Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 21
um samþykki um hæl, en hann er beðinn að hugsa lika. Við hann er talað á breiðari grunni, með meiri viðsýni og öflugri röksemdafærslu en venja er til. Rödd höf. logar af ákafri gagn- rýni og orðbragð lians er ádeilið, listfengt og ljóst. Hann veit nákvæmlega hvað hann ætlar að segja og segir það nákvæm- lega. Það er kunnugleika hreimur i röddinni og það dylst ekki að höf. þekkir þá, sem hann vill tala við, og er auðfundið, hve skýrt og mannúðlega hann rekur hvern þátt sinnar hugsunar; og hann ber þá virðingu fyrir skýrri hugsun og skynsömum og heiðarlegum lesanda, að honum dettur ekki í hug að bera mál sitt fram ver en hann getur hezt gert að málfari og stíl. Honum dettur ekki í liug annað en vera skennntilegur og hisp- urslaus, þótt viðræðurnar séu strangalvarlegar, og heitasta ósk- in, að málefnið verði ljósara eftir en áður og siðferðileg alvara lesandans betur vakandi en áður. Greinarnar eru þessar: Siðferðileg vandamál, þar sem rætt er um, live erfitt er að fá „einingu um siðferðileg efni“, á meðan stéttahagsmunir rekast á í þjóðfélaginu — og um leið út úr þeim árekstrum til siðferðilegra sigra i mannfélagsmálum. Ó- venjuskýr ritgerð og rökijós, sem stingur mjög í stúf við venju- legan tón i umræðum um þessi mál. Hugtakafalsanir, grein, sem fjallar um „inálskemmdaathæfi“, og hvers vegna unnið er að slikri fölsun nú vor á meðal. Þá koma tvær ritgerðir Helgi hcim- ilisins og Fósturlandsins Freyja. Báðar ritgerðirnar eru þrungn- ar af mannúð og gagnrýni, sem skipa jafnan svo merkilega sess hvor við annars hlið hjá þessum höfundi. Tilefni þeirrar fyrri er umkvörtun þjóðkunns útvarpstalanda út af tíðum truflunum á matfriði af völdum simahringinga og almennar „spaklegar" hugleiðingar á við og dreif um „lielgi“ heimilisins í þvi sam- bandi. Því get eg þessa, að það er óvenju lærdómsríkt að at- huga viðhorf þessara tveggja manna til þessa máls — sem fljótt á litið gæti talizt lítilfjörlegt. G. B. verður það tilefni alvar- ’legra atriða. Tvær síðustu ritgerðirnar, Allir eitt og Ef saltið dofnar, fjalla um pólitisk efni, og er þar máli snúið til íslenzkra sósialista. Höf. gerir lesendum sínum grein fyrir því, hvers vegna hann beini máli sínu til ákveðins stjórnmálaflokks „i lok þessara al- mennu hugleiðinga minna um menningarmál þessara tíma“. Sú skýring, sem höfundur gefur, er öllum fullgild, og ekkert sið- ur pólitiskum andstæðingum höf. en hinum. Og allir geta orð- ið höf. sammála um niðurlagsorð lians, siðustu málsgrein bók- arinnar: „.... Það megum við öll vita, að eitt af þvi, sem is- 75

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.