stöðvanna í senn á vandvirkari og virðulegri hátt og með ó- sviknara menntunarblæ en algengast er um átthagaskáld annars- staðar. Þessir gáfuðu menn afskekktra héraða eru boðberar liinna skapandi afla hver í sinni byggð; í Ijóðum þeirra renn- ur saman andi þeirra eigin byggðarlags og hrifni þeirra af stór- skáldum samtiðarinnar. Þingeyjarsýsla hefur verið flestum byggð- arlögum ríkari að gáfuðum, vel menntum átthagaskáldum, sem stillt hafa hörpu sína undir meiðum stórskáldanna. Eitt hið sí- gildasta dæmi slíkra ágætismanna er Sigurður Jónsson, sem gert hefur Mývetningum svo inndæla eftirmynd af Dalvisum, að maður elskar Jónas Hallgrímsson meira en nokkru sinni fyr, en er þó jafn þakklátur Sigurði. Indriði Þorkelsson er hinn þingeyski fulltrúi Þorsteins Er- lingssonar og Stephans G., en hefur einnig, eins og fleiri þing- eysk skáld, orðið snortinn af rómantískum háttum og hugmynd- um í ljóðaþýðingum Steingríms og Matthíasar (Uhland, Tegnér, vottur af Heine o. s. frv.). Ferskeytlan, sem er í eðli sínu sam- nýlt form („fúnksjónalistisk"), i senn skelegg og hnittin, lifir sferku lífi i brjósti Indriða. Hátturinn er næsta vandasamur vegna hinna háu meta, sem þar hafa verið sett, jafnvel svo, að mörg skáld yrkja ferskeytlur æfilangt, án þess að verða þar nokkru sinni hlutgengir. Indriða tekst stundum að láta ferskeytl- una inna af hendi allt að því hið bezta, sem hún á til, og er þá mikið sagt. Grunntónar Sigurjóns Friðjónssonar eru hjá Steingrími og Jónasi Hallgrimssyni, eins og honum er sjálfum ljóst; blæ þjóð- kvæðisins og stíl þulunnar bregður einnig viða fyrir í kvæð- um hans, en ferskeytluna hættir honum við að gera ljóðrænni en efni standa til. En þótt Sigurjón sé æfinlega fíngerður í 73

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.