Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 24
um vér að viðurkenna, að þetta er sannnefni. Kvæðin, sem hún
flytur, eru flest eða öll um þau efni, sem nafnið bendir til. En
ekki er nema hálfsögð sagan þó efni kvæðanna sé lýst á þessa
leið, því undir niðri nálega með hverju stefi, finnur lesandinn
hina brennandi ósk skáldsins og liina áköfu þrá eftir sigri rétt-
lætisins og sannleikans, og eftir betri og hjartari framtið. Og
hvarvetna i ljóðum þessum andar heitri samúð með kjörum
lítilmagnans og allra þeirra kúguðu, bæði manna og málleys-
ingja. Oft verður þessi samúð svo sterk, að hún verður að kær-
leiksrikri meðlíðun. Þó er livarvetna litið á lifið og staðreynd-
irnar með karlmarinlegu þreki, og hvergi reynt að draga fjöð-
ur yfir né blekkja sjálfan sig sér lil léttis og hægðarauka.
„Hart er i heimi“ er allstór bók. Hefir hún inni að halda
31 kvæði og eru sum þeirra alllöng. Að lestri bókarinnar lokn-
um urðu mér tvö þeirra hugstæðust „Hvitar kindur“ og „Stjörnu-
fákur“. Er efni þeirra beggja tekið úr lifi dýranna, og í þeim
er brugðið upp myndum, sem aldrei geta gleymzt, stórfengleg-
um, átakanlegum og sönnum. Þriðja kvæðið vil ég einnig nefna.
Það er búið þessum sömu kostum í ríkum mæli, en ef til vill
ekki jafn fullkomið að byggingu. Það er „Hvað nú, ungi mað-
ur“. Þar er stiklað á nokkrum atriðum í raunasögu mannkyns-
ins á jörðu hér og að siðustu bent á takmark framtíðarinnar
með þessum orðum:
„Hvað nú, ungi maður? Er ei hendi næst að hefja
nýja lierferð móti dýrseðlinu, kúgun þess og grandi,
og höndla hvert það sannleiksfræ, er sigurmáttinn gefur,
þar til söngvagleði árs og friðar hljómar yfir landi-------—.“
Sigurður Helgason.
íslendingar vinir skynseminnar
og Rutherford-tilhneigingin.
Þeim, sem eru aldir upp við þá skoðun, að við íslendingar
séum vinir skynseminnar, rasjónalistar, hlýtur að verða það nokk-
urt umhugsunarefni, hvernig tvær höfuðstofnanir, eins og Ríkis-
útvarpið og Þjóðkirkjan, megi taka mark á jafn fjarsóttri teg-
und af vitleysu og þeirri, sem útlendur skynskiptingur kom
hingað til að boða í sumar. Hitt er þó kannske enn íliugunar-
verðara, að fleiri menn en tekizt hefur i Bretlandi að safna um
bábiljur brezkra Ísraelíta á mörgum öldum, voru í Reykjavík
78