Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Side 20
orðavali og akademiskur að smekk, þá er venjulega einfaldað
hjá honum það, sem er samslungið hjá meisturum hans, hann
hefur látið töfrast af hinni ytri fágun ljóða þeirra, en forðast
hinar sáru innri raunir, sem liggja til grundvallar töfrum Stein-
gríms og Jónasar, þennan sálarhóska, sem er orsök og undan-
fari sterks ljóðs, en i stað þess hættir honum við að'hneigjast
til helzti ýktrar ijóðrænu, sem stundum er svo smátt spunnin
að hún nálgast bláþráð. Saklaus, unglingsleg lirifni af þeirri
fegurð, sem ekki verður til i skugga sinnar eigin andstæðu,
kemur i stað þeirra alltuppskakandi úrekstra og innri ógna, sem
einar geta gert fegurðina að sönnum guði.
Gildi þessara höfunda er ekki falið í því, að þeir komi nein-
um á óvart með því að skapa nýjar og stórfengilegar bókmennt-
ir, heldur i hinu, að þeir hafa gagnsýrt umhverfi sitt anda skákl-
skapar og mennta um langa æfi. Því lengur sem maður blað-
ar í ljóðmælum þeirra, þeim mun meiri virðingu ber maður
fyrir menningarstarfi þeirra, trú þeirra á fagra hluti, kærleik
þeirra til byggðarlags sins, sem þeir hafa átt svo drjúgan þátt
i að hefja til vegs, einmitt með því að fara ekki burt, heldur
vera þar sem þeir voru og það sem þeir voru. Það má með jöfn-
iim rétti líkja þessum mönnum við jarðveg og plóg. An slíkra
manna gætu ekki verið til stórskáld á íslandi. Það er ekki lof
að segja um mann, að hann sé stórskáld, miklu oftar hið sama
og að segja, að hann hafi ratað í meiri raunir en aðrir menn,
eða a. m. k. mætt þeirri reynslu, sem ekki sé hægt að mæla með
við nokkurn mann. Hitt er mikið lof að segja um mann, að
hann kunni að meta stórskáldin og hafi sýnt það í verkinu, og
þetta lof vil ég leyfa mér að bera á þá Indriða Þorkelsson og
Sigurjón Friðjónsson.
. H. K. L.
Gunnar Benediktsson: Skilningstré góðs og ills. Reykjavík 1939.
Það er svo um þessa bók, að mjög er erfitt að láta undir
höfuð leggjast að lesa-hana vandlega og með athygli, ef hún á
annað borð berst manni i hendur. Og það er blátt áfram vegna
þess að bún fjallar um efni, sem hver hugsandi persóna lætur
sig miklu varða, og um þau er rætt á þann hátt, að það er bók-
ruenntaleg nautn að lesa hana. Bókin fjallar um þjóðfélagsleg
og menningarleg vandamál, eins og þau berja að dyrum hugs-
andi nútímamanns á íslandi. Það er rætt um þau við hann af
siðferðilegri alvöru og sannleikshollustu. Hann er ekki beðinn
74