Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 23
iliróttin ein, sem ritslyngur, gáfaSur maður unir við i tóm- stundum sínum austanfjalls. Ástin á lyginni er síðasti áningar- staður á leiðinni að aftökustað sannleikans. Þann gangandi Gyð- ing er G. B. alltaf að verja, þegar hann stingur niður penna. Og sannleikurinn er lionum ekkert hugtak, heldur lifandi ís- lenzkur veruleiki. Og öllum má vera ljóst hvers vegna Gunnar beitir penna sinum af slíkri alvöru, slíku háði, slíkri fyrirlitn- ingu, slíkri ást — slíkri snilli i rökum og stil. Hann er í senn að verja og herja, og hvorttveggja er gert í þágu islenzks al- þýðulífs. Greinin endar á þessum orðum, sem eru bezta skýringin á þessari nýju bók G. B. og skýrir um hvað barizt er á þessum alvarlegu baráttutímum í íslenzku þjóðlifi: „En hér á landi er til flokkur manna, sem er staðráðinn í því að svara með gagn- sókn hverju því áhlaupi, sem gert er á menningarverðmæti og menningarskilyrði íslenzku þjóðarinnar.“ „Skilningstré góðs og ills“ er voldug gagnsókn lil varnar þess- um verðmætum. Og bókin á heima meðal þess, sem snjallast liefur ritað verið handa íslendingum, skýrast hugsað og djarfast. Eiríkur Magnússon. Jóhannes úr Kötlum: Hart er í heimi. Kvæði. Nýlega er komin á bókamarkaðinn 6. ljóðabókin eftir Jóhannes úr Kötlum. „Hart er í heimi“ er nafn hennar. Fyrir 13 árum eða svo var það, sem þessi höfundur sendi frá sér sina fyrstu bók, og nefndi hann hana „Bí, bi og blaka“, svo sem kunnugt er. Ef vér förum að athuga þessi tvö bókarheiti, getur naumast hjá því farið, að flestum virðist, að allmikill munur sé á þeim. hljómblæ þeirra og innihaldi, enda hygg ég, að skoða megi þau sem einskonar tákn, er rekja mætti eftir þroskaferil skáldsins. Þessi gamalkunna ljóðlína, „Bí, bi og blaka“ ber huga vorn á svipstundu til liðinna ára. Ilún minnir oss á það, er vér sátum undir torfveggnum heima í sólskini vorsins og „lékum okkur að stráum“, og gátum „rekið allar áhyggjur á flótta ineð einu faðirvori“. Hún minnir á drauma og þrár barnsáranna, barnaleg viðfangsefni og barnalegt vitundarleysi um hörku lífs- ins, andstreymi og sorgir, átakanlegt í fáfræði sinni og sak- leysi, en jafnframt hugljúft og heillandi. — En það er allt ann- að, sem hinn titillinn „Hart er í heimi“ minnir oss á. Hann leiðir liuga vorn að sársauka og þjáningum, kúgun og ranelæti, sorgum og sviknum vonum; og þegar við lesum bókina, hhót- 77

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.